Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Blaðsíða 8
Niðurinn í honum ærði upp í henni þorsta. En hún var rammlega föst. Hún var orðin fórnardýr þeirra manna, sem létu illa hirta og ryðgaða girð- ingu standa hér frammi á afréttinni. & Vi Feðginin á Gili riðu brokk framan troðningana, sem lágu út úr heiðinni og ofan í dalinn. Þau höfðu verið að reka stóð. Hundurinn Snati skokkaði á eftir þeim með lafandi tungu. Þokan þéttist smátt og smátt, svo það sá lítið frá sér, en það var blæja- logn og hafði verið mjög hlýtt um daginn. Þau fóru af baki í djúpri laut til að á hestunum. Inga litla, sem var 12 ára, settist á stein, því að hún var dálítið Jrreytt eftir alla reiðina. En pabbi hennar stóð og hélt í gráa folann, sem var í tamn- ingu og vildi ekki bíta með beizli, heldur stóð og japlaði mélin óánægjulega. Það var ekki þorandi að sleppa honum vegna þokunnar, |jví hann var styggur og livopulegur. Þetta var í fyrsta skipti, sem liann var teymdur svona langt. Við og við hneggjaði hann hátt, nasvængirnir Jtöndust út, og eyrun voru á sífelldu iði. Helgi bóndi klappaði honum og talaði hlýlega til hans. Allt í einu stökk Inga á fætur og fór að lilusta. Síðan leit liún á föður sinn og sagði: „Heyrirðu, hvernig hann Snati lætur? Hann gelt- ir Jressi ósköp einhvers staðar úti í J)okunni.“ Helgi hafði verið svo niðursokkinn í að róa Jiann gráa með gælum, að hann hafði ekki tekið eftir Jrví, að hundurinn var horfinn. Nú hlustaði hann. „Ja-á, Jjetta er satt, — hann geliir og geltir, og nú fer hann að góla! Hann hefur orðið var við eitthvað, sem honum þykir ástæða til að gera að- vart um. Við skulum fara og aðgæta þetta. Hann Snati er ekki vanur að stökkva svona frá okkur, — og þessi liljóð í honum, Jjau tala sínu máli.“ Inga brá við og náði í hnakkhestana, og þau voru fljót að komast á bak. Svo riðu þau ofan í móti. „Mér heyrist Snati vera hér suður og niður,“ sagði Helgi. „Við skulum beygja svolítið til vinstri, — maður sér svo lítið fyrir Jiokunni." Og svo sveigði hann hestinn suður og niður mýrarnar. Inga lét Blesa sinn fara á brokki. Hún varð feg- in, Jtegar Jrað sýndi sig, að Jjokuna heldur birti, eftir því sem neðar dró. Loksins grilltu J)au í Snata, og brátt sáu þau hann allgreinilega. Hann hvorki gelti né gólaði, en ýlfraði aumingjalega, Jregar hann sá Jiau. Hann stóð uppi á barði rétt hjá lækjar- gili, svo að segja alveg við afréttargirðinguna. Sunn- an við barðið húkti kind, hreyfði sig ekkert, að- eins horfði á Snata. Eeðginin riðu Jjangað, sem Jrau stóðu, kindin og hundurinn. Kindin starði sljóum augum á hund- inn, gaf íeðginunum engan gaum. Þetta var Golsa, föst á vírdræsunni. Eaðirinn og telpan sáu strax, hvað í efni var, og þau snöruðust af baki. Helgi batt Grána við girð- ingarstaur og gaf sér síðan tíma til að klappa Snata. „O, blessaður karlinn minn, Jretta er ekki fyrsta kindin, sem Jaú bjargar!“ sagði hann hlýlega. Snati leit mórauðum augunum á húsbónda sinn og dinglaði rófunni, var mjög glaður og ánægður yfir lofinu og gælunum. Inga hélt í Golsu, meðan pabbi hennar skar vír- inn úr ullinni á lienni. Golsa var búin að bíta og traðka alla grasrótina, svo langt sem hún hafði til náð, bletturinn var orðinn samfellt flag. Þarna liefði hún orðið hungurmorða, ef Snati hefði ekki fundið hana og látið lil sín lieyra. Þegar Helgi var búinn að losa Golsu, brýndi hann hnífinn á steini, J>ví hann ætlaði að rýja Golsu, og hann lét ekki sitja við orðin ein. Þegar hann var að ljúka við að rýja kindina, spurði Inga: „Hver á þetta mark, sem er á ánni?“ „Það er markið hans Gríms á Völlum," svaraði Helgi. „Ég kannast vel við J)á golsóttu, — ég man ég sá hana í göngunum í fyrra. Ég hekl ég J)ekki trassaskapinn í honum Grími — nennir ekki að rýja ærnar sínar, Jtegar J)ær koma heim í reyfinu á haustin." „Og svo fer svona,“ sagði Inga. „Já, og það er fleira, sem illt leiðir af svona hátta- lagi. Kindunum líður meira og minna illa í reyfinu allan veturinn, })ær fóðrast verr en annars, og svo verða lömbin minni. Þetta liefnir sín sannarlega." „Það er merkilegt, að menn skuli ekki einu sinni sjá sinn eigin liag, þó þeir hugsi nú ekki um bless- aðar skepnurnar,” sagði Inga og var orðin gremju- leg á svipinn. „Er ekki von þú segir })að,“ svaraði faðir hennar. „Bragð er að, })á barnið finnur.“ „En hún hefði nú getað fest sig, J)ó að hún hefði ekki verið nema í einu reyfi?“ sagði telpan. „Siður,“ sagði faðir hennar. „Og J)ó hún hefði 76 D Ý RAV ERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.