Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1944, Side 21

Dýraverndarinn - 01.02.1944, Side 21
DÝRAVERNDARINN Leiðrétting o. fl. í nóvemberblaði Dýraverndarans í vetur birtust hestavísur (Frosti) eftir Matthías Jochumson. Þótti mér kynlegt að sjá nafn hans undir vísunum, því kunnugt var mér fyrir löngu, að höf. þeirra er Guðmundur skáld Magnússon (Jón Trausti), enda standa þær í Kvæðabók hans. Orti hann vísurnar eftir beiðni og í orðastað Markúsar söðlasmiðs Þor- steinssonar (d. 1936), eiganda Frosta. Nýlega átti eg sírntal vi'ð Pál Steingrímsson rit- stjóra og sagði honum þetta. Varð hann ekki minna hissa en eg hafði áður orðið. Sagði Páll mér þá, að vísurnar væri prentaðar athugasemdalaust í síðustu heildarútgáfu af ljóðmælum Matthíasar (og nefndi blaðsiðutöluna) og þaðan hefði hann gripið þær traustataki. Heildarútgáfu Matthíasarljóða hafði eg aðeins handleikið eitt sinn í bókabúð, að mig minnir, en hafði þá ekki rekizt á vísurnar. En prentferill þessara hestavísna er orðinn sá, að rétt þykir að rekja hann hér til gamans. Vísurnar birtust í fyrsta sinn 1915 í Lögréttu (X. árg. bls. 197), blaði Þorsteins skálds og ritstjóra Gíslasonar. Fyrirsögn þeirra er Frosti, en undir þeim stendur aðeins M. og mun það eiga að minna á eigandann. Þá var Frosti nýfallinn. Hann var urn skeið kunnur gæðingur hér í bænum, snjallvakur og gat sér góðan hróður á Thomsens-kappreiðun- um svo nefndu. Vann hann þar tvisvar sinnum verðlaun, svo senr að er vikið í vísunum. En í þriðja vesturs. Einnig höfðu smalar frá Brú á Jökuldal séð til hans inn á Brúardal svo kölluðum; hafði hann lagt þar í „Jöklu" og haldið í sömu átt til vesturs. Eftir að Gáski kom heim úr ferð þessari, bar ekk- ert á honum og undi hann sér vel í heimahögum. Og þótt honum væri sleppt á Djúpavogi, hreyfði hann sig hvergi og lnigði ekki framar að bregða sér til átthaganna. Það virðist sem hann hafi viljað sjá átthaga sína áður en liann væri allur. Hann lifði í nokkur ár eftir þetta ferðalag. En ekki tók hann sér oftar orlof á lífsleiðinni. Lýkur svo að segja frá þessum nrerkilega vithesti. Vigfús Einarsson (frá Keldhólum). sinn var hann dæmdur frá verðlaunum og þótti ýmsurn ekki réttdæmi. Raunar var annar hestur, Beinteins-skjóni, honum skjótari að marki, svo að nokkuru munaði. En Skjóni, þótt ílugvakur væri, þótti ekki jafn hreinn á kostunum sem Frosti. Hafði Skjóni það til, væri hann hvattur og teygt um of úr ganginum, að „fleyta kerlingar“ á kostunum, sem svo er kallað á hestamannamáli. Man eg vel loka- sprett þenna og kurr þann, sem upp reis gegn dóm- nefnd. En þar fór sem oftar, að lítt dugir að deila við dómarann. Næst komu svo vísurnar í Kvæðabók Guðmund- ar Magnússonar, sem Þorsteinn Gíslason gaf út árið 1922 og prentuð var í Reykjavík. Standa þær á bls. 89 og fyrirsögnin Frosti. í þriðja sinn birtust þær í Dýraverndaranum 1926 (XII. árg. bls. 13). Þar er fyrirsögn þeirra Hestavísa og undir þeim M. eins og þegar þær birt- ust upphaflega í Lögréttu. Þykir mér sennilegast, að Santúel söðlasmiður Ólafsson, sem þá var í stjórn Dýraverndunarfélagsins og aldavinur Markúsar, hafi komið vísunum á framfæri við ritstjórann og formann félagsins, Jón fræðslumálastjóra Þórar- insson, en engum þeirra verið kunnugt um, að vísurn- ar voru þá fyrir skömmu prentaðar í Kvæðabók höf. Annars mundu þær hafa borið sitt fyrra heiti og undir þeim staðið, að Guðmundur Magnússon hefði ort þær fyrir eiganda Frosta. Og svo eru þær prentaðar í fjórða sinn í þriðju heildarútgáfu af Ljóðmælum Matthíasar Jochums- sonar, sem Magnús Matthíasson, sonur skáldsins, gaf út i Reykjavík árið 1936, og er þær að finna 1 bls. 711. En hvernig þær hafa komizt þangað mun fleirum torráðin gáta en okkur Páli Steingríms- syni. Annars mætti það verða rannsóknarefni ein- hverra ljóðfróðra manna að ganga úr skugga um, hvort ekki kunni eitthvað fleira að hafa slæðzt inn í heildarútgáfu þessa, því að svo virðist sem skáld- frægð Matthíasar, slikt höfuðskáld sem hann var, sé litilí greiði gerður með því að draga í hans dilk vísur annarra skálda og samtíðarmanna hans. Mundi þá og koma í ljós, hvort öll kvæði skáldsins, sem birzt liafa á víð og dreif í blöðum og tímarit- um, finnist i ljóðasafni þessu, því að eigi er grun- laust um, að sitthvað kunni þar að vanta, senr ljóða- vinir og unnendur skáldsins sakna. E. E. S.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.