Dýraverndarinn - 15.07.1918, Blaðsíða 6
70
DÝRAVERNDARINN
leysur, að eins sér til skemtunar. Svo reyndist þeim nú báö-
um húsfreyju og Skeglu, aö þær væru seldar í ánauS. Næsta
vetur stóö Skegla í húsi meö öðrum heimilishrossum í dimmu
og óhreinlegu hesthúsi og neytti meö þeim molanna af borö-
um hins fénaðarins; moð og rekjur og ruddi var nú látiö í
stallinn, þegar útigangurinn brást. Hún undi þessari æfi illa,
og hélst ver viö en hin hrossin, sem voru útiganginum vön,
og moöi og rekjum í innistööum.
Þegar Skegla var 15 vetra, þurfti Högni aö fara lokaferö
til Suöurnesja. Hross átti hann 7 tamin, en þurfti 5 til ferö-
arinnar. Öll voru hrossin horuð, og var orö haft á, aö ekkert
af hrossum Högna væri „lokafært" þetta vor. En lokafært
var þaö hross taliö þar í sveit, sem ekki var holdlausara en
svo, aö stinga mætti sjóvetlingi milli læranna á því, án þess
hann dytti niður.
Högna grunaði þennan vetur, aö Skegla væri meö folaldi,
og þótti þó óliklegt, því aö hún haföi aldrei átt folald áöur.
En þegar fram á vorið kom, varö sá grunur hans aö vissu,
og þótti þá ráöin gátan, hví hún haföi hafst svo illa viö um
veturinn. En þaö hélt hann, aö óhætt mundi aö fara meö hana
í lokaferðina, því aö varla mundi hún kasta fyr cn um Jons-
messu.
Daginn áður en Högni ætlaði aö leggja upp, voru hrossin
rekin heim til að járna þau. Tvö þeirra voru svo þróttlaus
af megurð, aö ekki þótti takandi í mál að fara með þau. Þá
var haldið sjóvetlings-prófiö, og stóöust allir prófið nokkurn-
veginn, nema Skegla; hún reyndist ekki „lokafær".
Högna ])ótti nú aö vísu vandast máliö, en hélt þó að Skegla
stæöi svo á gömlum merg, að hún dygöi á viö suma hina,
og réö af, aö fara með .hana. Laus átti hún að ganga suöur,
en svo ráðgeröi Högni aö „hengja á hana hnakkinn sinn“ heim.
Morguninn eftir að lagt var upp, var Skegla ekki með hin-
um hrossunum, þegar þau voru sótt; var lengi leitað, en hún
fanst hvergi. Högni varö aö halda áfram ferö sinni án henn-
ar; bjóst við, aö hún heföi fariö heim að Miðhóli, og lét það
gott heita. En þegar heim kom, vitnaöist þaö, aö þangað haföi
hún ekki komiö.
Svo leið fram yfir miðsumar, að ekki spurðist til hennar;
en þá var það, að gmalinn á Brekku fann hana dauba á sömu