Dýraverndarinn - 01.05.1931, Page 18
44
DÝRAVERNDARINN
DÝRAVERN DARI NN
kemur að minsta kosti á 11 a s i n n u m út á ári.
Dyraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
geíiö út hér á landi- Argangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er aö vinna aö upp-
eldis- og menningarmáli allra þjóöa, en það er sú
siöbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og
miskunnsemi við munaðarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i
honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli
allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi
sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um
að kynna blaðið.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýravemdar-
anum, eða fleiri, fá 20°/o í sölulaun.
Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga
ógreitt andvirði hans, eru vinsamlega beðnir að gera
skil sem allra fyrst.
Afgreiðslumaður
HJÖRTUR HANSSON,
Austurstræti 17. •— Reykjavík. — Pósthólí: 566.
an sauð í réttinni, sem ráfaði þar um alveg eirðar-
laus, og sama óróann og hræðslublandinn kvíða mátti
sjá á flestum kindunum í réttinni.
Eitthvað fleira ræddu þau um þetta, en árangur-
inn af þessu samtali varð sá, að verzlunarstjórinn
tók til óspiltra málanna og lét hækka og þétta grind-
urnar, svo að úr réttinni sást hvorki út á blóðvöll-
inn né til gálganna, sem stóðu lengra frá. Og aðrir
kaupmenn fylgdu dæmi Möllers og höfðu fjárréttir
sínar eins og hans.
III.
Þessi dæmi, þótt gömul séu, sýna, að margt er
hægt að gera til þess að dýrunum líði betur, ef menn
aðeins hafa hugfast, að þau eru skynsemi gædd og
eiga sínar tilfinningar. Og eg gæti bent á margt fleira,
sem litla fyrirhöfn kostar, en miðar þó engu að síð-
ur í sömu átt: að búa sem bezt við öll þau dýr,
sem við höfum undir höndum.
Sá maður, sem fyrst og fremst gerir sér far um
að skilja dýrin og hugsanir þeirra, hann mun jafn-
framt sjá og finna, hvað þeim er fyrir beztu og
breytir við þau eftir því. Á þessum skilningi bygg-
ist hin rétta meðferð dýra, og sá er dýravinur, sem
lætur mannúð ráða í breytni sinni við málleysingja.
Eg veit það með sannindum, að meiri og dýpri
vitsmuna gætir hjá þeirn dýrum, sem eiga við gott
atlæti að búa, en hjá hinum, sem lítið eða ekkert
er hirt um. Og þetta er ofur eðlilegt. Því að þau
dýr, sem enga vini eiga meðal manna, þeim er aldrei
veitt eftirtekt, og geta af þeim sökum aldrei gert
sig skiljanleg fyrir neinum,
Hundar og hestar, sem oft og mörgum sinnum
taka við að rata, þegar maðurinn er þrotinn og vilt-
ur orðinn, þeir ættu þó að eiga einn vin, að minsta
kosti, á hverju þvi heimili, sem þeir eiga heima á,
— en, því miður, vill helzt til oft verða misbrest-
ur á því.
En það er skylda allra, að vera dýrunum vinveitt
ir og sýna þeim nærgætni og mannúð i allri meðferð.
Verndarstöðin í Tungu.
Þar hefir verið skift um ráðsmann frá 1. maí að
telja. Hefir verið mikil aðsókn að Tungu í vor, svo
að, t. d. í maímánuði, hafa þar verið fleiri hestar
á eldi, en nokkuru sinni fyrr. Er Reykvíkingum að
skiljast það, smátt og smátt, að óvíða muni betur uni
hesta þeirra fara, en í Tungu. — Núverandi ráðs-
maður í Tungu er Sigurlás Nikulásson frá Lamb-
haga á Rangárvöllum.
Heimilisfang
ritstjórans er á Grettisgötu 67, og sendist þangað
alt það efni, sem birtast á í Dýraverndaranum.
Munið
að gjalddagi blaðsins
er 1. júlí.
Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen.
Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan.