Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 15

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 15
DÚFAN, senj Ijjai'áítði fjórnm flugli&ixm Flestir — jaínt yngri sem eldri lesendur Dýra- verndarans — hafa einhverntíma séð dúfu. Dúfurn- ar eru fallegir fuglar og flughraðar eru þær. Dúfa er talin geta flogið 100 kílómetra á klukkustund í logni. Dúfur eru gæddar þeim liæfileika — eins og raun- ar flestir fuglar, að rata óskiljanlega vel heim til sín, þó að þær séu fluttar langt í burtu. Þær voru því áður notaðar mikið til að bera boð og bréf, en nú er sjaldgæít, að menn noti þær þannig nema að gamni sínu. Þó var það títt, að herflugvélar, sem á heimsstyrjaldarárunum voru látnar fljúga til at- luigana á sjóaðgerðum óvinanna, höfðu með sér bréfdúfur í þar til smíðuðum kössum. Þannig var það í einni flugstöðinni á austurströnd Englands. Einn morgun var flugvél send út yfir Norðursjó til að njósna um það, livort Þjóðverjar létu liin stóru herskip leggja frá landi. Flugvélin komst í kast við þýzkar orrustuflugvélar, og varð hún að nauðlenda á sjónum. Ahöfnin komst í gúmmíbát og liafði með sér dúfnakassann. Loftskeytamaðurinn hafði verið nýbúinn að liafa tal af flugstöðinni og tilkynna árásina, en ekki liafði hann sagt, hvar vélin væri stödd. Flugstjórinn tók nú dúfnakassann og komst að raun um, að önnur dúfan var horfin. Kassinn var hólfaður í sundur, og hafði annað hólfið brostið í lendingunni. Dúfan í hinu liólfinu var rennvot og ósköp deyfluleg. Vélstjórinn stakk henni á brjóst sér til að þurrka liana og verma, meðan flugstjór- inn skrifaði á miða, hvar siglingafræðingurinn teldi, að vélin hefði lirapað. Miðinn var síðan settur í mjög létt og lítið málmhylki, sem svo var bundið um annan fótinn á dúfunni. Hún var nú tekin að þorna, og henni var sleppt. Og hún greip til vængj- anna, þótt slæpt væri. í flugstöðinni var vélarinnar beðið með eftirvænt- ingu, en árangurslaust. Dúfurnar hafði flugstöðin fengið hjá blikksmið, sem bjó í þorpi skammt frá. Og eldsnemma um morguninn lningdi bóndinn og sagði, að önnur dúfan hefði verið að koma heim, en ekkert hylki væri við hana fest. Nú var áætlaður sá tími, sem liðið hefði, frá því Geirfugl og egg hans. að flugvélin tilkynnti árásina og þangað til dúfunni hefði verið sleppt. Og svo komust þá yfirmenn stöðvarinnar að þeirri niðurstöðu, að dúfan hefði verið 7 tíma á flugi. Síðan var það tekið með í reikninginn, að hún hefði orðið að þreyta flugið gegn allhvössum vindi, og loks var áætlað, eftir upp- lýsingunr sérfræðinga, að dúfan mundi ekki hafa flogið með meira en 40 kílómetra hraða á klukku- stund. Gúmmíbáturinn var þá, töldu hinir glöggu menn, á að gizka 280 kílómetra undan landi. Leitarflug\’élar og hraðbátur voru send af stað. Flugvélarnar fundu gúnnníbátinn 320 kílómetra frá strönd Englands, og hraðbátnum var tilkynnt þetta. Honum tókst að bjarga mönnunum og komast með þá, þrátt fyrir margvíslegar hættur, lieila í höfn. Dúfan, sem send var með miðann, kom aldrei fram, en hin hafði sloppið, þegar liólfið brotnaði. Það var haft eftir flugstjóranum, að honum hafi Jrótt dúfnakjöt mjög ljúffengt, en upp frá þessu skyldi það aldrei koma inn fyrir hans varir eða neinna, sem honum væru nákomnastir. DÝRAVER N D ARIN N 83

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.