Dýraverndarinn - 01.05.1931, Side 4
30
DÝRAVERNDARINN
U m hesta,
háttu þeirra og vit.
Eftir Daníel Daníclsson, fyrrum ljósmyndara.
(Frh.)
4. Kvennaskóla-Jarpur.
Sí'Öari hluta vetrar 1907, útvegaði Erlendur Er-
lendsson, er þá bjó á Auðólfsstöðum í Langadal, mér
jarpan fola; var folinn frá manni, sem heima átti í
kvennaskólanum á Blönduósi, og var því nefndur
Kvennaskóla-Jarpur. Var hann þá 6 vetra, léttfær
með afbrigðum og gapa-viljugur, en ekki að sama
skapi vel taminn, þungur i taumum og svo taum-
skakkur, að hann varð ekki sveigður nema til ann-
arrar hliðar.
Erlendur sagði mér frá smáatviki, sein komið
hafði fyrir folann þegar hann var í tamningu, og af
því atviki drógum við þá ályktun, að hann mundi
jafnan reynast lánshestur. Um það reyndumst við þó
ekki allskostar sannspáir, eins og siðar getur. En
frá þessu atviki vil eg þó greina, og geri fastlega ráð
fyrir, að fleirum, en okkur Erlendi, hefði farið svo
að telja það lánsmerki.
Erlendi sagðist frá, eitthvað á þessa leið:
„Þegar nokkuð langt var komið tamningu folans,
kom eigandinn, eða tamningarmaðurinn, á honum til
nágranna síns, og eins og venja er til sveita, var
gestinum boðið inn upp á góðgerðir, en folanum slept
i hlaðvarpann, og látinn sjálfráður um, hvar hann
vildi bíta. Þegar gesturinn hafði þegið beina, fylgdi
húsbóndinn honum út á hkið og sáu þeir þá, að fol-
inn var kominn alla leið niður í túnfót og var að
bíta þar. Á hlaðinu vóru drengir tveir, annar dálitið
stálpaður en hinn aðeins fjögurra ára; var þeim
eldra sagt að sækja folann, en ekki tekinn vari fyrir
því, að fara honum ekki á bak. Ekki veittu þeir því
eftirtekt, bóndi eða gestur, að báðir drengirnir höfðu
hlaupið af stað, en þegar þeim, af tilviljun, varð
litið niður á tún, varð hvorugum um sel, er þeir sáu
minni drenginn standa beint fram undan folanum, en
þann eldri kominn á hak .... og i sömu svifum
hófst folinn á loft, hentist yfir drenginn og i ein-
um rokspretti heim í hlað. En svo vóru tilþrif Jarps
þá snögg, og svo hátt lyfti hann sér, að yfir barnið
hentist hann án þess að skerða hið minsta hár á
höfði þess.“
Þetta kölluðum við Erlendur gæfustökk, og trúð-
um, að fleiri mundu þar eftir íara.
Sumarið 1907 fór eg norður í land til hestakau])a.
Tók eg Jarp með og dugði hann allra liesta bezt.
I þeirri ferð tókst mér að temja hann svo vel, að
hann mátti gæðingur kallazt; og svo ljúfur og taum-
liðugur var hann orðinn, er eg kom að norðan, að
eg gat auðveldlega riðið honum á spretti hringinn í
kringum símastaur; þó var hann hvorki dasaður, né
fjörið minna, þegar ferðinni lauk, enda hafði eg
marga hesta og hlifði honum heldur en hitt.
í þessari ferð kom hinn alkunni hestamaður, As-
geir bóndi Jónsson i Gottorp, Jarp á bak og þótti
mikið til þess koma. Síðar sendi Ásgeir mér ljóða-
bréf, sem í vóru vísur, þar sem Jarp var sungið mik-
ið lof fyrir fjör sitt', flýti og gangfimi. En, því mið-
ur, hefi eg nú glatað þessu ágæta bréfi, annars mundi
eg hafa látið fylgja hér með eitthvað af lofi Jarps.
í norðurförinni gerðist fátt eitt, sem í frásögn er
færandi. En í suðurleið kom atvik fyrir okkur Jarp,
sem mér verður lengi minnisstætt og þykir mér því
hlýða að segja nokkuð ger frá þvi.
Hestana rak eg að norðan við annan mann. Fór-
um við Holtavörðuheiði, niður Norðurárdal og eins
og leið liggur yfir Grjótháls. Norðarlega á háhálsin-
um eru á kafla liellur með þröngum troðningum; eru
götuslóðar þeir hvorttveggja í senn, krókóttir og
sleipir undir fæti. Getur þvi verið varhugavert að
ríða þar geist, einkannlega þó á gamal-flatjárnuðum
hesti. Ofarlega i hallanum, en skamt fyrir neðan hell-
urnar, mættum við kunningja mínum, sem eg stað-
næmdist hjá, en fylgdarmaður minn hélt áfram með
hrossin. Dvaldist okkur dálitla stund, svo að fylgd-
armaðurinn var horfinn fyrir nokkuru suður á háls-
inn, þegar eg kvaddi kunningja minn og steig á bak.
Var Jarpur þá æstur mjög og sótti fast að komast
áfram. Lofaði eg honum því að vaða áfram, rúm-
lega í hálfum hlaupum, en á hellunum skruppu honum
fætur, svo að hann skall á hliðina, og varð eg undir
honum, án j)ess þó að saka hið minsta, enda fanst
mér hann varla koma við mig, og laus var eg úr báð-
um ístöðum. En skjótur var hann að koma fyrir sig
fótum og rísa upp. Bjóst eg þá við, er Jarpur var
laus við mig og taumurinn uppi, að hann mundi ekki
biða þess, að eg staulaðist á íætur, heldur taka j)egar
á rás á eftir hestunum. En svo varð ekki. Samstund-
is og hann stóð upp, sneri hann sér við og leit til
mín, eins og hann væri að athuga, hvernig falli mínu