Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 10

Dýraverndarinn - 01.11.1963, Side 10
j ncjótu Leóenclurnir f T Tj • •• • ílvita bj ornmn i voktnm E,{tir Knud Rasmussen Knud Rasmussen var einn af merkustu mönnum dönsku þjóðarinnar á þessari öld. Hann var að nokkru a£ grænlenzkum uppruna, en uppalinn í Danmörku og hlaut Jtar menntun sína. Hann gerð- ist síðan mikill Grænlandskönnuður og vísinda- maður á jarðfræði, gróður og lífsskilyrði á Græn- landi, en einnig á grænlenzka tungu og menningu. Hann var valmenni og mikilmenni í senn og gerð- ist trúr vinur og málsvari Grænlendinga og fékk miklu áorkað um málefni þeirra, enda naut hann trausts í Danmörku, jafnt hjá almenningi, mennta- mönnum og stjórnarvöldum, Jiví að auk drengskap- ar síns, var hann heillandi maður í umgengni. „Hann Knud,“ sögðu Danir, og Jrá skildu allir, við hvern var átt. Það var einungis einn Iínútur, sem þannig var um talað. Hann var og listilega ritfær og skrifaði margar bækur og merkilegar, og eru goðsögur og sagnir, sem hann safnaði í Grænlandi, tvö geipiþykk bindi. Hann lézt að heita mátti á bezta aldri, og varð harmdauði allri dönsku þjóð- inni, Grænlendingum og fjölmörgum í öðrum lönd- um. Ég átti af tilviljun tal við hann fyrir 35 árum, og er mér hann ógleymanlegur. Ritstjóri. Það var einu sinni, þegar ég var á ferð á Melville- íióa með Qolutanguaq, einum af Eskimóum norður- hjarans, að á okkur skall blindbylur, sem stóð í heila viku. Sólarhring eftir sólarhring héidum við kyrru fyrir í snjóhúsinu, sem við hrófuðum upp í snatri, og Jregar loks birti og veðrið lægði, vorum við orðnir vita matarlausir. Þetta var fjarri hverju Þeir komu annað veifið í upphituðum bílum og kjössuðu klárana, en svo hurfu þeir á brott og létu vini sína, gæðingana, eftir í stormi, hríð og saltdrifi. byggðu bóli, og eina veiðin, sem við gátum gert okk- ur vonir um á Jjessum tírna árs, var hvítabjörn. Við höfðum á okkar snærum sína tólf hundana hvor. Þeir voru allir glorhungraðir, og handa þeim urðum við að afla fóðurs sem allra fyrst. Við héldum af stað með fyrstu skímu, en Jjað var tekið að skyggja, Jtegar ég Jróttist sjá á atferli hund- anna, að Iivítabjörn mundi í nándinni. Eskimó- inn hafði dregizt aftur úr, og ég mundi Jm verða einn um hituna fyista kastið. Loks kom ég auga á björninn. Ég leysti frá æk- inu fjóra af röskustu hundunum mínum, og brátt gat að líta sérstæða viðureign. Gulhvítur risinn snarsnerist sitt á hvað í fönninni, umkringdur geyj- andi og glefsandi riikkum. Hann reyndi auðsjáan- lega að láta leikinn berast í áttina til jakaruðnings, sem var skammt undan, og ég greip riffil minn og liraðaði mér sem mest ég mátti í áttina til hans. Ég varð að komast í dauðafæri, ella gat ég átt á liættu að hitta einhvern af hundunum. Þeir liöfðu slegið hring um hvítabjörninn, og vel gat liugsazt, að kúla, sem ekki lenti í liauskúpu eða á bóghnútu bjarnarins, færi í gegnurn hann og dræpi hund, sem að lionum sækti þeim megin, sem frá mér vissi. Nú var skárra að vera ekki skjálfhentur. Ég varð að dauðskjóta clýrið, Jjví hvítabjörn hefur ekki fyrr komið auga á veiðimann en hann gerir sér grein fyrir Jjví, að af manninum stafar honurn meiri hætta en hundunum. Ef skotið aðeins særir dýrið, brýzt Jjað út úr hundakvínni og ræðst umsvifalaust á sinn liöfuðfjanda. 78 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.