Dýraverndarinn - 01.03.1930, Síða 21
DÝRAVERNDARINN
15
Lítur sá listi þannig út:
Hestar ................... 1798
Nautgripir................. 249
SauSkindur ................ 286
Hundar ..................... 71
Kettir ..................... 23
Alifuglar .................. 36
I sambandi viÖ hestafjöldann sem fengið hefir
húsaskjól og fóður í Tungu þennan tíma, lét gjald-
keri þess geti'ð, að hann hefði fengið skýrslu hjá
ráðsmanninum um heimkynni hestanna, og hefði
þeir, eftir því sem næst varð komist, verið úr þess-
um sýslum:
Úr Húnavatnssýslu ............... 200
— Árnessýslu .................... 150
Rangárvallasýslu ............. 100
BorgarfjarÖarsýslu ........... 100
auk Reykjavíkur hesta og all-margra úr nágrenninu
hér vestanfjalls.
Sýnir þessi skýrsla, að fleiri nota verndarstöðina
i Tungu, en Reykvíkingar einir, eða bændur hér í
nágrenni bæjarins.
Kosningar.
Þá var gengið til stjórnarkosningar og var stjórn-
in endurkosin og'varamenn sömuleiðis.
Stjórn félagsins skipa nú:
Þorleifur bókbindarameistari Gunnarsson, form.
Leifur fulltrúi Þorleifsson, gjaldkeri.
Hjörtur heildsali Hansson, ritari.
Meðstjórnendur eru:
Sigurður lögregluþjónn Gíslason og Samúel fá-
tækrafulltrúi Ólafsson.
Varaformaður er:
Flosi trésmíðameistari Sigurðsson.
Varameðstjórnendur eru:
Tómas ölgerðarmaður Tómasson og frú Ingunn
Einarsdóttir, Bjarmalandi.
Frjálsar umrœður.
Eftir að kosningar voru um garð gengnar hófust
frjálsar umræður. Stóðu þær all-langa stund og bar
margt á góma. Verður þó fátt eitt rakið hér.
Arngrímur kennari Kristjánsson talaði um dýra-
verndunarmálið frá uppeldisfræðilegu sjónarmiði.
Skýrði hann frá því, að fyrir nokkrum árum hafi
hann ásamt öðrurn kennurum Barnaskólans staðið
fyrir stofnun dýraverndunarfélags í skólanum.* Eftir
að hafa skýrt fundinum frá starfsemi þessa félags-
skapar, mæltist hann til að Dýraverndunarfélag Is-
lands tæki undir sina vernd og starfsemi félag
Barnaskólans, og þá helzt á þann hátt, að það félag
yrði einskonar yngri deild Dýraverndarfélags ís-
lands.
Gerðu fundarmenn góðan róm aS rnáli Arngrims
og lýsti formaður því yfir fyrir hönd stjórnarinnar,
að henni mundi ljúft að taka þetta mál til frekari
athugunar og reyna að leysa það á þann hátt, sem
bezt mundi henta fyrir báða aðila.
Ýmsir fundarmenn urðu til þess að lýsa yfir þakk-
læti sínu til stjórnar Dýraverndunarfélagsins fyrir
allar þær mörgu og mildu umbætur, sem hún hefði
látið gera á gripahúsunum í Tungu. Sérstaklega varð
þeim tiðrætt um dýraspítalann og baðþróna, sem þar
hefir verið gerð, og töldu áreiðanlegt, aÖ hún mundi
verða mikið notuð, er stundir liða. Létu þeir hinir
sömu ótvirætt x ljós, hve ánægjulegt væri að korna í
húsin í Tungu og sjá hve vel færi um hesta þá, sem
fóðraðir eru þar í vetur. Vildu þeir, jafnframt bætt-
um húsakynnum, þakka það ráðsmanninum, sem léti
sér sérstaklega ant um að hestunum liði sem bezt,
enda væri öll hirða hans og umgengni hin prýðileg-
asta.
Undir fundarlokin vakti Sigurgísli verslunannaður
Guðnason máls á bifreiðaflutningi sauðfjár austan
úr sýslum og hingað til bæjarins, sem altaf færi vax-
andi Lýsti hann flutningi þessurn svo, að í mörgum
tilfellum mundi sannanlegt, að um mjög mikið hirðu-
leysi væri að ræða og vítaverða meðferð á skepnum.
Taldi hann ekki vanþörf á, aÖ Dýraverndunarfélag
íslands léti þetta mál til sín taka og reyndi eftir
megni að koma í veg fyrir, að slík meðferð á sauöfé
eigi sér stað í framtíðinni.
Foi'maður lofaði fyrir höixd stjórnarinnar að mál
þetta yrði tekið til rækilegrar athugunar.
Fleira verður ekki birt úr þessum frjálsu umræð-
um að sinni, en vel rná vera að tækifæri gefist til
þess síðar.
* Sjá grein hans á bls. 10—11 hér að framan.