Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 6
32 DÝRAVERNDARINN a‘ð kaupa hann, ef þess væri kostur, en ekki tókst mér að grafa upp hvar hann væri niður kominn. Leið svo fram um veturnætur 1919; þá sá eg Jarp i svip, en ætlaði varla að þekkja hann. Svo var hann þá breyttur orðinn frá því sem áður var, horaður og úttaugaður með öllu. Síðustu árin hafði hann verið notaður til dráttar, en þess á milli riðið og þá sjaldn- ast lattur sprettanna, enda hafði ekki tekizt að níða úr honum fjörið, þó að oft væri honum misboðið. Eg varð Jarp þá samferða frá Sigtúnum og niður á Bakka og gat ekki annað en furðað mig á, hvað enn var eftir af honum, þrátt fyrir alt, sem á daga hans hafði drifið, og þá illu meðferð, sem hann hafði sætt. Enn brann fjörið úr augum hans og ein- hver glans var yfir hreyfingunum, þar sem hann stiklaði við hlið mér, hnarreistur og al-tilbúinn að rjúka á sprett, þótt hann væri ekki vel undir það búinn, eins og á stóð: fornjárnaður með flatskeif- um og þær ekki allar heilar, en vegurinn svellrunn- inn og háll eins og gler. Eigandanum hafði ekki þótt taka því að skaflajárna Jarp, þó að eitthvað væri verið að hnauka á honum daglega, enda var hann „að ganga sér til húðar“ þetta haust. Nokkurum dögum síðar var Jarpur feldur og ef- laust orðinn þá saddur lífdaga, þótt ekki væri hann nema 18 vetra. Þannig lauk æfi þessa ágæta hests. 5. Roosevelt. Veturinn 1908 keypti eg brúnan hest af Boga Þórð- arsyni, sem þá bjó á Lágafelli. Á þeim árum gerði eg mér stundum til gamans, að nefna hestá mína eftir vmsum stórmennum heimsins, og hlaut þessi hestur nafn Roosevelts Bandarikjaforseta, en var þó í daglegu tali aðeins nefndur Brúnn. Var hann að mörgu leyti góður hestur, bar sig hátt og tölti ágætlega. En svo var hann styggur og hjartveikur, er liann kom til mín, að erfitt var að ná honum í húsi, hvað þá úti við, enda mátti ekki sleppa honum með reiðtýgjum, því að jafnskjótt og hann fann að enginn hélt í tauminn, var hann þot- inn út í veður og vind. Þó tókst mér að spekja hann svo, að undir vorið var hann orðinn stiltur í húsi og hrökk hvorki undan mér né varði sig, er eg vildi taka hann, annaðhvort til þess að beizla hann, eða klappa honum og strjúka. En úti á viðavangi sótti enn í sama horf, að ekki mátti sleppa af honum hendi, svo að hann tæki ekki á rás, en fór þó að öllu rólegra en áður. Um vorið tók eg að mér að sjá um flutning á símastaurum úr Hafnarfirði og suður i Garð. Þurfti eg því oft að bregða mér suður með sjó, til eftir- lits með flutningunum, og varð þá að rekja þá leið, er síminn átti að liggja um og setja upp merki þar, svo að dreifa mætti staurunum, sem næst því, er þeir áttu síðar að standa. Víðast hvar átti síminn að liggja fyrir ofan Jjjóðveginn, og mátti svo heita, að leið sú, er eg varð að fara, væri að mestu hraun og klungur, sem ekki varð riðið. Á þessu ferðalagi var eg einatt með Brún, og gerð- ist hann mér þá svo fylgispakur, að aldrei þurfti eg að teyma hann á milli varða þeirra, sem eg hlóð; elti hann mig á röndurn, hvar sem eg fór um hraun- ið, og gerðist þá stundum svo nærgöngull við mig, er eg alt í einu nam staðar, til þess að hlaða vörðu, að hann rak hausinn í mig. Var oft gaman að sjá hvað hann var natinn að fylgja mér eftir og athug- ull um að'stíga sem næst þar, er hann sá mig gera. Fór ekki dult, að hann treysti mér til að velja þá leið, sem honum mundi fær. Þannig breyttist hann í háttum, þessi styggi og hjartveiki hestur, að eg gat ekki betur séð, en að hann bæði treysti mér og væri orðinn elskur að mér. En sú breyting var að þakka því, að eg reyndi að sýna honum hlýju og nærgætni í allri meðferð, og að báðir gerðu sér far um að skilja hvor annan, þegar mest reyndi á. Næsta vetur seldi eg Roosevelt, en maðurinn sem keypti hann, kom honum í fóður eitthvað austur yfir heiði. En úr því fóðri kom hann aldrei aftur og urðu æfilok hans þau, að hann hengdist i húsi sínu þá um veturinn. Var hann þá aftur orðinn svo styggur og hjartveikur, að hann varð lítt höndlaður i húsi. Það þarf nærgætni, aðgæzlu og skilning til að meðhöndla hjartveika hesta. (Frh.) Staka. Máninn stráði myndum frá mæni fáðum háum, húms í gráði hékk hann á himins þráðum bláum. Hannes Guðmundsson.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.