Dýraverndarinn - 15.07.1918, Page 16
&0
bÝRAVERNDARÍNN
unum viS vatnsþróna austan til í bænum, og alt eins fyrir
þaö, þó að þeinr hafi veriö vatnaö ofar meö veginum.
Einhver kann aö gleyma þessu, sem þó er svo sjálfsagt, aö
allir ættu aö muna, og því væri allra hentugast aö hafa vatns-
þró í sjálfri hestaréttinni.
Vill ekki einhver dýravinur í bæjarstjórninni færa þetta i
tal viö starfsbræöur sina þar?
Dýraverndunarfélag Skagafjarðar
var full-stofnaö 17. júní í sumar. Heilládagur! Veröi hann
iíka heilladagur fyrir skepurnar í Skagafiröii!
Vænt þætti „Dýraverndaranum" aö fá aö vita um dýra-
verndunarfélög, sem stofnuð eru, hverjir hafa gengist fyrir
stofnun þeirra og hve margir hafa gengið í þau.
Húnvetningar
og aðrir, sem leiö eiga um á Blönduósi, geta borgað „Dýra-
verndarann“ til hr. verslunarm. Helga Konráössonar þar, ef
þeim þykir þaö hægra en aö koma peningunum til mín.
Jóh. ögm. Oddsson.
(afgreiðslumaður).
„DÝRAVERNDARINN" kemur út að minsta kosti 6 sinnum á ári. —
Myndir i flcstum blööunum. — Árg. kostar að eins 50 aura. — 20 pct.
sölulaun af minst 5 eint. — Gjalddagi er í júlimánuði ár hvert. — Dug-
legir útsölumenn óskast. — Afgreiðslu og innheimtu annast
JÓH. ÖGM. ODDSSON, Laugavegi 63, Reykjavik.
Útgefandi: Dýravemdunarfélag íslands.
Ritstjóri: Jón Þórarinsson.
Félagsprentsmiðjan.