Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 16
10
DÝRAVERNDARINN
Lóan komin.
Lóan klífur loftið blátt,
leið að marki háu,
meðan valda veikum mátt
vængirnir hennar smáu.
Hún er fyrst af fuglum þeim,
sem fagnar hlið og móinn,
er hún kemur aftur heim
yfir breiðan sjóinn.
Geymdu lengi, gullið mitt,
glaða og snjalla róminn,
syngdu litla Ijóðið þitt,
lóan mín, við blómin.
3. apríl 1930.
Iijálmar Þorsteinsson, Hofi.
Bðrnln og (lýraverndunarmálið.
Með skýrskotun til fyrirspurnar fyrverandi ritstj.
Dýraverndarans, hr. Einars Þorkelssonar, um dýra-
verndunar- eða dýravinafélög, reit eg ritstjóranum
bréf og hermdi þar alt er eg vissi sannast og rétt-
ast um Dýraverndunarfélag Barnaskóla Reykjavíkur,
og drap þá jafnframt á nokkur atriði, er varða dýra-
vinafélög barna alment.
Ritstjórinn gat þessa bréfs í síðasta hefti Dýra-
verndarans, og kvað það mundu verða birt í næsta
hefti. Vð ritstjórnarskiftin var horfið frá því ráði,
en eftirfarandi grein er hins vegar rituð að tilhlutun
núverandi ritstj., hr. Einars E. Sæmundsen.
Jón heitinn Þórarinsson fræðslumálastjóri unni
mjög dýraverndunarmálinu, sem öðrum mannúðar-
og siðbótamálum, enda var hann þjóðkunnur fyrir
starfsemi sína í þágu dýraverndunarmálsins. Hann
hafði, sem vænta mátti, glöggan skilning á að fræðsla
og þekking almennings á líkamlegu og sálrænu lífi
dýra var hinn eini öruggi grundvöllur til að byggja
á varanlega samúð og umhyggju alþjóðar fyrir dýr-
unum. Hann efaðist ekki um, að fyrst og fremst bar
að vinna bernskuna og æskuna til fylgis við dýra-
verndunarmálið, því að hér er það ekki síður en ann-
arsstaðar: „Það sem ungur nemur gamall temur.“
Fræðslumálastjórinn átti því frumkvæði að stofn-
, un Dýraverndunarfélags Barnaskóla Reykjavíkur, en
, þær kenslukonurnar, ungfrú Marta Stephensen og
Steinunn Bjartmarsdóttir tóku að sér að veita félagi
þessu forstöðu eða leiðsögn, fyrst i stað.
Það mun hafa verið ætlun fræðslumálastj. með
þessari félagsstofnun, að tryggja dýraverndunarmál-
inu örugga fræðslu í sambandi við barnaskóla, án
þess þó að hér væri um sérstaka skyldugrein að ræða,
og hefir hann vafalaust ætlast til að slík félög yrðu
stofnuð við sem flesta barnaskóla viðsvegar í bæj-
um og kauptúnum landsins.
Þetta var mjög viturlegt ráð, fyrst og fremst af
þeim ástæðum, að fræðslu um dýraverndun er betur
borgið á þessum grundvelli en nokkrum öðrum. Ef
börnin mynda sérstakan félagsskap um málið, finna
þau meir og lætur til, að það er þeirra eigið mál, og
og eru því betur vakandi um alla hluti er snerta það,
en ef fræðsla um það kæmi að eins frá skólunum, á
sama hátt eins og önnur fræði. Eins er rétt að benda
á, að félagslif í einni eða annari mynd, innan vé-
baiula hvers skóla, getur haft sínar glæsilegu hliðar,
og' getur orðið jafnvel ómissandi þáttur í frjálsu,
sönnu og heilbrigðu skólalifi.
Dýraverndunarfélag Barnaskóla Reykjavíkur hefir
starfað í kyrþey öll þessi ár. Vöxtur þess og við-
gangur hefir að vísu beðið nokkurn hnekki, sem og
annað skólalíf, sökum hins afar takmarkaða húsrúms
er skólinn hefir átt við að búa nú síðustu 2 áratugina.
Starfsháttum frá upphafi hefir ætíð veriö hagað
þannig, að fundir hafa verið haldnir í félaginu
nokkrum sinnum á ári, þá mánuði er skólinn starf-
ar. Á fundum hafa börnin verið látin starfa að mestu
leyti sjálf, og þá sérstaklega undir búin og valin börn
til fundarstarfanna er gædd eru einstakri lestrar-
eða frásagnargáfu.
Gnægð er til af fögrum dýrasögum og dýrakvæð-
um við hæfi barna og unglinga. Þetta námsefni í
höndum barnanna sjálfra er þeim hugljúft, og á
þennan hátt vinst furðu vel að settu marki: að
glæða ást og skilning unglinganna á dýrunum.
Auk þessa er ætíð séð fyrir einhverjum skernti-
atriSum á fundina til að fjörga og glæða féalgslífið.
Haustið 1923 tók eg að mér að veita leiðsögn fé-
lagi þessu, vegna tilmæla Jóns Þórarinssonar. Félag-
ar eru nú'220, flest börn á aldrinum 10—13 ára.
Nafni félagsins var breytt síðastl. haust og heit-