Dýraverndarinn - 01.09.1957, Síða 13
Hjónin í hylnum
Eitt sinn vorum við Einar Oddur Kristjánsson,
gullsmiður á Isafirði, staddir inn í Laugardal í
ögurhreppi. Veður var hlýtt og gott, og við geng-
um niður að á, fleygðum okkur hlið við hlið á ár-
bakkann og tókum að rabba saman, rólega og því
nær letilega, og horfðum út á ána.
Þarna var hylur við bakkann. Hann hafði mynd-
azt við malarrif, sem stóð þó ekki alveg upp úr
vatninu, nema rétt á stöku stað. Hylurinn mjókk-
aði til beggja enda, en var breiðastur einmitt þar
undan, sem við lágum. 1 honum miðjum var stór
steinn, er stakk aðeins upp úr svörtum kollin-
um. Annars var steinninn loðinn af slýi. Næst
honum var alldjúp rák, og þegar vel var aðgætt,
sást, að þarna mundi vera hringiða. Já, þarna
voru strá, sem hreyfðust ósköp hægt kringum
steininn. Áin suðaði og suðaði utan við rifið —
og hún virtist eitthvað dul í máli, — nærri því
ibyggin var hún.
,,Sko!“ hvíslaði Einar og benti.
Jú, þarna kom þá silungur upp hylinn, ekki
mjög stór, miðlungs reyðarsilungur, fór sér ósköp
hægt. Og þarna kom annar, fór með sömu hægð,
var svolítið stærri — þessi. Ógn fóru þeir sér ann-
ars rólega, bökin svört — svona að sjá í vatn-
inu, bleikir kviðir, kannski á þeim einhverjar
dröfnur. Það var varla, að séð yrði, að sporð-
arnir hreyfðust, helzt, að eyruggarnir blökuðust.
Nú hvarf sá fyrri á bak við steininn, en hinn var
á að gizka einum metra á eftir. Þar kom sá fyrri
í ljós aftur, en hann hélt ekki áfram upp eftir,
heldur sveigði með sömu hægðinni og áður, synti
— eða barst, næstum því án þess að hreyfa sig,
niður með steininum, og þarna var hinn líka
kominn í ljós, sá stærri, virtist nákvæmlega haga
ferðinni á sama hátt og með sama hraða.
Nú sveigði sá fyrri á ný, hvarf aftur á bak við
steininn, kom enn í ljós, var að þessu sinni nær
steininum en áður og rétt aðeins þokaðist áfram
— eins og stráin, sem fylgdu iðunni. Hinn kom
emnig, og þannig fóru þeir fjóra hringa í að því er
^irtist ofurlítið mismimandi fjarlægð frá stein-
lnum. Þegar þeir svo höfðu komið í ljós i fimmta
sinn, þá . . . Ja, hvað var þetta? Ójú, það
streymdi rauðgulur lögur út úr kviðnum á þeim
minni, streymdi og streymdi.
,,Sérðu!“ sagði Einar og rak í mig olnbogann.
Og ég benti honum á stærri fiskinn, en sagði
ekki neitt. Út um gotrauf hængsins rann hvítur
lögur. Sami hraði, sama hringbraut hjá báðum,
og hinn hvíti vökvi streymdi yfir þann rauðgula,
blandaðist honum í tæru vatninu.
Allt í einu stanzaði hrygnan, en hængurinn hélt
áfram með sömu hægðinni, unz hinir tveir líf-
vökvar voru á bak við hann eins og litförótt bog-
lína. Þá synti hann fram að hlið hrygnunnar, og
skyndilega viku þau sér bæði frá steininum, tvö
dökk bök, tveir sporðar. Þau juku hraðann, og
þegar kom niður á grynninguna í mynni hyls-
ins, heyrðist allhávært busl. Svo voru þau horfin.
Áin virtist halda niðri í sér andanum, og við
steininn var hafin hringferð þess, sem þarna átti
að tryggja framhald lífsins, hringferð kringum
slýjaðan stein í lygnum hyl.
Við Einar horfðumst í augu, en sögðum ekki
neitt um hríð. Svo mælti Einar hljóðlátlega:
„Furðulegt er þetta, dásamlegt er þetta.“
Ég kinkaði kolli.
Við höfðum orðið áhorfendur að einu af undr-
um lífsins.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Konungurinn og gæsahirðirinn.
Einu sinni þegar Kristján 4. Danakonungur var að ganga
sér til skemmtunar, varð hann þess vísari, að hann hafði
gleymt einhverju heima, sem hann þóttist ekki geta án
verið. Hann hitti þá dreng, sem sat yfir gæsum. Bað dreng-
inn skjótast með bréf hcim í höllina og kvaðst mundu
gæta gæsanna á meðan. Drengurinn stökk af stað, en sá
fljótt, að kóngi fórst illa gæsavarzlan. Hann sneri því við
og sagði við konung, að hann þyrði ekki að fara, gæsirnar
mundu týnast á meðan hann væri í burtu. Konungur sagði:
„Vita skaltu það, drengur minn, að ég er sjálfur kon-
ungurinn, sem stjórnar öllu ríkinu.“
Drengurinn svaraði:
„Það má vel vera, að þú sért góður við þess háttar, en
þú hefur ekki vit á að gæta gæsa.“ .
DÝRAVERNDarinn
61