Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Blaðsíða 17
DÝ RAVERNDARINN ii ir ]>að nú „Dýravinafélag barna í Rcykjavík“. Þá bættist því og góður liðsauki, þar sem ungur og áhugasamur kennari, Helgi Elíasson, gerðist leið- beinandi þess, og hefir hann nú starfað ötullega fyr- ir það í vetur. Dýravinafélagið gekst fyrir ánægjulegum jóla- fagnaði og árshátið í fimleikasal skólans 30. des. s.l. Þennan fagnað sátu nær 200 börn, auk skólastjóra og 15 kennara, og áttu börnin fyrst og fremst, sjálf óskiftan heiður vegna þess, hve vel tókst til um skemtun þessa í alla sta'ði. Sjö ára reynsla mín bendir ótvírætt í þá átt, að slikur félagsskapur með börnum, sem þessi, getur unnið afar mikið gagn dýraverndunarmálinu, eins og Jón heitinn Þórarins hafði til ætlast. 1 þessu sam- bandi vil eg benda á, að trygð barnanna og ungling- anna við félagið, bæði sem félagar, og eins eftir að þau eru komin úr skóla, er einstök. Hér hefir verið lýst starfsháttum þessa litla ung- lingafélags, og ef til vill er ]>að eina dýravinafélag barna á íslandi. Ef það væri alment álit málsvara dýraverndunar- málsins, að það væri ávinningur að slík barna- og unglingafélög sem þetta störfuðu sem víðast v-ið l)arnaskóla landsins, þá vil eg vinsamlegast beina þeirri ósk til stjórnar Dýraverndunaríélags íslands, að hún hafi frumkvæði að stofnun dýravinafélaga barna i sem flestum bæjum og kauptúnum landsins. Upp úr þessum félagsstofnunum gæti risið sam- band dýravinafélaga barna á íslandi, er nyti styrks í og stæði undir vernd og eftirliti Dýraverndunarfé- Sa^í lags íslands. Sameiginlegt félagsmerki fyrir öll börn í dýravinafélögum bvarvetna á landinu, væri æski- legur, sýnilegur tengiliður félaganna. • Heppilegast mundi fyrir stjórn Dýraverndunarfé- lags íslands, ef hún hyrfi að þessu ráði, að leita sam- vinnu og aðstoðar stjórnar Sambands íslenskra barnakennara, vegna stofnunar félaga þessara. Reykjavík 18. apríl 1930. Arngr. Kristjánsson, kennari. Dodd. Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Síðastliðið haust féll frá á heimili mínu, grágulur rakki, 12 vetra gamall, og er óhætt að segja, að alla setti hljóða við fráfall hans. Hann var líka nokkuð á aðra lund, en algengt er um hunda, og skal nú í örfáum orðum lýsa honum dálítið, og segja frá helztu einkennum hans og háttum. Eg keypti hvolpinn ársgamlan frá Brekku á Rang- árvöllum. Hafði hann þá hlotið nafnið „Dodd“ og var svo nefndur jafnan síðan. Var hann þá þegar farinn að sýna trygð sína svo rækilega, að þrátt fyrir hlýju og vinahót allra á mínu heimili, undi hann illa í fyrstu á Geldingalæk, en sat um að laum- ast á brott og hljóp að Brekkum aftur og aftur. Að ári liðnu skiftu sköp svo háttum, að Brekkur fóru í eyði vegna sandfoks, en fólkið flutti fram á Bakkabæi. Um þetta vissi hvolpurinn ekki jafnfljótt og menn i nágrenninu. Hann laumaðist enn að Brekk- um, en greip þá heldur i tómt, því að þá voru bæjar- húsin rifin og fólkið farið. Þó hélt hann kyrru fyrir i húsatættunum, þangað til hann var sóttur. Þá var hann bæði hungraður og kaldur; en upp frá þvi undi hann heima og fór aldrei framar til Brekkna af sjálfsdáðum. Einatt kom einn eða annar af hinu forna Brekknafólki að Geldingalæk hin síðari ár. Var Dodd aldrei í vafa um hver kominn var, og meiri vinalæti var ekki hægt að finna, en hann lét á sér sjá i hvert sinn, er hann hitti einhvern fornkunningja sinn frá Brekkum. Og eftir því tóku menn, að hann þekti að jafnaði reiðtýgi þessa fólks. Kom stundum fyrir, að einhver þessara manna var genginn inn i bæ, er Dodd varð þess var að gestur væri kominn. Lét hann sér þá nægja að leggjast á reiðtýgin og hreyfði sig ekki þaðan, fyr en gesturinn kom út; stökk hann þá á fætur, flaðraði upp um manninn og réði sér ekki fyrir fögnuði. Þó leyndi sér ekki, að mestur var fögnuður hans, þegar hann sá að það var gamla húsmóðirin hans, sem komin var. Vinnumann hafði eg, er stundaði smalamensku og fjallferðir, ásamt mörgu öðru. Hændist Dodd mjög að honum og varð honum snemma fylgispakur föru- nautur. Var það á orði haft, að í göngum eitt sinn í illviðri miklu, mundi það hafa orðið manni þessum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.