Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Page 9

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Page 9
Ö Ý H A V E R N t) A R I K N 47 LILLA. Árin 1926—33 átli ég forustuá, sem ég kall- aði Lillu. Gekk hún á sumrin í svokölluðum Skógamannafjöllum á austurafrétti Mývetn- inga. Heldur þótti gangnamönnum Lilla erfið viðureignar í smölun svona fyrsta sprettinn, en eftir að búið var að yfirvinna hana og koma í aðhald fyrsta kvöldið, bar aldrei neitt á óþægð í henni. Og heima var hún þæg. Vorið 1932 átti Lilla tvö lömb, eins og ol't- ar, og var annað lambið svört gimbur, sem ég lét lifa og kallaði líka Lillu, því að gömlu Lillu var lógað um haustið, þegar sú yngri var veturgömul. Gekk yngri Lilla þvi tvö sumur með móður sinni í Skógamannafjöllum. En l'yrsla haustið, scm hún gekk austurfrá án þcss að vera i fylgd með móður sinni, hittu gangna- menn hana á sömu stöðvum og þólti hún ekki móðurbetrungur, livað óþægð snerti, en hún tapaðist þó ekki. Næsta haust á eftir kom Lilla ekki á fyrstu X’étt, og höfðu gangnamenn ekki orðið hennar vai’ir. En daginn eftir í’éttardaginn cr tekið eftir því, að kindur cru á hlaupum við girðingu, sem er nyi’zt á Neslandatanga, og liggur leiðin gegnum hlið á henni, þegar komið er úr afrétt heim í Syðri-Neslönd. Ég gcng út að girð- ingunni til að hyggja að þessum kindum. Þetta er ]xá Lilla með lambið sitt, sem þarna er kornin, og var hún nokkuð ferðmikil heim göturnar, þegar ég var búinn að opna hliðið fyrir liana. Þessa reglu hafði hún svo í fjögur ár, að hún lét ekki sjá sig í göngum, cn kom svo heirn að girðingunni, eða alla leið heirn, daginn eftir fyrsta rétlardag, ýmist bara með lanxb eða lömb sín, eða þá, að einhvei’jar fleiri kindur voru með lienni. En svo var það síðasta haustið, sem hún lifði. Þá kom hún ekki, eins og hún var vön, og bjóst ég við, að hún mundi hal'a farizt einhvern veginn og sennilegast, að lnin hefði stokkið niður í sveltistamp, og Jxótti mér aumt að hugsa til þess, ef slík hefðu oi-ðið ævilok Lillu. En því betur var þetta á annan veg, því að í öðrum göngum l'annst hún á sínum gömlu stöðvum, og var þá bara hæg og þæg og í’ek- in heim. Ég sendi Dýraverndaranum þessa sögu vegna þess, að mér finnst þessi liáttur Lillu sýna svo mikið vit. Hún vildi kornast hjá því að vex-a elt og í’ekin og þvælast svo á rétt. Hefur séð gangnanxenn og svo vitað, hvenær hún átti að koma heirn til að komast það óáreitt. — En hvex’s vegna brá hún vananum síðasta haust- ið? Fann hún á séi’, að henni ætti ekki oftar að auðnast að koma á fjöllin, og því viljað njóta unaðssemda fjallaverunnar sem lengst, eða kveið hún fyrir að koma hcim til mín í þetta sinn og dró það þcss vegna? — Ekki veit ég, hvað Lilla hefur hugsað þetta haust, en að hún kom ekki heim óneydd og létl í spori, eins og luin var vön, set ég hiklaust í samixand við það, að hún átti að deyja þetta haust. Tórnas Sigurtiyggvason, Otjeðslegaw' Tilmæli og áskorun. Burt með í’othöggið! Eigum við ekki öll, sem dýravinir viljum teljast, að sameinast um þá ki-öfu — vinna að þvi, að það verði bannað með lögurn að rota sauðfé, þegar því er slátrað, og aðeins skolvopn verði leyfð? Þessi aflífunar aðferð á sauðfé — að i-ota það — er ekki sæmandi siðuðum mönnum, miðað við öll þau mistök, sem raun ber vitni um. Ef tæki þau, sem notuð eru, væru ævin- lega í höndum þcirra manna, sem bæði hefðu næga samvizkusemi og kunnáttu til að beita þeim, gæti vel verið, að aðferð þessi væri sæmilcg, en slíkir menn virðast ekki vera á hverju strái. En hitt er víst, að þau verða sannkölluð píslartæki í höndum kærulausra klaufa. Mun það engan veginn ofmælt, að það sé mildu tíðari viðburður en daglegur við sláturhúsin sums staðar út um landið, að rot- liöggið mistakist og lömbin brölti veinandi i höndunx slátrarans. Þetta vita fjáreigendur, horfa á það ár eftir ár með eigin augum en þegja þó, liafa að

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.