Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1931, Qupperneq 15

Dýraverndarinn - 01.05.1931, Qupperneq 15
DÝRAVERNDARINN 4i aÖ verða þess vör, að vií5 tækjum eftir leik henn- ar, ]iví að hún var af og til að lita til okkar. Stundum skemti veiðibjallan sér við það, að stríða Kjartani. Hann þvoði matarílát okkar upp úr Sog- inu eftir hverja máltið. Synti fuglinn ])á oftast fram- an við bakkann. Ef drengur veik sér frá, var hún vís til að taka uppþvottarríjuna og leika knattleik með hana úti á vatni. og veifa henni hróðug fram- an i drenginn á milli. Fyrir kom ]iað, að veiðibjallan og krummi elduðu grátt silfur saman. Aðalmisklíðarefni þeirra var sviðabein, gamalt og skinið, sem lá við Sogið, skamt frá tjöldunum. Grunar mig, að annað hvort ])eirra hafi flutt það þaugað. ])vi að ekki var þaö’ frá okkur Kjartan og vcifíihjaUan. komið. Reyndi krummi að hrifsa beinið, en jafn- skjótt og hann náði taki á því, flaug veiðibjallan á hann, og varð krummi að láta laust herfangið eftir nokkrar sviftingar. Settist krummi ]iá upp á klett og sat um beinið, en veiðilijallan synti úti á Sogi og gaf því gætur, þar til krummi fór af stað og ráða þurfti á hann að nýju. Léku þau leik þenna stund- um klukkutímum saman. Við höfðum nokkur silunganet i Álftavat ii. Þóttist veiðibjallan okkar eiga fullan rétt á þvi, sem i þau slæddist. Létum við það kyrt liggja, en hitt var mið- ur vinsælt, að hún gerði engan greinarmun á net- um okkar og náungans. Hún fór í enga launkofa með gripdeildir sinar úr netunum. og sáum við að- ferð hennar við að ná i silungana. Hún sá úr lofti. ef silungur var í neti. sctt'.st ])á á vatnið skamt frá og synti að þvi. Dró hún netiÖ upp síðan, möskva íyrir möskva, með nefinu. og hélt ]>ví, sem upp var komið, með annari löppinni, þar til silungurinn var kominn upp að yfirhorði. Þá losaði hún hann úr netiriu og slepti því. Siðan greip hún nefinu um haus silungnum, sveiflaði honum upp, svo að hann varð lóðréttur, opnaði þá ginið upp á gátt og lét bráðina falla ofan í það. Aldrei lét veiðibjallan okkur taka sig, enda reynd- um við lítið til þess. Veik hún sér undan með hægð, er við gengum að henni. Styggari virtist hún við gesti en við okkur: Um miðjan september fluttum við alfarnir úr Þrastaskógi. Siðan hefi eg ekki séð veiðibjölluna okkar og ekki veit eg, hvað af henni varð. Hún hafði verið á vakki kring um auðan tjaldstaðinn nokkura daga, en hvarf svo og gerði ekki vart við sig, er tjöld komu á sama stað vorið eftir. — Kannske henni hafi orðið hált á því, að vera óhrædd við menn ? Aðalstcinn Signmndsson. Prýði. Þegar eg flutti að Miðhúsum i Biskupstungum vorið TQ22, fékk eg hjá Magnúsi hónda Gislasyni, sem þaðan flutti, rúmar 30 ær. Flestar vóru þær ágæt- ar að vexti og vænleik, og einkannlega duglegar að l)jarga sér til lieitar. enda hafði eg fljótt gaman af að kynnast þeim og háttum þeirra. All-túnsæknar vóru þær á meðan fyrst var að grænka, en hættu svo að hugsa um túnið og sóttu meira í hraunið, er þar fór að gróa. Ekki hafði eg átt þessar ær langa stund, er hver þeirra liafði fengið sitt nafn, eins og aðrar ær mín- ar, og hlaut ein þeirra nafnið Prýði. Var hún þá fjögurra vetra, i meðallagi stór, en mjög svipfríð og holdagóð. Túnsækin var hún, eins og hinar stall- systur hennar, en gekk þó þeim feti framar í því, að hún kom rakleitt heim að bæ og leit eftir, hvort heyhlaðan væri opin, og ef svo var, þá hoppaði hún niður í hana og tíndi í svanginn úr töðustálinu. Ald- rei amaðist eg við þessu háttalagi hennar, og mun jafnvel á stundum hafa opnað fyrir henni hlöðuna, er eg sá að hún var komin til þess að sækja tugg- una sina, því að ekki þurfti að hjálpa hennj upp

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.