Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 5
Olía í sjóinn Myndin er tekin við Reykjavíkurhöfn. Fuglinn er löðrandi í olíu og er dauðans matur. Reynt var að þvo olíuna úr fiðrinu, en það reyndist árangurslaust. Fyrir skömmu varð uppvíst að eitt af minni tank- skipum flotans hafði dælt olíu í sjóinn. Athæfið komst upp vegna þess, að olía barst í fjörur og eitt- hvað fannst af dauðum fugli, sem ætla má að hafi farizt vegna þessa verknaðar. Við rannsókn málsins kemur í ljós, að við tank- hreinsun hafa þessi skip enga möguleika til að losna við úrgangsolíu nema dæla henni í sjóinn. Aðstaða í íslenzkum olíustöðvum eða í höfnum er engin til að taka við slíkri úrgangsolíu, enda vandkvæði að koma henni í lóg, þó hægt sé reyndar að hreinsa slíka olíu í hreinsunarstöðvum. Einnig hefur komið fram sú hugmynd, að hægt sé að nota slíka olíu til að rykbinda malarvegi, þó ekki skuli lagður á það dómur hér, hvort slík aðferð sé hagkvæm. Hitt er skýlaus krafa allra náttúruverndarmanna, að aðstaða sé sett upp til að hægt sé að losna við úrgangsolíu, sem til fellur við tanka- og vélahreinsun, svo ekki ráði tilviljun ein, hvar slík skaðleg óhrein- indi lenda. Það er í rauninni engin lausn, þó slíkum málum sé vísað til dómstóla til að fella dóma, þegar engin úrræði eru til að losna við úrgangsolíu á annan hátt. Oftast lenda þá aðeins menn í vandræðum, sem eru að gegna skyldustörfum á vanabundinn hátt. Hitt er miklu meira áríðandi, að augu þeirra, sem vald hafa og úrræði til að breyta illum venjum, opn- íst fyrir vandamálinu. Meginþörfin er að settir séu upp í höfnum tankar fyrir úrgangsolíu, sem sjómönnum sé gert að skyldu að dæla í hvers konar úrgangsolíum. Þá er fyrst hægt að fylgja því fast eftir, að lögum og reglugerðum sé framfylgt í hvívetna. Ritstjóra Dýraverndarans hefur á umræðufundi um þessi mál verið á það bent af kunnugum aðila, að þetta sé heldur ekki eina vandamálið að því er varðar meng- un í sjó. Ymis bifreiðaverkstæði og vélsmiðjur eru í vandræðum með að losna við úrgangsolíur, og eru það ýmsir aðilar, sem grípa til þess óyndisúrræðis að hella olíu niður í skolpræsin, en slík olía rennur beint til sjávar og mengar hafnir og fjörur. Er þessi ástæða meðal annars álitin eiga þátt í mengun Reykjavíkur- hafnar. D Ý R AV ERNDARINN 47

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.