Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 22

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 22
DÝRAVERNDARINN 16 Til lesenda blaðsins. Einar Þorkelsson hefir ekki treyst sér til, heilsu sinnar vegna, aÖ halda áfram ritstjórn Dýraverndar- ans, og hefi eg, fyrir beiÖni stjórnar Dýraverndunar- félags íslands, tekiÖ að mér að sjá um blaðið fyrst um sinn. Er skylt að þakka Einari Þorkelssyni vel unnið starf, þann stutta tíma, sem hann hafði ritstjórnina nreð höndum, og verður að telja það mikið tjón, að hans skuli ekki lengur við njóta um útgáfu Dýra- verndarans. Geng eg þess og ekki dulinn, að eg hefi færst mik- inn vanda í fang, er eg nú gerist eftirmaður Einars Þorkelssonar um ritstjórn Dýraverndarans. Finn eg vel, að mig skortir flest til þess að feta í fótspor fyrirrennara míns. En góðan vilja skortir mig ekki til þess að reyna að leysa þetta starf af hendi eftir beztu getu minni. Eg vona, að allir góðir menn og dýravinir, hvar sem eru á landinu, styrki mig til þess að efni blaðs- ins verði bæði fjölbreytt og skemtilegt. Greinar um dýraverndun og góða meðferð dýra, sögur um dýr og vísur og kvæði, alt verður þetta þakksamlega þegið og birt í blaðinu er.ástæður leyfa. Sérstaklega vona eg þó, að þeir mörgu menn og konur, sem birgðu blaðið að efni i ritstjórnartíð fyrirrennara mins, haldi áfram að gera það, og láti ekki Dýra- verndarann gjalda þess, að annar maður er seztur við stýrið. Einar E. Sœnnmdscn. Formaður Dýraverndunarfélags Islands biður að láta þess getið, út af fyrirspurnum sem honum hafa borizt viSvíkjandi kærumáli því, sem á er drepið i skýrslu hans á bls. 14 hér að framan, að hann hafi nýlega átt tal við skrifstofustjórann í dómsmálaráðuneyt- inu, og að góðar horfur séu á, að málið verði Ijráð- um til lykta leitt, svo að við megi una. Fréttir frá Alþingi um mál sem dýraverndun varða biða næsta blaðs. DÝ R AVE R N DA R.l N N kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári. Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er gefiö út hér á landi- Árgangur hans kostar að eins 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er aS vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siöbót, sem fram kemur í verndun málleysingja og miskunnsemi viö munaöarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og í honum munu veröa ritgeröir og sögur ef.tir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góöra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitaö liðsinnis kennara og ungmennafélaga um aö kynna blaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur aö Dýravemdar- anum, eöa fleiri, fá 20% í sölulaun. Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga ógreitt andviröi hans, eru vinsamlega beönir aö gera skil sem allra fyrst. Afgreiðslumaður ÞORLEIFUR GUNNARSSON, form. Dýraverndunarfél. íslands. Félagsbókbandið. Reykjavík. Lesendur eru beðnir að afsaka drátt þann, sem orðið hefir á útkomu blaðsins. Stafar hann meðfram af ritstjóra- skiftunum svo og ]jví, að í sama mund og núverandi ritstjóri tók við blaðinu, lagðist hann veikur. Því hafa nú verið feld saman 1. og 2. blað, og jafnframt ætl- ast til aö 3. blaðið komi út um miðjan mánuð. Allar greinar og annað efni, sem birtast á í blaðinu, sendist ritstjóranum, og er utanáskrift hans: Einar E. Sæmundsen, Reykjavík. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Ulgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. FélagsprentsmiCjan.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.