Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 9

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 9
DÝRAVERNDARINN 3 seig áfram. Miða'Öi mér lítiÖ, enda harÖnaíSi veÖrið, og eftir örskamma stund sta'Önæmdist alt féÖ í ein- um hnapp og vildi ekki halda áfram. Varð mér þá ekki um sel, enda var eg óharðnaður unglingur, a'S- eins 15 ára, og einn míns liðs fjarri bæjum í grenj- andi hríð og grimdarfrosti. Þó var mér ekki í hug að yfirgefa féð aö svo stöddu, en ætti mér að auðn- ast að koma því heim, var mér ljóst, að eg hafði ekki á annað en treysta en Forustu-Grána og hund- inn minn, sem Sörli hét, og var bráðduglegur fjár- hundur. Til þess að koma fénu heim til húsa, var um tvær leiðir að gera. Önnur var sú, aS sniðskera sig niður hálsinn og sem næst því, er eg hafði farið um morg- uninn. Sú leið var mun styttri og heldur undan veðr- inu að halda, en þó torsóttari í slikri fannkomu, vegna gilja og skorninga í hálsinum. Hin leiðin var að reka féð lieint niður hálsinn til sjávar, og svo heim eftir fjörunum á móts við bæinn; var stuttur spölur frá sjónum heim, og vissi eg að kæmist eg þangað, mundi ekki skorta hjálp til að koma fénu heim. Taldi eg mig því öllu óhultari, að velja þessa leiðina, þó að veðrið væri meira á hlið niður háls- inn. Fór eg því fram með fénu og beindi Grána á leið. Var engu líkara, en að hann hefði verið að biða þess, að eg veldi þá leið, því að samstundis tók hann á rás, og var þá ekki mikið hikandi. En svo var færðin orðin slæm, að oft varð hann að snúa til baka og að hópnum, til þess að lokka hitt féð á eftir sér; jarmaði hann þá stundum til félag- anna, eins og hann væri að hvetja þá til framgöngu. Veðrið fór versnandi og þyngdist færðin að sama skapi. En Gráni lét engan bilbug á sér finna, og var ótrauður og álcveðinn um að brjótast áfram. Hann henti sér í skaflana og tróð þar braut, til þess að létta þeim gönguna, sem á eftir komu, og var aðdá- anlegt að sjá, hve vel honum sóttist. En þó fór svo, að lokum, að hann ætlaði sér ekki af, og varð kappið og ákafinn honum um megn. í einum skaflinum sá eg að hann lagðist fyrir og bærði ekki á honum, er allur fjárhópurinn staðnæmdist. Þegár eg kom að Grána, brá mér heldur en ekki; hann lá þar á hliðinni og vætlaði blóð fram úr munni hans og nösum. Þóttist eg þá sjá fram á, að eg kæmi aldrei fénu niður að sjónum hjálparlaust, en fanst ])ó sárast, að þurfa að skilja við Grána eins og ástatt var. En í sömu svifum bar þar aö tvo menn að heiman, sem sendir voru mér til hjálpar. Þegar þeir sáu hvernig komið var, brá annar þegar við og skundaði heim til bæjar, og sótti mann og brekán. Var Gráni svo borinn heim og alt reynt, sem upp- hugsanlegt var, til þess að bjarga honum við. En það var um seinan, og öll hjálp og nákvæmni árang- urslaus. Lífið smáfjaraði út, og eftir skamma stund var Gráni dauður. Og það má bæta þvi við, að allir heimamenn hörmuðu, að slík skyldi verða örlög hans. — Forustu-Gráni hafði um dagana marga hildi háð við norðanhríðar og fannkyngi, en jafnan borið sig- ur af hólmi. Og eflaust hafði hann oft bjargað fjölda fjár frá því að farast eða fenna, þó að það verði ekki rakið hér. í háttum sínum var Gráni að ýmsu leyti mjög ein- kennilegur. Þegar tíð var góð, og engin veðrabreyt- ing nærri, lá hann ætíð fram við dyr í sauðahúsinu á morgnana, þegar hleypt var út. En væri veður vont eða útlitsljótt, hélt hann sig inn við gafl, og vildi þá ekki fara út, eða varð þá jafnan síðastur. Þegar svo bar við á síðari árum, var sagt um hann, að hann væri orÖinn krumpinn og kulvís, en þó var hann drifinn út með harðri hendi. Og svo hafði einn- ig verið þennan síðasta morgun sem hann lifði, þó að eg fengi eldci aö vita það fyr en síðar. Þegar voraði vel, leitaði hann snemma til afrétt- ar, og varð þá að hafa góðar gætur á að rýja í tæka tíð sauði þá, sem með honum voru. Annars töpuð- ust þeir í ullinni. Um ullina af sjálfum honum var minna hirt; hún var bæði snoðin og ljót, enda var hann ekki rúinn síðustu árin. Aldrei lét hann smala sér af fjalli, en kom vana- lega heim á kvíaból viku fyrir göngur, og fylgdu honum þá sauðir þeir, sem slæðst höfðu með hon- um um vorið. Af kvíabólinu hvarf hann strax eftir að hann varð þess var, að eftir honum hafði verið tekið, og sást svo stundum ekki alt haustið, fyr en veður spiltust, og taka varð fé á gjöf. Var mönn- um það jafnan ráðgáta, hvernig hann gat leynst svo í smalamenskum að sjást ekki, því að stundum var beinlínis að honum leitað, og bagalegt að hann fanst ekki, er hann var með sauði sem átti að lóga. Daníel Daníelssoti.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.