Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 10
58 DÝRAVERNDARINN ur undir sjó. í þessu veöurlagi hlóöst krapasnjór- inn í skriðurnar ofan viS Litlufjörutorfu og varS aS höröum gaddi þegar upp birti. Þá kom þaö í Ijós, a'5 þrjár sau'ökindur voru í torfunni, neöst í henni, ])ar sem nokkur beit var fyrir tilstilli rign- ingarinnar, sem réíSi yfir neöstu ræmu torfunnar, þó aö krapsnjórinn réöi hiö efra. Eg þóttist vita, aö eg væri eigandi kindanna, því sést haföi í síö- ustu göngum, á næsta bæ, tvílemlxl ær, sem eg átti, en hvarf svo og kom ekki til skila. Nú var úr vöndu aö ráöa, annaöhvort aö fara i torfuna og tefla við lífsháska og það heföi ef til vill verið hægt, meö því aö styöjast við hundraö faðma langan vað niöur af fjallsegginni, því að minni lífshætta var aö fara upp á eggina bak viö torfuna, en aö fara niður í hana. Hinn kosturinn var sá, að láta skeika aö sköpuðu um það, hvort ærin gæti gengið þarna af ásamt lömbum sínum, svo sem tvö lömb höfðu gert veturinn eftir rnisl- ingasumarið nafntogaða, en þá var mildur vetur og jarðsæll. Eg tók þann kostinn, að hætta ekki lífi manna minna. Nú leið fram að jólum. Þá gerði eina hina mestu stórhríð meö hvassviðri, sem kom- iö getur á Norðurlandi og stóö í fjögur dægur eða fimm. Þá var hugsað með viðkvæmni til útigöngu- kindanna og búist við, að bálviðrið mundi sópa þeim fram af hömrunum. Þá myndi að vísu þeirra þraut vera á enda. En á hinn bóginn var það nú oröið nokkurskonar metnaðarmál, að ærin bjarg- aði sér og sínum, hvað sem á dyndi. — Hríðina birti, og var þá farið að svipast um i sjónauka, hvort nokkur lifandi skepna sæist í torfunni og kom þá í Ijós, að þær höfðu staöið af sér fárviðr- ið, þó að skjóllaust væri þar uppi. Nú leið fram að þorra og gerði þá harðindakafla og jaröbönn. Við sáum kindurnar færa sig til eftir þeim litlu snöpum, sem blánaði fyrir upp úr snjón- um. Þær voru helst á norðurjaðri torfunnar, en þar undir eru hamrar og haf. Eftir þennan harðinda- kafla batnaði veðrátta á góu og enn meira á ein- mánuði. ^ Nálægt sumarmálum var ein kindin horfin. Stutt- um tíma áður sást í sjónauka, aö annar dilkurinn var orðinn botnóttur (kindurnar voru allar hvítar). Þegar fækkaði um eina, þótti líklegt, að hún hefði fengið ormaveiki og falliö þess vegna í valinn. Síð- astliðið vor var svo gott, sem allur -landslýður veit; farið að gróa um sumarmál. Nú hugði eg, að ærin L ú pa. Ein af fáum ám, sem eg átti, hét Lúpa. Einhver hafði gefið henni þetta nafn, vegna útlits hennar. Annars var þetta myndarleg ær og svipfögur. Eftir að hún náði þriggja vetra aldri, var hún ávalt tví- lembd, og bar altaf snemma á vori. Hún átti fall- eg og heilbrigð lömb, gætti þeirra mjög vel og mjólkaði þeim vel. Það var í austan hvassviðri og ákafri kraparign- ingu, sem hún í fyrsta skifti átti tvö lömb. Smali hafði fundið hana langt úti í haga, alveg nýborna, gat ekkert sint henni og taldi líklegt, að lömbin mundu krókna úr kulda, ef þau væru þá ekki krókn- uð. Eg brá viö strax og hljóp nú eins hratt og eg gat. eöa i einum spretti, þar til eg fann Lúpu og lömbin liennar tvö. Hún var með lömbin í hlé við stein, og var sýnilega ant um að hlúa að þeim, og haföi komið þeim á spena. Þau skulfu þó af kulda. Nú voru góð ráö dýr. Eg þurfti að sækja á móti illviðrinu, til þess að að koma ánni og lömbunum heim. Þar að auki lá leiðin yfir tvennar sæbrattar væri framgengin og dilkurinn hennar. En þá brá svo við, að önnur’þeirra aöeins var uppistandandi. Nú var horft og spurt út í bláinn. Hvaö gat hafa orðið að fjörtjóni útigöngukind, sem staðið hafði af sér óveður og jarðbönn vetrarins ? Hvaða óvætt- ur gat nú hafa felt hana í valinn, þegar gróðurinn var kominn til sögunnar? — Annar dilkurinn henn- ar var hrútur og mátti búast við, að ærin væri með lambi. Það var ekki sennilegt, að mögur útigangs- ær kæmi hart niður við burð. Þvi að aldar ær og feitar koma harðara niður við burð en magrar ær. Þessi gáta réðist nú i haust, þegar Litlufjörutorfa var smöluð. Þá kom í ljós, að ærin hafði lagst af- velta við að fæða lambið sitt og dáið í fjörbrotun- um. Eg fékk þessa frétt að heiman i símtali fyrir fáum dögum ; hún kom þannig við mig, að eg sagði við sjálfan mig: Eg hefði viljað gefa fimmfalt verð ærinnar fyrir líf hennar, ef þess hefði verið kostur. Gimbrin, sem af gekk, og kom til skila er í með- allagi væn. Eg mun gera þá ráðstöfun, að hún fái að lifa og njóta sín, meðan hún getur bitiö gras og jórtrað heytuggu. (Ritað 31. október 1939).

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.