Dýraverndarinn - 01.05.1931, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN
37
cins og hann licfÖi hugboÖ um margt, sem fram-
undan var, og duliÖ var algerlega fyrir mönnum.
Bróðursonur minn, Jón Bjarnason frá Steinnesi,
(síðar héraðslæknir í Borgarfirði, d. 1929), ólzt
upp hjá foreldrum mínum á Akri og dvaldi þar jafn-
an á sumrum öll sin skólaár. Hlökkuðu allir til
heimkomu hans á vorin, jafnt skyldir sem óskyldir,
enda var hann hvers manns hugljúfi. Þann dag, sem
von var á Jóni heim að Akri var ýmsum getum leitt
að þvi, hvora leiðina hann mundi koma: veginn að
vestan, sem liggur yfir Húnavatn, eða þjóðveginn
að austan. En Ivolur leysti jafnan j)á gátu, svo að
enginn þurfti lengi að vera i vafa um, úr hvaða átt
Jóns væri að vænta. Þann dag, sem Jóns var von,
sat Kolur tímunum saman við |>að túngarðshliðið,
sem Jón bar fyrst að, og vildi engu öðru sinna, en
híða hans þar. Eitt sinn man eg eftir, að kallað
var á Kol, er hann hafði dvalið um stund við tún-
garðshliðið og var hann ]>á daufur á svipinn, ]>ó
hann gegndi því, sem honum var sagt að gera; en
sá snúningur tók skamnia stund og flýtti hann sér
þá aftur að hliðinu. Það leyndi sér heldur ekki, að
mikill var fögnuður Kols, er hann hitti Jón, enda
var Jón fljótur af haki til þess að heilsa þessum
vini sínum, sem fyrstur varð til ]>ess að fagna heim-
komu hans. Þessum sið hélt Kolur sumar eftir
sumar, að híða Jóns við annaðhvort túngarðshliðið,
og hrást aldrei að Jón kom einmitt að því hliðinu
þar sem Kolur heið hans.
Annars hafði Jón miklar mætur á Kol og eitt sinn
á unglingsárum sínum orti hann um Kol vísu þessa:
'Vr
Kolur enn kjaftvíði,
kraft-mikli, húksíði,
hamrami, hárfríði,
hæst’r í málgríði.
Fjárvanur, fót lýði,
framsækinn, dár flýði;
létthugi í lífsstríði
leikur með háttprýði.
Aldrei fór ]>að dult, að Kolur fylgdist vel með
þegar einhver veikindi vóru á heimilinu og har sig
þá oft illa. Einkannlega var ]>ó cftir ]>ví tekið ]>ann
tima, sem Halldór maður minn lá banaleguna. Þá
leyndi sér ekki að Kol leið illa, var eitthvað svo
undarlegur og utan við sig, eins og hann gæti aldrei
á heilum sér tekið. Eftir lát Halldórs lét eg vesal-
ings Kol ekki lengi híða eftir skotinu, enda hafði
hann þá lifað sitt fegursta, orðinn þungfær til snún-
inga og hafði fengið ský á annað augað.
• •
Ondin á brunninum.
Sagan, sem hér fer á eftir, hefir það eitt til síns
ágætis, að vera sönn, og svo má líka geta þess, að
hún er fast að því 100 ára gömul. Kona ein há-
öldruð sagði mér hana, ]>egar eg var litill hnokki.
— Kerling sú var hæði minnug og fjölfróð. Hún
sagðist vera skygn. Séð hafði hún hæði huldufólk
og útilegumenn, huldukýr og háta, og sitt hvað flcira
af svipuðu tæi. — Dýravinur var hún mikill, og
hélt eg í æsku minni, að hún skildi hrafnamál.
,,.... Eg ólzt upp í eyju á Breiðafirði. Þar var
brunnur í túnjaðrinum. Hann var opinn og illa hirt-
ur, og stóð vatnið lágt í honum þegar ]>urkar og
hitar vóru á sumrin. Vatn úr honum var ekki notað
nema fyrir skcpnur og til ]>votta, þegar skortur
var á góðu vatni.
Andir verpa oft heima i túnum við hæi, og eru
spakar. Eitt sinn, síðla vors, har svo við, að vatns-
önd með unga kom á brunninn. VatniÖ í hrunnin-
um var í minsta lagi, og þótti ]>ví sýnt, að ungarnir
kæmust ekki upp úr honum án hjálpar. Nokkurir
clagar liðu, og vóru ungarnir kyrrir á hrunninum.
Móðir þeirra hélt trygð við ]>á, nema hvað hún
flaug venjulega einu cinni eða tvisvar á dag út í
mýrina eða fram á sjó, en var skamma stund í burtu.
Að ]>ví er virtist, höfðu litlu vesalingarnir nóg
að nærast á i varðhaldinu, því slý og grastoppar uxu
hér og þar innan í veggjum brunnsins. En ]>að leyndi
sér ]>ó ekki, að þeir kunnu illa við sig og þeim
leið illa. Þeir urðu ókyrrari og tístu meira með
hverjum deginum sem leið. Móðir þeirra gat ekki
vermt ]>á, og þeir fóru að verða blautir og úfnir.
Ástandið var ískyggilegt.‘‘
„Hvers vegna fórst ]>ú ekki ofan í brunninn og
lyftir ungunum upp á barminn, svo að þeir gætu
fylgt móður sinni á burt,“ sagði eg við gömlu konuna.
„Það var ekki hægt að gera það svo, aÖ gagni
kæmi,“ sagði hún. „Öndin var svo stygg, að þegar
komið var að brunninum, ]>aut hún langt i burtu,