Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1928, Blaðsíða 10
'DÝkÁVERNDARltíN '4& DÝRAVERNDARINN kemur út 8 sinnum á ári og kostar kr. 3,00 árgangurinn. Þeir kaupendur, sem eiga eftir ógreitt blatSið, eru hjer meö mintír á aö greiöa þaö sem allra fyrst. — Nýir kaup- endur óskast. 20% fá þeir, sem útvega 5 kaupendur og þar yfir. Afgreiðslumaður pORLEIFUR GUNNARSSON, Fjelagsbókbandið. Reykjavík. ættu að vera í hverri sveit. Börnin eru að visu ekki ómálga dýr, og geta kvartað, en þeim kvörtunum er ekki ætíð sint. Fööur- og móðurlausu börnin eru mörg, og sum litið betur farin i foreldrahúsum. Má vera að einhver segi, að eftirlit með börnum sje óþarft nema i kaupstöðum og þá einkum i Reykjavík. jeg var kunnug i sveitum, og jeg man það vel, að börnum var víða ofþjakað með vinnu, þau vantaði klæðnað í kuldum og höfðu ilt og litið fæði. Þetta var svo að segja á öðruhverju heimili. Ýms þessara barna urðu heilsulítil að einhverju meira eða minna leyti. Þau kvörtuðu ekki, því að fyrir engum var að kvarta. Þó að einhver kynni að hafa íundið til með þeim, var hann ekki þess megnugur aö bæta úr vand- kvæðunum. En þeir, sem það gátu, virtust ekki sjá eða finna til þess, sem ábótavant var. Ekki var það ótítt, að unglingar smöluðu fje upp um fjöll og af- dali meö sár á fótum af illum fótabúnaði, svöng og þreytt. Þegar heim kom, var þeim tekið með skömm- um, ef alt var ekki i því lagi, sem gerðar voru kröí- ur til af þeim eldri. Þetta sama fólk las „húslestra" alt árið um kring, fór til kirkju þegar þess var kost- ur og bað bænir kvölds og morguns. Flestir fóru mæta-vel með skepnur sínar, þeir vissu, að þá gerðu þær þeim betra gagn. Jeg býst nú við að þið munuð segja, að nú sje öldin önnur. Þar til vil jeg svara: Takið eftir sumu unga fólkinu hjerna i Reykjavik, sem er alið upp i sveit. A því er ellibragur löngu fyrir aldur fram. Mjer detta stundum í hug gamlir áburðarhestar, þeg- ar jeg athuga svipinn á sumu unga fólkinu, sem kemur úr sveitinni. Enda er auðsjeö hvert stefnir. Um leið og unglingarnir komast á þann aldur, að þeir geti verið sjálfbjarga flýja þeir sveitirnar og flytja til haupstaðanna. Best er að liggja þeim ekki á hálsi fyrir þetta, heldur reyna að bæta svo kjör þeirra í sveitinni, að þeir tolli, en taki ekki það ör- þrifaráð, að yfirgefa foreldrahúsin straks og þeir sjá sjer annars úrkosti. Barnavinafjelög, sem stjórn- að væri af góðum konum, gætu þarna komið miklu góðu til leiðar. „Það, sem þjer geriö einum af Jjess- urn mínum minstu bræðrum, það gerið þjer mjer.“ * Dýravinir. Viljið þér kenna börnum yðar aö elska alla smæk ingja Drottins? Viljiö þér áminna meðbræður yöar u.m aö vera góöa viö öll dýr? V iljrö þér kynna yður alstaöar sem dýravini? Dýr finna til eins og menn. Dýr þjást eins og memn. Dýr elska eins og menn. Dýr geta ekki talað eins og menri. Dýr geta ekki hugsaö eins og menn. Dýr hafa ekki eins skarpan skilning og menn. Dýr eta og drekka og sofa, eins og menn. Dyr fæSast og deyja, eins og menn. Dýr lifa eftir dauSanm, einis og menn. Dýr starfa, eins og menn. J)ýr njóta kærleika Guðs, eins og nienn. Dýr eru gædd guödómlegu lifi, eins og'menn. Dýr hafa rjettindi, engu siöur en skyldur. Dýr þarfnast verndar, í staö liiröuleysis. Dýr þarfnast samúöar, í staö grimdar. Dýr eru oft læstu vinir manna. Dýr eru oft tryggustu þjónar manna. Hvernig launa mennirnir ?' (Þýtt úr ensku). Jéitstjóri: Grétar Fells. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. FélagsprentsmiSj an.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.