Dýraverndarinn - 01.05.1931, Blaðsíða 8
34
DÝRAVERNDARINN
Hljóta ungir hörku reið,
liugur kvíða fyllist.
'J'eknir strax á tölt og skeið,
tilfinningin spillist.
Upphaflegum eðlisgang
að er minni þreyta,
Því er mikið færst í fang
fljótt um liann að lireyta.
Ekki er fögur sjón að sjá
suma ganginn þvinga;
af þvi minna fjör oft íá
fákar Islendinga.
Eg við þetta efni skil,
oft sem hugann fyllir,
finn að margt er fleira til
fjörinu sem spillir.
Hundarnir á Akri.
Eftir Ingnnni Pálsdóttur, frá Akri.
1. Lappi og Píla.
Hunda þessa áttu foreldrar mínir. Var Lappi eldri
og heimaalinn, en Pila kynjuð frá Leysingjastöðum
(næsta bæ fyrir framan Þingeyrar), en þar bjó þá
mágur minn, Guðjón Jónsson, Ásgeirssonar, frá
Þingeyrum. Hafði Pila kornið hvolpur að Akri. Bæði
vóru þau í stærra lagi að vexti til og mjög falleg
í hárafari. Áttu þau alstaðar vinum að fagna, vóru
fjörug og léttlynd, en þó árvökul í starfi sínu og
dugleg, enda fjárhundar ágætir. Og svo vitur vóru
þau og.eftirtökusöm, að segja mátti að þau skildu
nálega alt, sem við þau var sagt. Ætla eg mér til
gamans að rifja hér upp fáeinar sögur af þeim, en
margt er gleymt, því miður, sem gaman hefði verið
að segja frá.
— Haust eitt, síðla kvelds, kom fólk að Akri, sem
rekið hafði sauðíé til slátrunar á Blönduósi. Átti
fólk þetta fram yfir Húnavatn að sækja. En veðri
hafði verið svo farið í nokkura daga, að allmikið
frost var um nætur, en þiðnaði á daginn. Þetta
kveld hafði þó frostið verið með mesta móti, svo
að ekki þótti gerlegt að fara með hesta yfir á vað-
inu. Ferja er í Akri og var surnt af fólkinu, ásamt
öllum farangri, ferjað yfir um kveldið. En hestarn-
ir skildir eftir á Akri og liýstir; þar gistu einnig
menn þeir, sem eftir urðu.
Guðjón mágur rninn á Leysingjastöðum var einn
þeirra manna, sem heimleiðis hélt um kveldið. En
þegar hann kom á ferjustaðinn, saknar hann hunds-
ins síns, sem Kobbi liét; þótti Guðjóni miður að
hafa taj)að rakkanum, sem var ungur og litt vanur
ferðalögum, en þó mjög fylgispakur honum. En við
þessu var ekkert lrægt að gera í svipinn; ferjumann-
inn mátti ekki tefja með því að skreppa heim að
Akri og vita livort Kohhi væri þar, sem sennilegast
])ótti. Varð Guðjón svo að fara í það sinn, Kol>ba-
laus heim til sin.
Leið svo fram um hádegi næsta dag. Er Guð-
jón þá staddur úti á hlaði heima hjá sér, og sér
hvar þrír hundar koma tritlandi utan göturnar, sem
liggja lieim að bænum. Þekkir hann brátt Kobba
sinn og í fylgd með honum Akurshundana, Lappa
og Pilu. Bjóst þá Guðjón við að einhver maður frá
Akri væri rétt á eftir, en svo var ekki. Hundarnir
komu með miklum fagnaðarlátum til Guðjóns, eins
og þeir væru að heilsa honum, en fóru svo óboðnir
inn í eldhús til Steinunnar systur minnar, því að
liúsfreyjuna þurftu þeir að lritta, og sjálfsagt að
fagna henni, ekki síður en bóndanum, enda var hún
vön að hygla þeim. Þegar svo að ílátin vóru tæmd
og mestu gleðilætin af, lögðust allir hundarnir fram-
an við eldavélina og höfðu hægt um sig. Sú hvíld
varaði þó ekki lengi. Eftir stundarkorn risu allir
hundarnir á fætur og fylgdust að út á hlað. En þar
skildi með þeim. Lappi og Píla tóku á rás út göt-
ur, en Kobbi litli sat eftir á hlaðinu, og mændi á
eftir þeim.
Nú víkur sögunni að Akri. Þar var farið að hafa
gætur á fénu, og daglega gengið til þess og í kring-
um það; var það gert seinni hluta dags. En þegar
maðurinn, sem fjárins gætti, bjó sig að heiman ]>enn-
an dag, var hundanna fyrst saknað, og kunni eng-
inn neitt til þeirra að segja. Eftir örlitla stund komu
þau þó Lappi og Píla, en höfðu enga viðdvöl heima,
er þeim var sagt að fjármaðurinn væri farinn; lilupu
]>au rakleiðis út tún, og náðu manninum fljótlega.
Þegar við sáum þau svona sundblaut, Lappa og
Pílu, og að Kol>l>i var ekki með þeim, ]>ótti litill
vafi leika á því, hvaðan þau kænm. Þau höfðu ekki
treyst Kobba einum til ]>ess að synda yfir Húnavatn,