Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1938, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.12.1938, Qupperneq 11
DÝRAVERNDARINN 63 krafan aö vera sú, að VaðlaheiöarhliSinu og öllum öörum hliöum, sem e. t. v. hefir veriö komiö fyrir úti á þjóðveg'um og víðavangi, verði tafarlaust breytt eins og Þingvallahliðinu, svo þau geti kall- ast hættulaus fyrir stórgripi. En er það þá nægi- legt? Eru veghliðin ekki, eftir sem áöur, stórhættu- legur útbúnaður fyrir sauöfénaöinn ? Jú, vissulega! Millibilið milli rimlanna var áður 8 til 10 cm., en eftir lagfæringu Þingvallahliðsins mun það vera um 4 cm., og sér hver heilvita maður, að kindur munu vafalaust fara með fæturna niður á milli hólk- anna, ef þær á annað borð áræða að fara út á grind- ina eða eru hraktar þangað. Og hvað segja menn þá um það, að kindur lendi í þvílíkri tálsnöru og verði að brjótast þar um tím- um saman, brotnar á fótum og' stórmeiddar? Þaö er engin afsökun, þótt menn geri sér vonir um, að menn rnuni bera þar að, til bjargar hinu liágstadda dýri; meiri líkur eru þó til ]?ess, að kindin líði þarna kvalafullan dauða og verði hungurmorða. Hugsum oss, að bill komi i myrkri og á fleygi- ferð að veghliðinu, og að kind sé föst í því, lang- mædd og limlest að brjótast þar um, er þá ekki ið búið, að bílstjórinn, sem ekki á von á neinum farartálma á veginum, aki á kindina, og gæti það þá orðið fleirum að fjörtjóni en kindinni einni? Er ekki hirðuleysi og skeytingarleysi manna um velfarnan dýranna nógu mikið og vont fyrir því, þótt menn leiki sér ekki að því, að leggja fyrir þau þvílikar skaðræðisgildrur, sem þessi margumtöluðu „hættulegu hlið“ i sannleika eru? Það er sagt, að þessi heimskulegi og harðýðgisfulli umbúnaður hliðanna sé tekinn eftir erlendum fyrirmyndum. Nema hvað? Það var svo sem sjálfsagt, að apa þetta eftir útlendingum! Erlendis getur hann e. t. v. átt við og verið til einhverra nota, en almennt mun þó eigi svo á það litið þar; mönnum þykir hann vera sér lítt til sóma og sjá hversu hættulegur hann er rnönnum og dýrurn. En svo er allt öðru máli að gegna þar og hér. Erlendis munu þvílik hlið óvíða að finna nema þá á landamærum milli jarða, en alls eigi við alfaravegi eða nálægt þeirn, og því síður, að svo sé um þau búið, að hætta sé á, að skepnur fari sér að voða, fótbrotni eða limlest- ist, enda óvíða annað eins kraðak af lausbeisluð- um fénaði úti á víðavangi, umhirðulausum. Hans er víðast hvar betur gætt og meira um hann hugsað erlendis, en almennt er1 hér á landi. Þar gera menn Barnið og boli hittast hér úb á víðavang’; og það virðist fara furðan- lega vel á með þeim, enda eiga þau eitt sameiginlegt æskuna. (Visir).j sér það ekki að leik, að kvelja „þarfasta þjóninn" eða aðra nytjagripi sína að óþörfu. Hvað ætti þá að koma hér í staðinn fyrir þenn- an óþolandi umbúnað, hættulegu hliðin úti um land- ið, þar sem fénaðurinn gengur umhirðulaus og hættunni ofurseldur á alla vegu? Hættulegu liliðin eiga að hverfa úil sögunni með öllu! Þegar menn koma að lokuðum hliðum og þurfa að fara inn eða út um þau, eiga þeir að nema stað- ar við þau, opna þau og loka þeim síðan á eftir sér! Þess er sem sé vænzt af hverjum kurteisum og sæmilega siðuðum manni, að hann virði eignarrétt annara manna sem sinn eigin og telji ekki eftir sér þá litlu t(if, eina eðá tvær mínútur, sem þetta rnundi valda honum. Eg hefi enn eigi ferðast með neinum þeim bíl- stjóra, sem eigi hefir talið það skyldu sína, að fara þannig að, þá er hann, hefir komið að lokuðu hliði á leið sinni; þeir liafa komizt allra sinna ferða fyrir því. Þetta er að visu litið atvik, en ef það yrði að fastri venju og ófrávíkjanlegri reg'lu allra vegfar- enda, væri það órækur vottur þess, á hversu háu menningarstigi þjóðin öll stæði, en alls eigi hitt, að setja hættulega farartálma á vegina, drápsgildrur fyrir menn og málleysingja.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.