Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1918, Side 4

Dýraverndarinn - 15.07.1918, Side 4
68 DÝRAVERNDARINN var ekki til neins aS nefna þaö viö GuiSmund; hann mundi ekki farga Skeglu, hvaö sem í boöi væri. Nú var tíminn kom- inn og tækifæriö til aö ná i hana. Þeir voru færri þá, oflátungarnir meöial bændasona, en nú gerast þeir. En þarna í sveitinni var einn, er Iiögni hét, og lét mjög á sér bera. Hann átti sér konuefni, dóttur hrepp- stjórans, fríða stúlku og mannvænlega og talsvert loöna um lófana. A8 öðru leyti var hann laus og liöugur, leitaöi sér atvinnu hvar sem vera skyldi og ekki fremur þar i sveit en annarstaðar. Jarðnæöi átti hann að svo stöddu enga von í;. en var þó aö búa i haginn með því að koma sér upp skepnum til aö geta sett bú, þegar tækifæriö byöist. Frá því aö fréttist lát Gvendar paufa um veturinn, hafði Högni alt af talið vist, aö hann næöi einhvernveginn i Skeglu — með aöstoö tengdaföður síns tilvonandi. Hann var oröinn svo vanur aö velta því í huga sér, hve fögur sjón yröi aö sjá unnustuna sitja á Skeglu, spilandi fjörugri og sumarsælli, aö honum fanst stundum nærri því hann vera orðinn eigandi a® henni. En nú átti hana enginn; nú áttu allir jafnan kost á að eignast hana. Þaö tók ekki langa stund að bjóöa upp ruslið, sem Gvendur lét eftir sig; það voru reiðtýgin hans og fatnaöur, sem nokk- urs var virði. Seinast kom Skegla. Hún stóö hjá hrossum upp- boðsgestanna á hlaðinu, og bar af þeim öllum að fegurö; þau voru flest fremur grönu og ógengin úr hárum; en utan í lær- unum og niður úr kviðnum á þeim færustu héngu skarn- drönglarnir, sem íslendingar segja að skarti svo vel á reið- hestum, að minsta kosti hvergi betur. Skegla var svínalin og hafði kastaö vetrarhamnum. Vinur hennar hafði séö svo um, aö nóg var af heyjunum, og sá sem tók við pössun hennar eftir aö hann féll frá, kæröi sig ekki um að fyrna, eins Og nú stóð á. „Þá er ekki annað eftir en merartátan," sagði hreppstjór- inn, og allir hópuöust utan um Skeglu á hlaðinu. Dræmt var boöið og ekki hátt. 70 kr. var fyrsta boð, og 5 kr. var lægsta yfirboð. Þegar komnar voru 90 kr., leit uppboðshaldari til Högna, en hann haföi enn ekkert boð gert. Einhver nefndi 95, og rétt á eftir bauö Högni 100. I sama bili féll hamarinn. Högni var orðinn eigandi Skeglu fyrir 100 kr.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.