Dýraverndarinn - 01.03.1930, Page 12
6
DÝRAVERNDARINN
Dýraspítalinn að innan. Lengst til vinstri sésl kláfurinn, sem dýrin
eru teymd inn í og látin síga í niður í baðþróna.
sem upp er tekinn um allan rekstur Tungu. Hafa
flestir þeirra skrifað mjög lofsamlega um þessar
umbætur og starfsemi Dýraverndunarfélagsins, og
hefir það birzt í öllum helztu blöðum bæjarins.
En þó mun mörgum þessara gesta ekki hvað sízt
hafa orðið starsýnt á gæðingana, sem alnir hafa ver-
ið í Tungu í vetur. Voru þá 17 hestar í aðalhest-
húsinu, sem fóðraðir hafa veriö þar í vetur, og allir
prýðilega hirtir. Enda er orð á gert, að ráðsmað-
urinn sé einstakur í sinni röð,
sem ágætis hestahirðir. Er jnví
vonandi, að Dýraverndunarfé-
laginu haldist sem lengst á hon-
um í þjónustu sinni.
Þær raddir hafa látið til sin
heyra, að stefnt sé frá hinu upp-
haflega markmiði Dýraverndun-
arfélags Islands með stofnun
verndarstöðvarinnar í Tungu,
þegar íarið er að ala þar hesta
bæjarmanna vetrarlangt. En slík-
ar raddir eru á miskilningi bygð-
ar. Markmið verndarstöðvarinn-
ar er að láta öllum dýrum, sem
þangað koma, liða vel, hvort sem
þau eiga þar langa dvöl eða
skamma.
Fjöldi þeirra kofa og skúrahér
i bænurn, sem hestar hafaverið—
og eru enn — hýstir í, eru svo
lélegir, dimmir, kaldir og loftlausir, að engri lifandi
veru getur liðið vel í þeim, enda er það á engan
hátt samboðið jafn göfugu dýri og hesturinn er, að
kúldrast í slíkum húsakynnum. Væri vel, að slíkum
kofum fækkaði, og ekki úr vegi, að Dýraverndunar-
félag Islands beitti sér fyrir því, og þá á þann hátt,
að efla svo verndarstöðina í Tungu, að hún geti
tekið í hús sín fleiri hesta en áður, og látið þeim
líða betur, en kostur er á, annarsstaðar í þessum bæ.
Gráni.
(Hann var reiShestur Páls Guðmundssonar, bónda
á Hjálmsstöðum í Laugardal. Var hann harðger og
viljugur, traustur með afbrigðum og röskur, enda
kom það sér oft vel, því að ekki var altaf mulið
undir hann. Lentu þeir í mörgum svaðilförum um
dagana, Páll og Gráni, en aldrei þraut Grána, hvorki
í Mosfellsheiðar-byljunum eða í öðrum vetrarferð-
urn, og voru þær þó á stundum alt annað en leik-
fang, manninum og hestinum. Er það sama sagan, er
svo margir hafa að segja hér í landi: að hesturinn
hafi bjargað lífi eigandans oft og mörgum sinnum,
þegar maðurinn stóð ráðþrota gagnvart tryldum öfl-
um náttúrunnar. Sú saga endurtekur sig viðsvegar
um land, þótt ekki sé haft hátt um það. En minn-
ingarnar, hlýjar og bjartar, hita mörgum góðum
dreng um hjartarætur.
Gráni féll haustið 1918, þá 19 vetra, og kvaddi
Páll hann þá með eftirfarandi stökum).
* *
*
Sveimar hljótt í hugan inn
harmur blandinn trega:
nú er gamli Gráni minn
genginn Heljar-vega.