Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.12.1948, Blaðsíða 9
DtRAVERNDARINN 63 fotjf'atfef'hduh í Póllah4i. Um þessar mundir er allmikið rætt um hrossaverzlun við Pólverja, enda hafa vcrið seld til Póllands nokkur hundruð islenzkra liesta þessi síðustu ár (sumarið 194(5 og s.l. liaust). En margir liér á landi eru andvígir út- flutningi lifandi hrossa og hel'ur svo alltaf verið, síðau slik viðskipti liófust. Er ástæðan að mestú leyti sú, að margt þessara veslings útlaga liefur orðið fyrir illri meðferð erlendis. Og enda þólt við íslendingar förum allra þjóða verst með liesta, það er að segja úti- gangslirossin, þá horfum við samt með trega á eftir útflutningshestum, hvar sem til þeirra sést á leið úr landi, og hugsum til þeirra með eftirsjá. Og það lel ég víst, að margur ungling- urinn i sveitunum, þar sem þessi útflutnings- vara — lifandi liestar — er á hoðstólum, ali með sér dýpri sársauka.en hann kærir sig um að láta í ljós, þegar markaðshrossin eru rek- in brolt, ef til vill sumir fullorðnir líka. Ég hýst við því, að menn geri sér ckki al- mennt háar hugmyndir um meðferð Pólverja á hroSsum sínum eða dýrum yfirleitt. Þjóðin er ekki sögð viðkvæm eða menning alþýðu á háu sligi. Hins vegar er þekking okkar Islend- inga á þessari fjarskyldu þjóð, almennt frem- ur fátækleg og ekki víst, að hún sé að öllu leyti byggð á traustum grunni. Dýraverndar- inn liefur því aflað sér allgóðra heimilda um viðhorf Pólvei’ja til dýraverndunarmálsins og fleira í ]>vi samhandi. Má af j)ví nokkuð ráða, hvernig algengast er, að þeir fari með húsdýr sín, þar á meðal hestana. Dýraverndunarfélög liafa lengi starfað i Póllandi. (f>að fyrsta stofnað 1864). Höfðu þau lengi verið starfandi víðsvegar um allt landið, ])egar stríðið skall á. Þau starfræktu, án stuðn- ings gnnars staðar l'rá, fjölda mörg sjúkraliús fyrir dýr, og höfðu þau sína sérstöku lækna. í horgunum voru löggildir umsjónarmenn, sem eingöngu höfðu það starf með höndum, að líta eftir. framferði manna, að því levti, sem snerti dýr á einn eða annan liátt. Þessi starfsemi féll niður, meðan á stríðinu stóð, eins og vænta mátti. og fyrst eftir stríðið állu pólsku dýráverndunarfélögin örðugt upp- dráttar, en eru nú sem óðast að rétta við aft- ur, og miðstjórn þessara samtaka, sem hefur aðsetur í Vax-sjá, hefur nú þegar Iiafið víð- tæka starfsemi. Núgihlandi lög Pólverja um verndun dýra voru útgefin 22. marz 1928. Er þar hannað að misþyrma dýrum, villtum dýrum, tömdum dýrum, villifuglum o. s. frv. Síðan er í tíu greinum lalið upp, livað teljast skuli til mis- þyrminga. 1) að nota veik, særð eða hölt dýr til vinnu og að liafa þau illa hirt, þar á nxeðal mjög óhrein. 2) að berja dýr í höfuðið, á neðri lilula holsins og' á fæturna neðan til. 3) að herja dýr með hverju því, sem hart er viðkomu, oddhvasst eða úthúið með einhverjum liætti þannig, að það geti valdið miklum sársauka. 4) að ofhjóða dráttax*- eða klyfjahestum með þyngslum, sem eru afli þeirra ofvaxin eða miðasl við hetri veg en þann, sem farinn er. Enn fremur að knýja slik dýr til meiri hlaupa en sanngjarnl er að ætla þeim. 5) að flytja dýr á milli, koma þeim fvrir eða knýja þau til göngu (t. d. í rekstri) á hvern þann Iiátt, sem hefur miklar líkam- legar þjáningar i för með sér. 6) að nota aktygi, ólar eða múla, sem valda sársauka, eða nota þessa hluti þannig, að notkun þeirra sé dýrum sársaukafull eða valdi meiðslum, nema s-likra hluta sé þörf við lamningar eða nauðsynlegar þjálfanir. 7) að nota dýr lil liverra þeirra tilrauna, sem leiða til dauða eða limlestinga eða hafa líkamlegar þjáningar i för með sér, nema j)egar vísindamenn, scm hafa heim- ild lil slíkra tilrauna, annast þær. 8) að gerðar séu skurðaðgerðir á dýrum mcð óhæfum áhöldum eða án þess, að nauð- synlegrar varúðar sé gætl eða hugsanlegr- ar viðleitni til að Idífa þeim við sársauka. 9) að hræða eða æsa dýr með illmannlegum hætti. 10) að fara ómannúðlega með dýr að nauð- synjalausu. Þar með lýkur Iiinum tíu greinum. En um leið og lögin gengu í gildi, var amtmönnum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.