Dýraverndarinn - 01.05.1931, Blaðsíða 5
DÝRAVERNDARINN
3i
mundi háttað. Og þar stóÖ hann kyrr í sömu spor-
um á meðan eg var að standa upp, og hreyfði sig
ekki úr stað, fyrr en eg sat öruggur i hnakknum og
hafði jafnað taumana í höndum mér. Þótti mér þetta
þvi merkilegra vegna þess, að svo var Jarpur að jafn-
aði órór og lestær, að erfitt var á stundum að ná
ístaðinu og komast honum á 1)ak, cr hann vissi af
hestum á undan sér.
En hvers vegna brá hann út af þeirri venju í þetta
sinn? Þeirri spurningu skaut þá upp í hugamínum.og
oftar hefir hún gert vart við sig. Er fjarstæða að geta
þess til, að Jarpur hafi lmgsað sem svo, að eg mundi
hafa slasazt alvarlega, eða meitt mig svo mikið, að
eg mundi alls ekki fær um að komast á hak, nema
að hann streði grafkyrr á meðan? Mér hefir fundizt
þetta sennilegast, en þeir um það, sem ráða vilja þá
gátu á aðra lund.
Ekki hélzt mér lengi á Jar]); skömmu eftir heim-
komu mína úr norðurförinni seldi eg hann-manni hér
í bænum, sem elti mig á röndutn og aldrei linti lát-
um um að fá hann. En skamma stund átti sá maður
Jarp og seldi hann öðrum, án þess eg vissi um, því
að gjarnan vildi eg eiga hestinn, þó að eg léti tilleið-
ast að selja hann fyrir jtrábeiðni kaupandans.
U]t|t frá þessu vissi eg lítið hvað Jarp leið, enda
hvarf hann mér brátt sjónum, svo að eg frétti ekk-
ert af honum þangað til á útmánuðum 1913. að mig
minnir. Þá skaut Jarp upp, sem snöggvast, en á þann
hátt, er mig hafði sízt órað fyrir, því að talið var,
að hann hefði þá orðið mannsltani, og er sú saga
á þessa leið:
Magnús bóndi Magnússon í Lykkju á Kjalarnesi
féklc Jar|t lánaðan hjá kunningja sínum hér í hæ.
og ætlaði að ríða honum heim til sín. Hafði verið
frjósandi þá um tíma og hörzl á vegum. Upp að
Lágafelli varð Magnús samferða piltum tveim af
Kjalarnesi, en þeir vóru l)áðir gangandi. Sögðu þeir
siðar frá, að Jarpur, sem var prýðilega alinn, hefði
verið mjög viljugur og Magnúsi veizt erfitt að halda
honum í skefjum. Kaus Magnús því fremur að ganga
spöl og spöl, í stað þess að striða við klárinn, en lét
samferðamenn sína, til skiftis, hleypa Jarp s])rett og
s])rett, í von um að þá mundi klárinn sefast og verða
viðráðanlegri. Á móts við Lágafell skildu leiðir:
héldu j)iltarnir tveir niður mýrar, en Magnús rcið
áfram veginn og virtist hafa full tök á klárnum á
meðan ])eir sáu til. En hér slitnar þráðurinn i sög-
unni, þvi að enginn kunni írekar frá ferð Magnús-
ar að segja, fyrr en síðari hluta dags, að heimamenn
á Alafossi tóku eftir dökkleitum hesti, sem var að
hringsnúast á svolitlum bletti vestan við bugðu ])á
hina miklu, er verður á veginum sunnan við ána,
spölkorn upp frá Brúarlandi. Þótti Álafoss-mönnum
athæfi hestsins svo undarlegt, að þeir réðu af að for-
vitnast um, hverju það sætti. Fundu þeir þar Magn-
ús og var hann örendur, en hesturinn með tauminn
uppi um makkann að snúast í kringum líkið.
Það er enginn til frásagnar um slys þetta. E11
sennilegast þótti, að Magnús hefði komið á spretti
sunnán veginn, en á bugðunni hefði hesturinn, ef til
vill, hrasað, eða þá að Magnús, sem hreði var stór
vexti og riðamikill á hesti, ekki þolað heygjuna, en
reitt til falls, kastazt út _ fyrir veginn og rotazt um
leið og hann skall með höfuðið á freðna jörðina. —
Flestum þótti merkilegt að Jarpur skyldi ekki yfir-
gcfa líkið, heldur halda vörð um ])að þangað til
mannhjálp kom. Þó er hitt ekki síður merkilegt, sem
eg frétti löngu síðar, að um kveldið, þegar Jarpur
var leiddur í hús á Álafossi, leit hann hvorki við
vatni né grænni töðu og mun þó hafa haft fulla
])örf fyrir hvorttveggja. Virðist ])að benda til þess
að honum hafi orðið mikið um atburð þennan, og að
hann hafi átt sínar hugsanir og tilfinningar i sam-
handi við slysið.
Margir urðu til þess að skella skuldinni á Jarp
og kenna honum um slysið. Var hann upp frá ])essu
oftast nefndur „Morðinginrí‘ og virtist lítil ham-
ingja fylgja því nafni. Höfðu sumir á honum ímu-
gust, fundu honum alt til foráttu og töldu hann galla-
grip, sem væri með öllu óeigandi. Minningin um
slvsið var eins og einhver óheillaskuggi, sem fylgdi
honum, hvar sem hann fór, og glapti mönnum sýn,
svo að flestum gleymdust kostir hans, er vóru ])ó
hæði margir og miklir. Er það sama sagan, er svo
oft endurtekur sig, þegar þeir eiga í hlut, sem ekki
kunna að kvarta og varnað er málsins til ])ess að
verja sig.
Sótti nú hrátt í sama horfið fyrir Jarp og orðið
hefir hlutskifti alt of margra gæðinganna íslenzku.
Gekk hann kaupum og sölum manna i millum, ])að
sem eftir var æfinnar. Skifti oft um eigendur, lenti
í misjöfnum vistum og mátti margt þola. Að lok-
um frétti eg að hann vreri kominn austur yfir fjall
og mundi eiga heima á einhverjum hæ í Flóanum.
Vorið 1917 flutti eg að Sigtúnum við Ölfusárhrú.
Hélt eg þá spurnum fyrir um Jarp og ætlaði mér