Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 18

Dýraverndarinn - 01.03.1930, Qupperneq 18
12 DÝRAVERNDAJ^INN til lífs, aS Dodd lá á fótum hans langa og kalda hríðarnótt og veitti þar nieÖ„sína hundshlýju. Hafði rakkinn tekið það upp hjá sjálfum sér um kvöldið, að vilja hvergi annarstaðar liggja en á hlautum og köldum fótum vinar síns. Þennan mann greip skyndilega lungnabólga heima á Geldingalæk, og leiddi hún hann til dauða. Var átakanlegt, að sjá hvað rakkinn fylgdist með veik- indum viniar síns og tók sér þau nærri. Og þegar öllu var lokið, lá hann hjá líkbörunum og neytti ekki matar. Hann lá hjá kistunni daga og nætur og yfir- gaf hana ekki, og líkfylgdinni fylgdi hann til kirkju- staðarins; að síðustu varð að taka hann með valdi frá gröfinni, hljóðandi og veinandi, svo að hann færi ekki sömu leið og kistan. Eftir þessar raunir og vinamissi hélt Dodd ætíð kyrru fyrir heima. Gerði sér far um að vera til gagns, hvar sem því varð við komið. Þann árstima, sem verja þurfti tún og engjar, lá hann ætíð úti, og rak þá brottu, þó að fólk væri í fasta svefni, alla óþurftar gripi, er honum þótti gerast nærgöngulir við slægjulönd. í búri og eldhúsi átti Dodd jafnan vinum að fagna. Og alveg sérstakt lag hafði hann á því að koma sér í mjúkinn hjá stúlku þeirri, er annaðist matreiðslu og eldamensku. Bein og bita úr hennar hönd vildi hann líka borga, — en á hvern hátt gerði hann það ? Jú, hver smáspíta, viðarlurkur eða harður taðkögg- ull, sem hann fann úti við, var borinn í kjaftinum inn að .eldavél og aldrei slept, nema eldakonan væri viðstödd og tæki við því; að öðrum kosti var hann ekki eins viss um launin. Aldrei bar hann inn blauta taðköggla, en stundum varð honum á að hirða fros- in hrossatöð, sem urðu á vegi hans og bera þau inn í eldhús. Virtist honum nóg, að köggullinn væri harð- ur, en greinarmun á frosnum og þurrum taðköggli kunni hann ekki að gera. Síðasta afrek Dodds var að fylgja syni mínum í upprekstri á Rangárvallaafrétt siðastliðið vor. Sýndi hann sama dugnaðinn við reksturinn eins og oft áður og hlíf'Si sér litt. Þó gætti hann ekki elli sinn- ar, og er skamt var komið á heimleið, var svo af honum dregið, að sonur minn varð að taka hann og reiða hann fyrir framan sig heim. Þegar heim kom, skreiddist Dodd varla úr fleti sínu næstu sólarhringa og var honum færður þangað matur og mjólk. Eftir það fór hann að smáhressast, en bar þó aldrei sitt bar upp frá því. Þótti sýnt, að kröftum hans mundi lokið, og var honum því fargað þegar fram á haust- ið kom, eins og fyr segir. — Og lýkur þar með sögu hans, þó að fleira mætti tína til um vit hans og framúrskarandi trygglyndi. Um leið og skil við Dodd minn, ætla eg að hnýta hér aftan við örlitlu broti um tvo rakka, sem eg átti samtímis og næst á undan honum. Þó verður það engin saga. Báðir þessir hundar voru einkenni- legir i háttum sínum og sýndu i sumum tilfellum undarlegt vit. T. d. kom það nokkrum sinnum fyrir, að þeir mættu mér fram á Ægissíðu, er eg kom úr Reykjavíkurferðum, og hafði þó enginn á heimilinu vitað fyrirfram hvenær eg mundi koma. En rakkarn- ir höfðu hugboð um það og röltu alla leið fram að Rangá til þess að taka á móti mér ■—■ og kátir urðu greyin þegar þeir hittu mig. Einar Jónsson, alþm. Þingralla-kapreiðarnar í sumar. Það mun nú hljóðbært orðið viða um land, enda verið auglýst í blöðunum i vetur, að kappreiðar verði háðar í sambandi við Alþingishátíðina á Þingvöllum á sumri komanda. Og munu eflaust margir, sem til Þingvalla ætla að sækja, liugsa á þá leið, að kapp- reiðarnar ættu ekki að verða. ómerkasti þátturinn í skemtiskrá hátíðarinnar. Undirbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar hefir fal- iS Hestamannafélaginu Fák að sjá um kappreiðar þessar að öllu leyti, og félagið valið þrjá menn úr sínum hóp til þess að annast undirbúning þeirra. Verða kappreiðarnar háðar í Bolabás inn undir Ár- mannsfelli, en þangað hefir verið lagður akfær veg- ur utan af Leirum þar sem tjaldborgin verður reist. Er til þess tekið af öllum, sem komið ha.fa í Bolabás, hve fagurt þar sé, og öll aðstaða góð fyrir áhorf- endur til þess að njóta kappreiöanna sem bezt. Ligg- ur skeiðvöllurinn vestan undir Sleðás og upp með hlíðinni. En í hlíðinni geta setið, eða staðið, mörg þúsund manns, og allir þó séð hvern einasta sprett frá því hann hefst og þar til honum lýkur við rnark. Skeiðvöllurinn verður 25 metra breiður, eða 10 metr- um breiðari en völlurinn viS Elliðaár; geta því marg- ir hestar kept þarna í einu, án þess að tefja hver fyrir öðrum. En það er altaf skemtilegra fyrir áhorf-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.