Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.12.1939, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 6 7 Laml'Spendýr. „LanddýralífiÖ á íslandi mun yfirleitt vera fáskrúðugra en í nokkru jafnstóru landi.“ (Þorv. Thoroddsen). Island er ægi girt á alla vegu, seni kunnugt er, og langt frá öðruni löndum. RæÖur því aÖ líkum, aÖ hér muni fáar tegundir landspendýra, aÖrar en þæ'r, sem forfeður vorir hafa meÖ sér haft í önd- verðu, eða síðar kunna að hafa verið fluttar til lands- ins. Fuglarnir þurftu ekki á aðstoð manna að halda. Þeir komu hingað á leiðum loftsins •— „með fjaðra- bliki háa vegaleysu". Og sumir undu sér svo vel, að sest var um kyrt og hvergi farið, þó að haustið þeytti lúður sinn og hoðaði konni hins kalda og langa vetrar. Lagardýrum var og leiðin greið að ströndum landsins, enda er sædýralíf hér við land talið „auðugt og margbrotið". En landspendýrum voru allar leiðir ófærar, jafnt um blávegu lofts sem í djúpi hafs og hranna. Þau komust ekki hingað, nema fyrir atbeina og aðstoð manna. Fjallarefur- inn er liklega eina undantekningin. Hann hefir skopp- að hingað á isum einhverntima í fyrndinni, skinnið að tarna, og verið hér fyrir, er forfeður vorir námu landið. Svo segir hinn lærði maður, dr. Bjarni Sæmunds- son, að spendýrategundir á íslandi og i sjónum við strendur þess, sé nú taldar 46. „Af þeim eru 26 sjávardýr og 20 landdýr.“ — Hann segir ennfrem- ur: — „Eins og alkunnugt er, er landspendýralíf Islands (þegar um villidýrin ein er að ræða) mjög fáskrúðugt að tegundafjölda, miklu fáskrúðugra en í nágrannalöndum vorum, hæði austan og vestan hafs. Hér á landi eru aðeins 6 landspendýr, sem tiienn hafa ekki flutt viljandi inn í landið; 3 þeirra (húsamús og 2 teg. rottu) hafa flutst með mönn- tmi, án vilja þeirra og vitundar, og hið 4., skógar- músin, sennilega líka. Annað hinna tveggja, sem hafa komist af sjálfsdáðum til landsins, hvítahjörninn, get- ur tæplega talist „heimilisfast“ hér, svo það er að eins eitt, fjallarefurinn, senr má telja að orðið sé tslenskt dýr, komið hingað án atbeina mannsins, og engar menjar finnast hér horfinna landspendýra. — Eil samanburðar má geta ])ess, að á Grænlandi, sem að mestu er þakið jökli, eru þó 8 landspendýr vilt, sem má telja góða og gilda Grænlendinga (íjallaref, úlf, hreysikött, hvítabjörn, hreindýr, moskusnaut, helsislæmingja og snæhéra), í Noregi 47 lifandi (2 horfin) og 1 aldauða (mammút) og i Danmörku álíka mörg lifandi og nokkuf aldauða." Ártíðarskrá dýranna hefir nýlega borist 50 króna gjöf til minningar um reiðhest Stephans kaupmanns Stephensens í Reykja- vík. Gjöfinni fylgdi svo hljóðandi erindi og mynd af hestinum: „Ártíðaskrá dýranna. Kr. 50.00. Sóði var fæddur 18. maí 1925 og feldur 28. ágúst 1939. Hann var ljósrauður að lit, með dökkri mön eftir baki, 54” á hæð. Sóði. Fæddur var hann og upp alinn í Hornafirði, í föðurætt Árnancskyn, en i móðurætt frá Ósi á Skóg- arströnd. Sóði var óvenjulegur vit- og gæðahestur, enda af völdu gæðakyni í báðar ættir. Hann fékk 1. verðlaun í 300 m. hlaupi á veðreiðum „Fáks“ 1933, og var þá þessi vísa kveðin af einum aðdá- anda hans: Hann var heitinn Sóði, hesturinn . í'auði, góði. Hann er hestaljómi, heitið besta er: Sómi. (Sig. Sig. frá Arnarholti). Reykjavík, i8./xi. 1939. Stephan StephensenS

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.