Dýraverndarinn - 01.03.1930, Side 10
4
D ÝRAVERNDAIUN N
Tunga og umbæturnar þar.
Tunga; íbúðarhúsiS lengst til vinstri, hlaða og aðalhesthúsið til hægri.
I.
í 4.—5. bl.'Dýraverndarans síðastliÖi'Ö ár, bls. 42
—43, birtist grein um verndarstöðina í Tungu, og
er þar lýst all-ítarlega „hvílíkt nauðsynjaverk mann-
úðar og menningar hefir unnið verið með stofnun
'hennar"; og verður það ekki rakið frekar að þessu
'sinni. En jafnframt var á það bent, að enn væri mikið
óunnið af nauðsynlegum umbótum i Tungu, og þess
getið, að í þær mundi ráðist þá innan stundar.
Hafa gripahúsin um langt skeið verið af vanefn-
um ger, aðalhesthúsið dimt og lágkúrulegt, bás-
um illa komið fyrir og ýmislegt fleira, sem ábóta-
vant þótti. Hafði stundum verið á þetta bent á aðal-
fundum félagsins, og farið þess á leit við stjórn-
ina, að hún fyndi ráð til að bæta úr þessu. Viður-
kendi stjörnin þörfina, en bar jafnan fyrir sig fá-
tækt félagsins og breytta aðstöðu síSari ára.
Og þar við sat.
Þegar ráðist var í að kaupa Tungu og koma þar
upp verndarstöð dýra, var búist við að stöðin mundi
hafa allmiklar tekjur af því að hýsa og geyma hesta
ferðamanna, sem hingað sæktu til bæjarins haust og
vor, og þó sérílagi þeirra, sem hingað kæmu laus-
ríðandi að vetrinum eða þyrftu á þeim tíma að flytja
fát á hestum frá og til heimila sinna. En eins og
kunnugt er, hafa slíkar ferðir að
mestu lagst niður, síðan bifreiðir
tóku að sér að annast alla mann-
og vöruflutninga austur yfir fjall
og hingað suöur. Er það þvi næst-
um undantekning, móts við það
sem áður var, að ferðamannahest-
ar sjáist hér i borginni, nema þá
lengra að komnir, og þá aðeins
haust og vor. Vetrarferðir með
hesta hingað til bæjarins eru svo
að segja horfnar úr sögunni, og
er það sizt að lasta hestanna
vegna, sem oft voru miður haldn-
ir í vondri færð og illviðrum, viö
að In-jótast yfir heiðarnar hér nær-
lendis. En þessi breyting, sem orð-
ið hefir vegna bættra samgangna
og fullkomnari farartækja, hefir
komið mjög hart niður á rekstri
Tungu. Þar hafa hesthúsin staðið auð tímunum sam-
an, tekjurnar rýrnað ár frá ári, og sum árin orðið
all-verulegt tap á rekstrinum. En slíkt er mjög baga-
legt fyrir fátækt félag, sem úr litlu eða engu hefir
að spila, en vill þó láta margt gott af sér lei'ða.
Sáu félagsmenn lika, að við svo búið mátti ekki
standa, og að eitthvað þurfti að gera til þess, að
rekstur Tungu gæti betur borið sig. Hafa komið
fram ýmsar tillögur í þessa átt, en sú tillaga feng-
ið einna beztan byr, að taka af bæjarmönnum hesta
til vetrarfóðrunar í Tungu. Hafa nokkrir hestar
verið fóðraðir þar undanfarna vetur, en of fáir til
þess, að bjarga rekstri stöðvarinnar. Létu ýmsir hest-
eigendur ótvirætt í ljósi, að þeim líkaði ekki húsa-
kynnin þar, og á meðan sú væri almenn skoðun hest-
eigenda, þurfti ekki að gera ráð fyrir mikilli aðsókn.
II.
Síðastli'ðið ár rýmkaðist fjárhagur félagsins lítils-
háttar, og lét stjórnin þá ekki á sér standa. Hún
hófst þegar handa, og hefir nú látið framkvæma
margháttaðar og kostnaðarsamar umbætur, bæði inn-
an og utan fénaðarliúsanna i Tungu, sem þó er ekki
að öllu lokið enn. Þykir nú hlýða, að skýra nánar
frá framkvæmdum stjórnarinnar í þessu efni.