Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 8
2
DÝRAVERNDARINN
saman hroÖanum, sem safnast hafði unclir gólfið.
Af vana hnýsni fór eg aÖ róta í þessum óþverra,
og hvað mundi eg finna? Eina snigilskelina mína.
— Eg ætla mér að eiga hana, og hugsa að auðveld-
ara verði að gæta hennar nú, heldur en meðan hún
stjórnaðist af lifandi veru, sem þráði frelsi og greip
fyrsta færi sem bauðst, til að komast úr fangelsinu,
þó framundan væru opnar glufur og aðrar torfærur,
sem hinir sniglarnir hafa sennilegt lent í. Eg hefi
ekkert séð eftir af þeim.
Eg hefi stundum verið að brjóta heilann um, hvað
honum „Andra okkar“, svo sem Jónas Hallgrímsson
kallaði H. C. Andersen, hefði getað orðið úr sögu
sniglanna minna. Er sem eg sjái hann útmála alt
þeirra lífshlaup, frá þvi þeir verða til og skelin vex
með þeim þar til þeir eru fullvaxnir, njóta lífsins í
kálgarðinum, vera stungnir upp með kartöflunum,
látnir í poka og dembt niður i lest á stóru skipi,
hreppa storma og heyra haföldurnar skella á skipinu,
taka land og komast inn í Matardeildina í Hafnar-
stræti og síðast heim i litla eldhúsið mitt, vera þar
þvegnir, bornir inn í stofukytruna mína og látnir á
hlýlegasta og bjartasta blettinn þar, með nægu fóðri,
þráðu samt bera loftiö og ótakmarkað rúm og gripu
tækifærið þegar það gafst, til að kanna óhindraðir
ókunna stigu, lenda í nýjum raunum; skelj ungurinn
minn endar líf sitt milli þaks og gólfs á svölunum, og
skelin verður öskjuprýði hjá mér, og hinir lenda hvar ?
Það veit skáldið eitt. Mig hefir jafnvel langað til að
reyna mig á þvi að skrifa sögu þeirra, eins og mér
finst hún viðburðaríkust og glæsilegust, en eg ger-
ist ekki svo djörf að skrifa æfintýri. Eg álít að til
þess þurfi meira en eg hefi yfir að ráða.
Tlieódóra Tlioroddsen.
Forustu-Gránl.
Haustið 1881 lagðist vetur snemma að í Norður-
landi, og mátti segja, að svo væri um fullan áratug,
eða frá 1879—1890. Sum þessi ár urðu líka fellis-
ár á Norðurlandi, og flosnaði þá margur upp, er
við búskap fékst, enda flýðu ýmsir land á þeim
árum, bæði bændur og búleysingjar, og fluttu til
Ameríku. Og öndverðan þennan vetur (1881) flutt-
ist eg alfarinn úr Norðuralndi til Reykjavíkur, en
átti áður heima á bæ þeim, er Þóroddsstaðir heita:
stendur hann austanvert við Hrútafjörð, en and-
spænis Borðeyri.
Síðari hluta októbermánaðar þetta haust, hlóð nið-
ur all-miklum snjó, svo að hýsa varð alt fé á þess-
um slóðum. Þó var fé haldið til beitar á degi hverj-
um og lömb ekki komin á fasta gjöf, en látin fylgja
fullorðna fénu.
Morgun einn sem oftar var eg látinn reka féð í
haga upp á Hrútaf jarðarháls (milli Þóroddsstaða og
Reykja), og átti eg að standa yfir þvi þar um dag-
inn og reka það svo heim til húsa að kveld.i Var
snjóléttara þar efra í brúnunum og ofan við þær, og
grynnra að krafsa þar til jarðar, en neðar í hálsin-
um. Veðurútlit var ljótt, frostnæðingur og sleit úr
honum öðru hvoru.
Mér sóttist reksturinn sæmilega upp eftir, enda
var i hópnum ágætur forustusauður, sem réði ferð-
inni. Þó hafði eg stundum áöur séð hann renna djarf-
ara á undan hópnum. Þennan morgun virtist hann
undarlega tregur, eins og honum væri um og ó að
leggja á hálsinn; stundum nam hann staðar og leit
þá aftur yfir hópinn og til mín, en hélt þó jafnan
áfram, þegar eg nálgaðist hann og benti honum. For-
ustu-Gráni var þá 12 vetra, ullarsnoðinn og rýr, og
flaug mér í hug, að þessi tregða hans stafaði af
því að hann væri orðinn kulvís, gamla skarið. Hafði
oft verið talað um að lóga honum og ákveðið aS
gera það siðar um haustið, þegar sláturstörfum væri
lokið.
Þegar upp á hálsinn kom, tók féð að krafsa, og
stóð vel á, þrátt fyrir éljagang öðru hvoru. Þó sinti
Forustu-Gráni lítið krafstrinum; hann leit varla í
jörð, svo eg tæki eftir, stóð stundum og hímdi eða
rölti innan um fjárhópinn, og stjakaSi þá við félög-
um sínum, eldri sauðunum.
Þegar leið að nóni, fóru élin að þéttast, og eftir
örlitla stund var skollin á ofsa norðanhríð með mik-
illi fannkomu og grimdarfrosti. Sá eg þá, að ekki
var til setunnar boðið, og flýtti mér að fara í kring-
um féð og hóa því saman. Reyndi eg svo að nudda
þvi af stað heimleiðis, en lömb og fullorðið fé vill
oft ekki veröa samrekstra, einkum þó í fyrstu snjóum
og hríðum, enda fór svo í þetta sinn. Lömbin vildu
standa þar sem þau voru komin, en fullorðna féð