Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 15

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 15
DÝRAVERNDARINN 9 skips, og sag'Öi eg honum aÖ fara heim áÖur en eg lagÖi frá landi. Hlýddi hann því, og virtist ekkertý taka sér það nærri að skilja við mig, eins og hanng var mér þó fylgispakur, enda var honum lítið gefiðý* um sjóferðir. Þegar hann kom heim, lagðist hannf' hjá einhverju fati, sem hann vissi að eg átti, eÖaf: undir jötuna hjá reiðhestinum mínum, og hreyfði!t sig ekki þaðan, fyr en daginn sem eg kom. Sat hann^ þá jafnan á bryggjunni, er báturinn lagði að henni,- og réði sér ekki fyrir fögnuði, er eg steig á land og klappaði honum. Glettinn gat Jfick verið og gamansamur. Ef eg sagði honum að taka hatt eða húfu af manni, var- hann fljótur til að hoppa upp á bakið á manninum og ná í höfuðfatið. En sumir, sem fyrir þessu urðu, kunnu Jack litlar þakkir fyrir. Margskonar ,,hundakunstir“ kunni Jack, og var ljúft að leika þær. Enda vissi hann að alt slikt var launað með sykurmolum, en sykur var hans mesta sælgæti. Gosi. Þegar eg flutti að Brautarholti vorið 1905, vant- aði mig góðan og duglegan fjárhund. Þórður, sem þá var bóndi í Saltvík á Kjalarnesi, hljóp þar undir bagga og færði mér að gjöf gull- fallegan hvolp, hvítan að lit, en þó með jöfnum, svörtum dílum um allan skrokkinn. Hvolpur þessi var þá aðeins nýfarinn að vappa um og var því ekki til mikilla nota þá mn vorið. Kristín dóttir mín, sem þá var aðeins 9 ára, fékk það hlutverk að annast hvolpinn, en með þeim skilyrð- um, að hún mætti eiga hann; þó mátti eg láta nota hann við smalamensku, þegar stundir liðu, en því varð smalinn að lofa, að vera jafnan góður við seppa.. Eftir miklar bollaleggingar var livolpurinn skírð- ur og lilaut þá nafnið Geysir, en það nafn breyttist fljótt, og var hann oftast nefndur Gosi. Báðum nöfn- unum gegndi hann þó jafnt. Svo hagar til um fjárgeymslu í Brautarholti, að frá réttum og fram yfir sauðburð verður að hafa vakandi auga með öllu sau'Sfé, vegna flæðihættu sem þar er víða við sjóinn. Verður ]rví að reka féð upp frá sjónum áður en fellur að; að öðrum kosti mátti búast við að fleira eða færra af því flæddi. Við þessa fjárgæzlu varð því að hafa trúan smala og ötulan hund. Gosi vandaist fljótt á að reka féð upp úr fjör- unum og var bæði árvakur og framúrskarandi dug- legur við það starf. Var hann aldrei kátari en þeg- ar hann lagði upp í slíkar ferðir. Þegar Gosi var á þriðja árinu, gekk skæð hunda- pest um Kjalarnes, sem drap fjölda hunda. Gosi tók pest þessa og var illa haldinn. En líftórunni var reynt að halda í honum sem lengst, bæði með góðri hjúkrun og meðulum sem fengin voru handa hon- um, og virtust ætla að bæta honum. En þó varð að halda honum inni, því að hann sóttist eftir að kom- ast út og í f jörureksturinn, þó að hann gæti varla dregist um bæinn. — Um þetta leyti gerði óvenju miklar hríðar, og er mér einn dagurinn sérstaklega minnisstæður. Þá var veðri þannig farið, að varla var fært milli húsa, og alt fé á gjöf. Engum datt þvi i hug, að Gosi mundi leitast við að fara út. En þó varð raunin önnur. Seinni hluta dagsins, þegar Kristín dóttir mín ætl- aði að gefa honum, var hann farinn úr bæli sínu og fanst hvergi, hvernig sem leitað var. Hann hafði með einhverjum hætti komist út, sem öllum var þó óskiljanlegt hvernig hcf'öi mátt verða. — Löngu seinna fanst hræið af Gosa niður við sjó. Auðséð var, að hann hafði ætlað að fara að „reka upp“, eins og það var kallað, því að hann fanst á þeim slóðum sem byrjað var vanalega að reka upp úr fjörunum. Þetta litla atvilc sýnir, að trúmenska og skyldu- rækni er gefin sumum dýrum í ríkum mæli, ekki síður en mönnunum. Daníel Daníclsson. Dýravinir. Nýtt gufuskip, 17 þús. smálesta, „Americano Sud“ !a'Ö nafni, var fyrir skömmu á leiö yfir Atlantshafið. |A ])ví var kettlingur. Svo vildi til einn dag, er kisa ijfvar að klifra og leika sér, að henni varð fótaskortur *og hún féll útbyrðis. — Skipstjóri lét þegar stöðva ískipið. Björgunarbáti var þegar komið á flot, og í Miann fór fyrsti stýrimaður og nokkurir hásetar, til Uað bjarga kisu. Stormur var og sjór úfinn. Mátti ^þvi eigi tæpara standa, er þeir loks fengu borgið ihenni. — Þessi frábæra og drengilega björgun, sem flýsir ótvírætt hjartagæzku og dýravináttu þeirra *manna, sem að henni stóðu, hefir hvarvetna vakið ,lof og aðdáun góðra rnanna. — (,,Ægir“).

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.