Dýraverndarinn - 01.06.1950, Síða 9
DtRAVERNDARINN
31
anum. En svo tók ekki betra við fyrir henni,
þegar tveir menn voru komnir og ógnuðu með
nærveru sinni. Skelfingin skein út úr augum
litla dýrsins, sem langaði sjáanlega að biðja
um frið, en var þó ákveðiö að verjast til síð-
ustu stundar. Viö horfðum á það litla stund,
en síðan læddist ég með aðra hendina niður
með bakkanum og tók utan um hálsinn á því,
Hausinn á
lágfótu
litlu sést
út úr um-
búðunum.
án þess þó aö meiða það. Brá þaö nú fljótt
við og ætlaði að beita öllum sínum vopnum,
sem vonlegt var, en fann þó fljótt, að það
var yfirbugaö og gaf upp alla vörn.
Við virtum það fyrir okkur, vöfðum það síð-
an inn í jakka og skoðuðum það dálitla stund.
Ekki gátum við hugsað til þess, aö svifta
þetta litla dýr frelsi sínu, en afréðum aö
taka mynd af því, úr því að svo vel vildi til,
að myndavél var með í ferðinni.
Á myndinni sést höfuð litlu tófunnar út úr
jakkanum, ef vel er að gáð, en hún er óskýr,
því að degi var tekið að halla, og filman var
á enda, svo að ekki var hægt að taka fleiri
stillingar.
Svo lofuðum við lágfótu litlu að fara út
í hina frjálsu náttúru og óskuðum henni
góðrar ferðar. Hún var ekki lengi að átta sig
og hljóp með fimum fótaburði yfir uröir og
móa svo langt sem við sáum.
Guðm. Ó. Guðmundsson,
Brekku, Ingjaldssandi.
— ^drá ijncýótu, leiendunum —
Jökull
Ég var í sumarbústað í Kaplakrika í Hafn-
arfjarðarhrauni. Þar voru 5 aðrir bústaðir.
Einn þeirra hét Sólberg. Þar var hundur, er
Jökull hét. Ég var hálfhrædd við hann í fyrstu,
því að hann var ungur og fjörugur. En eftir
því sem leið á sumarið minnkaöi hræðslan, og
við urðum mestu mátar. Alltaf þegar hann
sá mig, kom hann til mín. Eitt sinn, er ég
var að leika mér úti með krökkunum varð
mér litið upp að Sólbergi. Sá ég þá, hvar tveir
menn eru að elta Jökul um allt tún. Ég hljóp
upp eftir til að forvitnast um, hvað gengi á.
Jökull var búinn að koma auga á mig og kom
á harðahlaupum í áttina til mín. Ég hljóp nú
til húsbóndans og spurði hann, hvað ætti aö
gera við Jökul. Hann sagði mér þá, að þeir
væru að reyna að venja hann á að reka
hænsin heim á kvöldin.
Kvöld eitt nokkru síðar um 7 leytið varð
mér litið út. Sá ég þá, hvar Jökull gekk upp
túnið með milli 20—30 hænsni í eftirdragi
upp að hænsnakofa, og svo beið hann við hús-
ið, þangað til allar hænurnar voru komnar
inn. Þá labbaði hann í burtu.
Dagbjört Hafsteinsdóttir
12 ára.
Góðir v i n i r
Mér vefzt nú tunga um tönn, þegar ég á að
fara að segja frá einhverju dýri, sem mér hef-
ur þótt vænt um, því að í raun og veru þykir
mér vænt um öll dýr, sem ég hef umgengizt,
en það er nú hesturinn og hundurinn, sem
mér þykir sérstaklega vænt um. Og það er af
því, að hesturinn veitir manni svo mikla á-
nægju, þegar manni gefst tækifæri að sitja á
honum á góðum vegi. Svo þykir mér vænt um
hundinn, af því, að hann er alltaf svo tryggur
og vinalegur, aö minnsta kosti hundurinn, sem
ég hef mest kynnzt, og hann var alltaf fljótur
að hlaupa, ef ég þurfti á hjálp hans að halda.
Ég var í sveit s.l. sumar og kynntist þá eigin-
lega dýrunum í fyrsta sinn. Hundurinn á bæn-