Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Blaðsíða 2
,Þetta er ems oá að leggja í WóSuát stríð* Viðíiorf bætvilíi við búfénaði smam Mæðiveikin í íslenzku sauðle hefur orðið bænd- um og þjóðinni allri til svo mikils tjóns, að ekki verður með tölum talið, og hörmulegast er, að ekki virðist öruggt, að þar sé enda nær. Undaníarin ár hefur öðru hverju verið skorið niður fé bænda í þessari eða hinni sveitinni í Dalasýslu, og nú í haust verða þrír hreppar í sýslunni sauðlausir og tveir bæir í þeim fjórða. Hafa alls verið skornar 18 þúsund kindur frá 69 bæjum. En greindarbændur í þessum hreppum hafa fleiri en einn og íleiri en tveir l'ært mikil rök að því, að aðgerðir þær, sem ákveðnar voru af hlutaðeigandi ráðamönnum, séu engan veginn svo líklegar lil öryggis sem ætla mætti, þegar menn þekkja ekki náið til, og kemur ljós- lega fram kvíði bænda íyrir því að þurla ef til vill eftir fá ár að farga öllu fé sínu í þriðja sinn. Og er þá varla annað sýnt en bændur gelist upp á bú- skapnum og stór svæði fari í auðn. Ábyrgð þeirra manna, sem eiga að hafa lorsjá þessara mála fyrir hönd þjóðarinnar, er því geipimikil, ekki aðeins með tilliti til líðandi stundar, heldur og framtíðar- innar. Mrogunblaðið hafði viðtal við nokkra Dalabænd- ur um þessi mál, og létu þeir orð falla í samtölum, sem Dýraverndarinn vill ekki að liggi í láginni. Það kom sem sé fram, að hið mikla fjárhagstjón er þeim ef til vill ekki aðalatriði málsins, heldur það, sem á og þarf að vera viðhorí hvers góðs bónda og manndómsmanns til þeirra dýra, sem hann heíur undir höndum. I Stóra-Skógi í Miðdölum býr roskinn bóndi, Bene- dikt Þórðarson. Þá hefur og sonur hans reist ný- býli á landi jarðarinnar. Benedikt segir, þegar blaða- maðurinn spyr hann, hvað fjárskiptin muni koma til með að kosta: „Það verður mikið. Beinar bætur eru um 20 milljónir. Þá er girðingin milljóna virði, og allur flutningur á fénu suður til Borgarness kostar held- ur ekkert smáfé. Síðan er eftir að kaupa nýtt fé og flytja það hingað. Nei, menn hafa sjálfsagt ekki haft tíma enn til að hugsa þetta mál til enda.“ Síðan heldur Benedikt áíram: „Manni þykir nógu sárt að sjá á eftir lömbunum á haustin, þegar þau eru leidd til slátrunar, hvað þá að horfa á eftir hverri kind sinni, sem hal'a alizt upp lijá manni og orðið vinir manns. Þetta er eins og að leggja í blóðugt stríð.“ Þannig lauk þessi heiðursbóndi máli sínu. Þá var það Aðalsteinn bóndi Baldursson í Braut- arholti í Haukadal. Þar hafa nú tveir synir hans setzt að og liöfðu komið upp góðum búum, en Aðalsteinn að mestu hættur búskap. Þeir Brautar- holtsíeðgar hyggjast ekki flýja al' hólmi — minnsta kosti ekki að sinni — frekar en íeðgarnir í Stóra- Skógi, en Aðalsteini dylst ekki sú hætta, að bændur kunni að gefast upp og hverfa að öðrum störfum en búskap, ef enn verður höggvið í sama knérunn. Hann segir við blaðamanninn: „Það er öryggislevsið, sem mestu ræður um, að menn flytja á brott. Svo er annað, sem lítið er tek- ið tillit til. En það eru hin sálrænu áhrif, sem þetta liefur á bændurna. Það er mikið tilfinningamál fyr- ir góðan fjárbónda, að sjá á eftir hjörðinni sinni undir hnífinn. Þeir, sem hafa yndi af fjárrækt, taka það nærri sér.“ Auðfundið er, að hjá svona bændum ráða ekki hagsmunasjónarmiðin fyrst og fremst, heldur önnur, sem eiga sér svo djúpar og þjóðinni hollar rætur, að ef þær slitnuðu yíirleitt hjá íslenzkri bændastétt væri henni meiri voði búinn heldur en af flestu öðru, sem á daga hennar gæti drifið. Þá væri manndómur hennar og þar með öll sönn menning í veði. Einhvern tíma sagði vitur maður, að ekki væri íslenzk manndáð í hættu, meðan sjómennirnir ís- lenzku sæktu sjó af slíku kappi, að þeir veltu undir sér vélknúnum stórskipum. Því má hér bæta við, að meðan mörgum íslenzkra bænda finnst það eins og að leggja í blóðugt stríð að verða að sjá á bak búfé sínu, hvað sem öllum skaðabótum líður af hendi þjóðfélagsins, megi íslenzkum drengskap og þar með menningu teljast borgið. 70 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.