Dýraverndarinn - 15.07.1918, Blaðsíða 2
66 DÝRAVERNDARÍNN
Þeir blóölituöu dropar
gefa góöa lyst,
Græögi vekja í dýrinu
sem jafnan er blóðþyrst.
Ógurlega garga
ungarnir smá,
Ýlfra, og krafsa veinandi
mold og steina grá.
Mæna fram í dyrnar
og móður sína á.
Því margoft hafði hún komið
með björg þaðan frá.
Alt af hafði hún áður
eitthvað þeim fært,
Alla á hverjum degi
— með litlu stundum — nært
En um svo langan tima
hún ekkert gaf þeim nú.
En aumingja móðirin
hugsaði sú:
„Óvitarnir mínir!
ekki vitið þið,
að úti fyrir dyrum
er beðið voða með.
Bani minn það verður
og banvæn ykkar neyð.
Burt frá því að komast
er ekki nokkur leið.“
Hver mjórómaður skrækur
móðurhjartað skar.
Magrir voru kropparnir
í holunni þar.