Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.09.1928, Blaðsíða 10
40 DÝRAVERNDARINN DÝRAVERNDARINN kemur út 8 sinnum á ári og kostar kr. 3,00 árgangurinn. Þeir kaupendur, sem eiga eftir ógreitt blaSiö, eru hjer meS mintír á að greiSa það sem allra fyrst. — Nýir kaup- endur óskast. 20% fá þeir, sem útvega 5 kaupendur og þar yfir. Afgreiðslumaður pORLEIFUR GUNNARSSON, Fjelagsbókbandið, Reykjavík. og þá mun hinn tvístraSi næturfundur veslings sak- leysingjanna sameinast aftur í friösælum, þakk- látum fuglasöng. X. Á verði. 17. júní síSastliðið sumar var íþróttamót háS hér á Íþróttavellinum, eins og venja hefir veriS. Fólk- iS þyrptist „út á völl“, til þess aS horfa á þaS, sem þar færi fram. Nokkrir menn tóku eftir ]dví, að rjett viS innganginn stóS drengur, eins og straum- brjótur fyrir fólksflóSinu, og bægSi því frá ákveSnr um staS þar í námunda viS innganginn. Hafði hann og girt fyrir þennan blett meS vír, en stóð þar sjálfur á verSi til frekara öryggis. Þegar aS var gáS, kom í ljós, aS máríuerla hafSi gert sjer þarna hreiö- ur. Drenguinn var aS vernda hana og unga hennar. Þarna stóS hann allan daginn og langt fram á nótt. Vitanlega átti hann oft fult i fangi meS aS verjast átroSningi og yfirgangi fólksins, sem ruddist inn á völlinn meS gauragangi miklum, eins og viS þekkjum hjer í Rvík. Þó fjekk hann verndaS þessa skjólstæSinga sína og urSu þeir seinna „fleygir og færir“. Piltur þessi heitir Ríkarður Runólfsson, inn- heimtumanns, og er þjónn á kaffihúsi Rósenbergs hjer í bænurn. Slík framkoma sem þessi er þess fyllilega verS, aS henni sje á lofti haldiS, og mun RíkarSur Runólfsson eiga eftir aðra ennþá göfugri varSstöSu, einhverntíma seinna í lífinu. Mun, hann þá standa á verSi fyrir mannlega sál eSa gott mál- efni. Óskandi væri, aS meSal íslenskra æskumanna, „v 0 rmanna íslands", væru margir slíkir v a r S- menn. Ritfregn. Einar Þorkelsson: Hagalagðar. Hjer eru á ferSinni nokkrar smásögur. Heita þær: „MunaSarleysinginn“, „Á banasænginni“, „Lært hjá ömmu“, „Kápa“, „Mera-Grímur“, „Rödd- in“, „VarSengillinn“, „ÓlíkindartóliS" og „Heim- þrá“. — Þrjár af sögum þessum : „Lært hjá ömmu“, „Kápa“ og „VarSengillinn", hafa birst í þessu blaSi og eru þvi lesendum þess kunnar. Allar eru sögur þessar vel sagSar. AS vorum dómi er þó „VarS- engillinn" besta sagan. Hún er mesta listaverkiS. Þar er brugðiS upp myndum meS fáum, skýrum, hiklausum dráttum, — engu ofaukiS. Sögur eiga aS vera þannig sagSar, aS þær sjeu eins og högg- myndir. Sumum finst sarnúð sú meS dýrum, er fram kem- ur í sögum Einars, vera of viSkvæm, jafnvel væm- in. En til er áreiSanlega tvennskonar miskunn- semi. Önnur (og lægri) tegund miskunnseminnar byggist á samkend meS þeirri veru, er þjáist, og dæmir hún um ástandiS frá sjónarmiSi þeirrar sjer- stöku veru. Vissulega er langt komið á vegi kær- leikans, þegar þessu stigi er náð. En æSra stig er til: Hin (æSri) tegund miskunnseminnar byggist líka á samkend meS þeirri veru, er jijáist, en hún dæmir frá sínu eigin sjónarmiSi, frá sjónarmiði vitundar, sem er viStækari og æSri, og þekkir meiri og dýpri sælu, en líka þyngri þrautir. Sú tegund miskunnseminnar finnur stundum meira til meS þeirri veru, er þjáist, heldur en veran sjálf. Þ e s s- arar miskunnsemi mun kenna, eigi óvíSa, í sög- um Einars. — Um umbúSirnar má altaf deila. En þaS eitt er víst, aS Einar er gæddur miklum rit- höfundarhæfileikum. „Dýraverndarinn" mælir hiS besta meS ])essutn „hagalögSum“ hans, og þorir aS fullyrSa, aS í þeim sje góS og ósvikin ull! Prentvilla. í sögu Einars Þorkelssonar í síSasta blaSi, bls. 27, 2. línu aS neSan, var þessi prentvilla: rnatar 1 y s t i n — í staS matar v i s t i n. Ritstjóri: Grétar Fells. Útgefandi: Dýravemdunarfélag íslands. FélagsprentsmiSjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.