Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 9
DÝRAVERNDARIN N 35 og þá tekið upp hjá sér aS fylgja honum heim. En þrátt fyrir þa'Ö, gleymdu þau ekki skyldu sinni, og kornu aftur í tæka tíð, til þess aS annast fjárgæzluna heiina. Einu sinni sem oftar, var eg um tíma á Leysingja- stöÖum hjá Steinunni systur minni, en Gu'Öjón maÖ- ur hennar ekki heima. Þetta var snemma vetrar, bezta tið og Húnavatn á ágætum ís. Þegar eg hafði dvalið tvær nætur á Leysingja- stööum, komu þau þangaÖ einsömul, Lappi og Pila og var fögnuður Jteirra mikill og auðsæ gleði þeirra, er þau hittu mig. TöfÖu þau inni dálitla stund, fengu liressingu og klapp, og lögÖu svo af stað heimleiÖis. Er svo ekki aÖ orðlengja j)að, að Laj)])i og Píla komu yfir að LeysingjastöÖum, dag eftir dag og viku eftir viku, á hverjum einasta degi, og auÖsætt að erindiÖ var ekki annað en að finna mig og vita hvernig mér HÖi. Þá var búiÖ uppi á lofti á LeysingjastöÖum, og einn dag, j)egar Lappi og Píla komu, hélt eg mig þar og lét þau ekki sjá mig. Sátu þau ])á ýlandi og skrækjandi við stiganu og 1)árust lítt af, svo að eg kendi í hrjósti um þau og fór niður til ])eirra. Var mér þá fagnað með miklum gleðilátum. Mér hafði flogið i hug, að ef eg léti þau ekki sjá mig, mundu þau leggja af komur sínar. En þeim var eitt- hvað annað í hug, og undu engu öðru en að fá að sjá mig í hvert sinn. Daginn eftir datt mér í hug að nota þáu til að hera bréf heim til mín. Og ])egar þau vóru nýkomin, tók eg mig til, batt bréfið í klút, lmýtti honum um hálsinn á Lappa og segi svo við þau: „Þið eigið að færa henni móÖur minni þetta!“ Þau létu ekki segja sér það tvisvar, en bregða þegar við og halda heimleiðis. Þegar heim að Akri kom, var bærinn lok- aður, svo að þau komust ekki inn. En þau vóru ekki ráðalaus, fóru upp á baðstofuvegg og kröfsuðu ofur varlega, hvort með sinni löpp, í einn baðstofuglugg- ann. Var þá einhver sendur fram, til þess að opna fyrir þeini bæinn. Biðu þau þá ekki boðanna, en ruddust inn með fasi miklu og héldu rakleiðis til baðstofu og þangað, sem móðir mín sat við rokkinn. Lagði Lappi hausinn ofur góðlátlega i kjöltu henn- ar, mændi upp á hana augunum og dillaði skottinu. Tók móðir mín þá eftir klútnum um hálsinn á Lappa, leysir hann og finnur bréfið. Litu þá bæði til henn- ar sigri hrósandi, eins og þau vildu segja: Þarna höfum við skilað þessu, sem okkur var trúað fyrir. Þegar móðir mín hafði klappað þeim og þakkað fyrir skilsemina, löbbuðu bæði ánægð fram og lögðust fyrir, hvort í sínu bæli. Eitt sinn varð faðir minn að fá afbæjarmann, sem Jón hét, í göngurnar, vegna veikinda vinnumanns. Lappi var vanur að fara í göngur með fóstursyni foreldra minna, Jónasi Björnssyni, en hann var þá farinn í hurtu. Þegar Jón kom að Akri, segir faðir minn við Lappa: „Nú verðurðu, Lappi rninn, að fara í göngumar með honum Jóni.“ Lappi varð daufur á svipinn, en sat þó hjá á meðan verið var að búa út farangur gangnamanns. Það var venja móður minnar, að láta sér í poka aukamat handa hundinum, en gangnamaður geymdi pokann ])ar, sem fljótlegt var að ná til hans, svo að gefa mætti héppa við og við, bita til hressingar. En svo var hundinum vitanlega ætlaður annar mat- ur með nesti gangnamanna. Þegar móðir mín hafði lokið við að búa út nest- ið, ætlar hún með það fram úr búrinu. En þá hleyp- ur Lappi að borðinu og ýlir ámátlega, snýr sér svo að móður minni, mænir til hennar vonaraugum og lætur mikið. Hana furðar mjög á því, hvernig hund- urinn lætur, en skilur brátt hverskyns er: ])okinn með aukabitanum lá eftir á búrborðinu. Hún tók pokann, lét hann niður og gaf Lappa góðan bita, svo sem i viðurkenningarskyni fyrir að minna á ])ok- ^ann sinn. Var svo að sjá, að Lappi gleddist í svip yfir ])ví að sjá og finna að móðir mín skildi mál hans. En daufur var hann þegar hann var að fara; ])ó brá hann elcki þeim vana sínum, að hrista sig ' vingjarnlega framan í fólkið og fá klapp þess, eins og hann væri með þeim tilburðum að kveðja þau. En mest lét hann þó utan í foreldrum mínum og lengst var hann að kveðja þau. Það var einnig venja móður minnar, að láta gangnamanninn hafa aukavetlinga með sér, til þess að nota ])egar lagt var á hestana. Úr einum áfanga- staðnum reið Jón hart af stað, en hafði gleymt vet- lingunum. La])])i hleypur á eftir honum, en geltir svo hátt og hranalega, að Jóni verður það á að líta við. Snýr ])á Lappi til baka og sendist eins og kólfi væri skotið ])angað, sem lagt hafði verið upp, grípur vetlingana í kjaftinn, og færir Jóni þá. Aukséð cr, að Lappa hefir skilizt það strax, að ef hann hirti vetlingana, þá gæti hann ekki látið Jón heyra til sín, — ekki komið upp neinu bobsi. Þess vegna varð hann að vekja eftirtekt Jóns áður, og það tókst hon-

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.