Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 14
8 DÝRAVERNDARINN Jack og Cosi. Alt frá æskudögum mínum í Norðurlandi og fram á sí'Öustu ár hefi eg átt hunda, eða þangað til okk- ur Reykvikingum var bannað það með lögum. Margir þessir rakkar hafa verið óvenju vitrir, ein- kennilegir i háttum sinum og afartryggir. Mætti því ýmislegt um þá segja, sem ekki er ómerkilegt fyrir þá, er gaman þykir að athuga um vit og háttu dýra. Langar mig til að þessu sinni, að segja örlítið frá tveimur hundum, sem eg átti á meðan eg bjó í Braut- arholti, enda verð eg að halda, að þeir hafi verið, þótt ólíkir væru, vitrastir, og að sumu leyti einkenni- legastir allra þeirra hunda, sem eg hefi átt. Jack. Hundur þessi var útlenzkur að ætt og uppruna. Eg keypti hann af erlendum manni, Finnlendingi, og gaf fyrir hann io krónur. Það þótti mikið verð þá fyrir einn hund, en mig iðraði aldrei þeirra kaupa og þótti þeim peningum vel variS. Maður þessi var ölhneigður og oft við skál. Var hann þá oft harðleikinn við Jack, enda var hundinum svo illa við flöskur, að hann mátti ekki af þeim vita, eða drykkjuskap. Skreið hann þá undir rúm eða flýði á annan stað, þangað sem hann taldi sig óhultari fyr- ir slíkum ófögnuði. Jack var afburða góður og duglegur skothundur. Og sundgarpur var hann svo mikill, að eg hefi eng- an honum snjallari þekt af hans líkum. Hann gat verið að svamla í sjó yfir klukkustund í einu, og án þess að sæist á honum hin minsta þreyta. Stakk hann sér þá oft til botns á talsverðu dýpi og sótti steina eða aðra hluti, sem kastað var. Aldrei kom hann með annan stein en þann sem eg kastaði. Þá var hann ekki síður snjóskur með að finna ýmsa hluti, sem týndust. Brást það ekki, ef eg sagði honum frá hvarfi einhvers hlutar og bað hann að leita hans, að eftir litla stund var hann kominn með hann í kjaftinum og var þá talsvert drjúgur með sig. Eina sögu ætla eg að láta fylgja með, sem dæmi um fundvísi hans: Það var eitt sinn að vorlagi, snemma dags, að eg skrapp riðandi upp að Esjubergi, og fylgdi Jack mér, eins og að vanda. Þegar heim kom, þurfti eg að fara ofan í læsta hirzlu, og ætlaði að gripa til lykla úr vasa mínum. En lyklarnir voru ekki i vasanum og fundust hvergi, þótt þeirra væri vel og vandlega leitað, enda þóttist eg muna fyrir vist, að þeir hefðu verið í vasa mínum, er eg fór að heiman um morguninn. Var þá ekki öðru til a8 dreifa, en að eg hefði tapað þeim á leiðinni. Reið eg því til baka sömu leið, en sagði þó Jack frá lykla- hvarfinu um leið og eg steig á bak, og bað hann með alvarlegum orðum og bendingum að sýna nú fund- vísi sína. Eg reið talsvert greitt og var jack altaf í humáttinni á eftir, snuðrandi, en leit þó vel í kring- um sig. Fyrir austan Hof skrapp eg af baki, og kom þá Jack til mín, drjúgur og hnakkakertur, og var þá með lyklana. Leyndi sér ekki ,að fögnuður hans var mikill yfir því, að hafa getað gert mér þennan greiða. Launaði eg fund hans með vænum sykurmola, en til þess að fá molann, varð hann að sitja með hann á trýninu, þangað til eg sagði honum að hirða hann. Hann hreyfði aldrei mola, sem látinn var á trýni hans, fyr en honum var sagt, að hann mætti eiga hann. Henti hann þá molanum í loft upp og greip hann með kjaftinum. En mishepnaðist honum að grípa molann, lét hann hann liggja og beið þangað til að eg hafði látið hann aftur á trýni hans. Altaf fylgdi hann mér, þegar eg var á ferðalög- um og hélt sig þá jafnan í humáttinni á eftir, þegar gott var veður, en í myrkri, þoku eða hríðum var hann ætíð rétt á undan mér, og stóð á sama hvort eg var gangandi eða ríðandi. Var hann þá að vísa mér leiðina, og treysti sér eflaust betur að rata en mér. Meinlaus var Jack við alla menn, sem ekki gerðu á hluta hans. En þó hefði eg ekki viljað vera í spor- um þeirra manna, sem á mig hefðu ráðizt að hon- um sjáandi. Hann mundi þá ekki hafa svifist neins; því í eðli sínu var hann grimmur, og t. d. við fé var hann stundum harðleikinn og þurfti þá oft að hafa gætur á honum. Innan um lambfé var óhætt að lofa honum að rölta, ef eg var einhversstaðar nærri. En þá sat hann á strák sínum; það sá eg á augnatillitinu. Aldrei réðst hann á litla hunda að fyrra bragði, en hafði þó til að glefsa í þá, ef honum mislíkaði við þá. En við stóra hunda og oflátunga var honum sérstaklega uppsigað. Átti hann í sífeldum brösum og áflogum við þá. Þó sá eg hann aldrei lúta í lægra haldi fyrir neinum. Oftast fór eg einu sinni i mánuði til Reykjavíkur og vanalega sjóveg. Fylgdi Jack mér að jafnaði til

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.