Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Page 15

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Page 15
Fílarnir vita sínu viti Maður, sem er nýlega kominn heim úr ferða- lagi umhverfis jörðina, heldur því eindregið fram, að fílarnir geti að minnsta kosti talið upp í sjö og fest sér í minni tímatal. Þegar þessi ferðalangur var staddur í Rangoon, höfuðborg Burma, sá hann vinnuflokk, sem í voru Malajar, fleyta stórum flota af eikitrjám niður fljót það, sem borgin stendur við. Voru tré þessi ætluð til útflutnings. Þau voru svo stór og þung, að ekki þótti tiltækilegt að flytja þau til á landi af handafli, þótt margir menn kæmu þar til, og hafði þvi félagið brezka, er trén átti, keypt nokkra fíla, sem höfðu verið vandir á að lyfta trjástofn- um með skögultönnunum og flytja þá til, eftir því sem innlendir knapar, er á fílunum sátu, sögðu þeim fyrir. Burmabúar hafa ekki fastákveðinn hvíldardag — eins og kristnir menn, Gyðingar og Múhameðs- trúarmenn, en velja sér frídag eftir eigin geð- þótta. Vinnuflokkur sá, sem vann að fleytingu og timburhleðslu hjá félaginu brezka, hafði val- ið sunnudaginn, því að sá dagur hentaði þeim, sem yfir þá voru settir. Svo var það þá eitt laugardagskvöld, að fljót- ið tók allt í einu að vaxa. Samtímis bárust þær fregnir, að uppi í dalnum hefði það þegar flætt yfir bakka sína. Á fljótsbakkanum í sjálfri Ran- goon átti félagið timburhlaða, sem voru mjög svo verðmætir, og ef það átti ekki að verða fyrir afar tilfinnanlegu tjóni, varð að flytja timbrið fjær fljótinu strax að morgni sunnudagsins. Með birtingu á sunnudaginn vöktu verkstjór- arnir menn þá, sem stjórnuðu fílunum, og skip- uðu þeim að fara með hina stórvirku vinnuþjarka út á fljótsbakkann. Knaparnir fóru inn í réttina, sem fílarnir voru í, og settust á bak. En nú kom heldur en ekki babb í bátinn. Þessar vitru skepn- ur reyndust meinstaðar. Þetta var á sunnudegi, og fílarnir voru orðnir vanir því að hvfla sig á sunnudögum. Knaparnir reyndu á ýmsan hátt að laða þá, en árangurslaust. Lítil augu fílanna sindr- uðu af vonzku og þráa. Knaparnir nota gadda- svipur til þess að herða á fílunum við vinnuna, þegar mikils þykir við þurfa. Nú kom þeim sam- an um að beita svipunum. En það var eins og fflarnir hefðu gert ráð fyrir þessu og orðið ásáttir um, hvað gera skyldi. Um leið og svipurnar riðu á þeim, brugðu þeir rananum um mittið á knöp- unum, lyftu þeim rólega af baki og settu þá með varygð á réttargólfið. Fíll Iyftir stóru tré. Einn af knöpunum tók krókstjaka og hjó hon- um í eyrað á fílnum, sem hann var vanur að stjórna, og hugðist draga hann út. Fíllinn greip hann þá með rananum, sýnilega stórmóðgaður yfir þessu þjösnalega tiltæki, og fleygði honum út að réttarvegg, en þangað var 25 metra vegalengd. Svo tók fíllinn að vingsa sér til — eins og fílum er eiginlegt, þegar þeir eru sérlega ánægðir með sjálfa sig. Félagið varð að láta sér lynda, að fílarnir ættu fri. Framkvæmdastjórinn sagði síðar, þegar rætt var um þennan atburð, að framkomu fílanna hefði alls ekki valdið neinn dintur, sem í þá hefði dottið. Félagið hefði viljað komast að raun um, hvort slíku hefði verið til að dreifa, og tvo aðra sunnudaga hefði verið reynt að fá fílana til að vinna, en það hefði alls ekki tekizt. Og ekki hefði virzt vera um að ræða forystu neins eins af fíl- DÝRAVERNDARINN 63

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.