Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1937, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.05.1937, Blaðsíða 12
24 DÝRAVERNDARINN tektirnar hefði oröiS helzt til daufar. Því aS aðeins tveir menn heföi svaraÖ bréfunum. KvaÖ ræÖumað- ur því sýnt, aÖ um útbreiÖslu blaðsins yrði aðallega að treysta á Reykvíkinga og skoraöi fastlega á fund- armenn og aöra félagsmenn, aö bregöast nú vel viö og útvega blaðinu sem ílesta nýja kaupendur. Þá bar Sæmundur jónsson fram eftiríarandi til- lögur: 1. Aðalíundur Dýraverndunarfélags Islands árið 1937 felur stjórninni aö sjá uin, aö flutt veröi í útvarpinu stutt ávörp, sem hvetji menn til mannúðar og miskunnsemi við dýrin. Sérstaklega verði þetta gert á vorin um varptímann, á haust- in í sláturtíð, og á öðrum þeim tímum, sem dýr- in er helzt hjálparþurfa. 2. Ennfremur felur fundurinn stjórninni að athuga möguleika fyrir því, að íélagið fái útvarpskveld til umráða, málefnum sínum til eflingar. 3. Fundurinn skorar á ritstjóra Dýraverndarans að hafa alt af eitthvað við barnahæfi i hverju blaði, og ef fært er, þá að gefa út aukabtöð fyrir börn, enda komi samþykki stjórnarinnar til í hvert sinn. Um tillögur þessar urðu nokkurar umræður, en síðan vóru þær bornar upp og samþyktar með öll- um greiddum atkvæðum. Reglur um sölu og afhendingu deyfilyfja lil geldingar húsdýra. t. gr. — Lyfsalar og læknar, sem hafa rétt til lyfjasölu, mega afhenda geldingamönnum, sem skip- aðir eru samkvæmt lögum nr. 123, 27. desember 1935, um geldingu húsdýra, nauðsynleg deyfingarlyf til þessara aðgerða (svo sem klóralhydrat, klóróform, eter og venjuleg staðdeyfingarlyf, önnur en kókain), i hæfilegum skömtum, gegn venjulegum eiturbeiðn- um og einnig að öðru leyti samkvæmt ákvæðum í auglýsingu landlæknis til lyfsala og lækna 19. nóvem- ber 1913, um sölu á eiturefnum til annarra afnota en lækninga (sbr. Lögbirtingablaðið 1913, nr. 52). Dýralæknar landsins gefa mönnum kost á að læra geldingu og meöferö deyfingarlyfja. 2. g.r — Geldingamenn, sem hafa í vörzlum sín- um deyfingarlyf þau, er um getur í 1. gr., skulu geyma þau í lokaðri hirzlu, er enginn hafi aögang að, nema þeir sjálfir, og hin eldfimu efni fjarri eldi, DÝRAVERNDARINN kemur að minsta kosti átta 'sinnum út á ári. Dýraverndarinn cr údýrasta blaöiö, sem nú er gefið út hér á landi. Árgangur hans kostar að eitts 3 krónur. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóöa, en það er sú siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i honum munu verða ritgerðir og sögur eftir ritfæra menn og merka. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra manna, ungra og gamalla. Og er eigi sízt leitað liðsinnis kennara og ungmennafélaga um að kynna lilaðið. Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Nýir kaupendur fá eldri árganga blaðsins, sem til eru, fyrir kr. 1.50 árganginn. Gjalddagi blaðsins er 1. júli ár hvert. Afgreiðslu blaðsins og innheimtu annast Hjörlur Hansson, Aðalstræti 18 (Uppsölum), 2. hæð. Póst- hólf 566. Reykjavík. Dýraverndunarfélag Islands. þailnig, að sem tryggilegast sé girt fyrir, að hætta hljótist af þeim. Þeir mega og ekki í neinu skyni láta lyf þessi af hendi til annarra. 3. gr. — Brot gegn reglum þessum varða sektum, 50—100 kr., nema þyngri refsing liggi við sam- kvæmt lögum. Reglttr þessar, sem settar eru samkvæmt 4. gr. laga nr. 123, 27. desember 1935, öðlast þegar gildi og birtast til eftiriireytni öllum, sem hlut eiga að rnáli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 28. apr. 1937. 77ermann Jónasson. Vigíús Einarsson. HEIMILISFANG ritstjórans er á Grettisgötu 67 og þangað sendist efni það, sem birtast á í blaðinu. Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands. Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen. Félagsprentsmiöjan.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.