Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1952, Page 9

Dýraverndarinn - 01.04.1952, Page 9
DÝRAVERNDARINN 23 1. gr. Þá er sauðfé, geitfé og stórgripum er slátrað, skal þess gætt, að ein skepnan horfi eigi á slátr- un annarrar, og að þær skepnur, sem til slátr- unar eru leiddar, sjái ekki þær, sem slátrað hefur verið. 2. gr. Enga skepnu má deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartastungu, hvorki til heim- ilisnota né í slátrunarhúsum. Stórgripi skal deyða með skotvopni, svo og hunda og ketti, en sauðfé og geitfé með skoti, eða rota með helgrímu, eða öðru því- liku áhaldi. Alifugla skal hálshöggva með beittri öxi, eða þar til gerðri vél. 3. gr. Eigi mega aðrir deyða en fulltíða menn og áreiðanlegir, er kunna að fara með þau áhöld, sem nefnd eru í 2. gr. 4. gr. Þegar lundar eru teknir í holum, eða urð- um, eða kofur, er hannað að brúka járnstingi eða járnkróka. Allir netjafuglar skulu deiddir þegar í stað svo fljótt og kvalalaust sem verða má. Þar sem fugl er veiddur með bandingjum á fleka, skal þess vandlega gætt, að flekarnir liggi fyrir öruggum grunnfærum, svo að þá geti ekki slitið upp. Við þessa veiði skal gæta mannúðar. 5. gr. Þá er skepnur eru fluttar til slátrunar, skal það gert með fullri nærgætni, svo að þeim líði svo vel sem unnt er. Hross skulu járnuð, er þau fara úr heimahögum til útflutnings, ef um nokkra verulega vegalengd er að ræða, en ójárnuð á skipsfjöl. Ef sauðkindur, geitur, kálfar, eða aðrar skepnur eru fluttar á vögn- um eða bátuin, skal hafa eitthvað slétt og mjúkt fyrir þær til að liggja á, og binda skal fætur vægilega með mjúkum böndum, ef binda þarf. 6. gr. Eigi má brúka liross, sem eru hölt, meidd eða á annan hátt böguð, eða svo mögur, að þau hafa eigi fullan þrótt. Umhyggju og gott atlæti skal sýna öllum hrossum i hrúkun. 7. gr. Eigi má brúka vagnhross í stöðugri vinnu og dag eftir dag lengur en 10 stundir i sólar- hring. Þau hross, sem eru hrúkuð venjulegan vinnutima alla virka daga vikunnar, má alls ekki brúka á helgidögum. (Meira í næsta blaöi.) ----■----- Frá Dýraverndunar- félagi Aknreyrar. Félagið hélt aðalfund 4. apríl s.l. Ágrip af fundar- gerðinni og ársskýrslu formannsins, Eiríks Stefáns- sonar, kennara, fer hér á eftir: Úr skýrslu formannsins: Dýrasýningin, sem félag okkar hélt s.l. vetur, var áreiðanlega einn merkasti þátturinn í starf- semi þess á síðasta ári. Henni lauk sama dag- inn og aðalfundurinn var haldinn, svo að varla var hægt að gera fulla grein fyrir lienni þá og minnist ég hennar því nú. Hún var, sem kunnugt er, mjög vel sótt og varð því til þess að vekja athygli á félaginu bæði hér á Akur- eyri og víðar. Félagið efldist einnig mikið fjárhagslega við sýninguna, þvi að hreinar tekjur af henni námu kr. 5050,40. Er það mjög mikils vert, að félagið eigi jafnan nokkra eign i sjóði, því að það gerir því fært að sinna ýmsum þeim mál- um, sem fé kostar að framlcvæma, ef þörf kref- ur. Félagatalan óx allmikið á siðasta aðalfundi og þar á eftir. Mun það einnig mest fyrir áhrif frá sýningunni. Að vísu eru flestir nýju með- limirnir unglingar og börn, sem greiða aðeins kr. 2,00 í árstillag, svo að það styrkir félagið ekki mikið fjárhagslega, en vænlegra er að horfa til framtíðarinnar með þennan hóp ung- menna í félaginu en annars hefði verið. Félagið efldist þannig að öllu leyti við sýn- inguna, og var það þvi gott, að hún var haldin, en það má fyrst og fremst þakka þáverandi formanni sr. Pétri Sigurgeirssyni, og Jakobi Karlssyni, forstjóra, sem lánaði fuglasafnið. Svo sem kunnugt er, var veturinn í fyrra mjög snjóþungur, og sóttu þá smáfuglar mikið

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.