Dýraverndarinn - 01.05.1931, Qupperneq 10
36
DÝRAVERNDARINN
um líka. — Og svona gætti hann hestanna og alls
íyrir Jón, enda dá'Öist Jón að honum og rómaði mjög
trúnað hans og dugnað.
2. Kolur.
Þegar foreldrar mínir brugðu búi, vorið 1909,
tókum við jörðina, Halldór Bjarnason maður minn
og eg, og bjuggum þar þangað til Halldór lézt, ár-
ið 1918. Á þessum búskaþarárum okkar áttum við
hund þann, sem að ofan er nefndur, og var hann
dóttursonur Pilu, sem sagt er frá hér að íraman.
Var Kolur freklega í meðallagi á vöxt, fríður sýn-
um og svaraði sér vel. Vandist hann snemma við
alls konar fjárgæzlu, reyndist ágætur í hvivetna og
með afbrigðum duglegur. Margt í háttum Kols þótti
bera vott um frábæra vitsmuni, og engu líkara en
að hann skynjaði alt, sem fram fór á heimilinu.
Gæfur var hann og góðlyndur, en yrði hann fyrir
snuprum, sem hann þóttist ekki hafaverðskuldað, var
hann á þær seingleyminn. En þótt hann væri að
eðlisfari mjög gæfur í lund, og seinþreyttur til
áfloga, fauk þó i hann á stundum, ef harkalega var
að honum veizt; tók hann þá hraustlega á móti og
beizt af mikilli grimd, svo að fæstir hundar höfðu
sigri að hrósa, sem á hann leituðu.
Margt mætti tina til um dugnað Kols og vits-
muni við fjárgæzlu, en líklega læt eg mér nægja
að segja hér frá einu atviki.
Á annan dag jóla 1914 var veður heldur kyrt
um morguninn, en útlit fyrir að breytast mvndi
]>egar fram á daginn kæmi. Þó var beitarfénaður
allur rekinn í haga, lömbin upp á svokallaða móa,
skamt upp frá bænum, en hrossin og íullorðna féð
suður á flóa. Var þá venjan að það rásaði suður
undir engjagirðingu, en þaðan var á móti veðri að
sækja, ef norðanhríð gerði.
Veðrið hélzt óbreytt þangað til að halla fór að
nóni. Þá l)rast hann á alt í einu og skall yfir norð-
an-blind-hríð og veðurhæðin afskaplega mikil.
Bjuggu þeir sig í flýti, Halldór minn og húsmaður, er
hjá okkur var, Benedikt að nafni, til þess að ná fénu
saman og koma því til húsa. Á hlaðinu talaðist svo til
á milli þeirra, að Bcnedikt færi suður á flóa á með-
an Halldór næði saman lömbunum og kæmi þeim
inn. Og skildi þar með þeim. Tókst Halldóri greið-
lega að ná lömbunum saman og koma þeim heim,
enda var hvorttveggja, að undan veðri var að sækja
og svo var Kolur athugull 0g ýtinn um reksturinn.
En þegar Halldór hafði hýst lömbin var Kolur
horfinn, og gegndi ekki þó að kallað væri. Hugði
Halldór þá að Kolur hefði skotizt heim að l)æ og
hleypur þangað, kallar í sífellu, en alt kom fyrir
sama, Kolur gegndi ekki og bærinn var aftur. Tef-
ur Halldór þá ekki, en hraðar sér, sem mest hann
má, suÖur á flóa til þess að hjálpa Benedikt, er
hann vissi að eiga mundi fult í fangi með að koma
fénu á móti veðrinu. Þótti honum því súrt í broti
að Kolur skyldi bregðast, er svo mikið lá við, enda
var Kolur mjög fylgis])akur húsbónda sínum og
hafði aldrei áður stokkið frá honum, eða yfirgefið
hann. En skamt hafði Halldór farið, er hann mæt-
ir Kol með féð og hrossin, en Benedikt eltir og
])arf ckki fyrir neinu að hafa. Var svo fé og hross
hýst og reyndist alt vera með tölu. Þegar útistörf-
um var lokið og piltarnir komnir inn, sagðist Bene-
dikt svo frá um dugnað Kols og hyggindi:
„Eg var ekki kominn nema spölkorn suður á fló-
ann, ]>egar Kolur kemur í hendings-kasti til mín.
Leit hann sem snöggvast vingjarnlega til mín, en
hljóp svo áfram og hvarf samstundis út í sótsvarta
hríðina. En von bráðar, og áður en eg gat búist
við, mætir Kolur mér og rekur þá hrossin og féð,
en sitt í hvorum hóp og hleypur alt af á milli. Fóru
báðir hóparnir með svo miklum hraða í móti slíku
veðri, að mér þótti undrum sæta, enda lá Kolur
ekki á liði sinu og fylgdi á eftir með dæmafáum
dugnaði. Þóttist eg skilja, af öllu athæfi Kols, að
hann mundi ráðinn í því að koma einn heim skepn-
unum, og lét eg mér það vel lika, en talsvert varð
eg að herða gönguna, til þcss að missa ekki sjón-
ar af öllu saman út í hríðina."
Ekki þóttust menn vera i vafa um ])að. að Kol-
ur mundi hafa skilið orð þau, sem fóru þeim á
milli, Halldóri og Benedikt, áður en þeir skildu,
og af hyggjuviti sinu fundið, að Benedikt mundi
litlu orka um heimreksturinn án hjálpar hans. En
hitt þótti merkilegt, að Kolur skyldi ekki bíða hús-
bónda síns, þvi að eins og áður er getið, var hon-
um ógjarnt að yfirgefa hann og fylgdi treglega öðr-
um, þótt hann hinsvegar gerði það, þegar honum
var skipað. Aldrei var það vani Kols að bita í hæla
þeirra ske])na er hann rak, en hvort honunt hefir
orðið ])að á í þetta sinn skal ósagt látið; ])ó má
geta þess, að allar voru skepurnar óhaltar og jafn-
góðar daginn eftir.
Eitt var það merkilegt um Kol, að svo virtist