Dýraverndarinn - 01.09.1972, Blaðsíða 18
Svartbakurinn er vágestur
Hann er tígulegur þegar hann tyllir sér á siglutoppana, svartbak-
urinn, og það er unun á að horfa, þegar hann svífur þöndum vængj-
um hátt í lofti í leit að æti. En svartbakurinn er ekki allur þar sem
hann er séður, því hann er hinn versti vágestur á varpstöðvum annarra
fugla. Þeir eru ófáir andarungarnir og æðarungarnir sem hafa hafnað
í maga svartbaksins.
Þó að flestar fuglategundir verði að hopa fyrir menningarbrölti
mannsins, þá er því þveröfugt farið með svartbakinn. Hann þrífst
vel í sambýli við manninn, og hirðir molana af allsnægtaborði
menningarinnar.
Eigi svartbakur sér paradís, þá hlýtur sú paradís að vera í líkingu
sorjúiauga, því varla er hægt að hugsa sér sorphauga án aragrúa
svartbaks. Síldar- og loðnuþrær fiskimjölsverksmiðjanna lítur svart-
bakurinn einnig hýru auga og klóakrörin frá borg og bæ eru hreinustu
matarbúr fyrir svartbakinn, og vaktar hann gaumgæfilega það, sem
skolpleiðslurnar skila til sjávar. Svartbakurinn gæti því vissulega
orðið hinn versti smitberi ekki síður en rottan.
Þó svartbakurinn sé aðallega bannfærður vegna eggja- og unga-
ráns á vorin er hann einnig þekktur fyrir fleiri spjöll. A meðan herzla
fisks var mikill atvinnuvegur, þá hurfu mörg tonn af hertum fiski í
maga svartbaksins, og enn meira var skemmt. Ennfremur er svart-
bakurinn valdur að því að éta mikið af lax- og silungsseiðum, sem
sleppt er í ár og vötn, og hafa verið alin upp með ærnum kostnaði.
Syndaregistur svartbaksins er því æði stórt, og margir sem hafa
horn í síðu hans og vilja hann feigan.
Það er vel líklegt, að enn eigi svartbak eftir að fjölga, ef ekki
verður að gert. Heitið er verðlaunum fyrir eyðingu svartbaks, en þó
greiddar séu 25 krónur fyrir fuglinn, þá er það varla fyrir skotfæra-
kostnaði. Aðallega eu það varpeigendur, sem reyna að skjóta svartbak,
og þá mest til að stugga honum frá. Starfsmenn fiskimjölsverksmiðja
eru sumir hverjir að stugga frá svartbaknum, en verða að fara að með
gát þar sem flestar verksmiðjur standa inni í byggðum svæðum. En
þó svartbak sé stuggað frá þar sem hann er óvelkominn, þá hamlar
það ikki á móti fjölgun hans.
Nokkuð er notað af svefnlyfi til að fækka svartbak og geta ýmsir
þeir sem hagsmuna eiga að gæta fengið slíkt lyf, en sú aðferð dugar
ekki lengi á sama stað, og er reyndar ekki mikið nomð ennþá.
Það er þegar augljóst, að eyðing svartbaks verður að skipuleggjast
í því augnamiði að ná meiri árangri í nánustu framtíð, ef ekki á
að horfa upp á ýmsar aðrar tegundir fugla hverfa í kjaft svartbaksins
fyrir fullt og allt. Urgangurinn frá manninum í ýmsum myndum
hefur valdið misræmi í þróun náttúrunnar, svo að skylda ber til að
hamla á móti eftir föngum.
Eyðing tófu og minks þykir sjálfsagður rekstur og er reyndar
skipulögð af ágætum embættismanni, og er ástæða til að skilja
Ef að er gáð, er svartbakurinn meðal feg-
urstu fugla. Það er reyndar furðulegt hve
hvítur og strokinn hann er um haus og háls,
þegar tekið er tillit til lífsvenja hans.
eyðingu svartbaksins ekki útundan, eins
og gert hefur verið. Það má ekki dragast
að Veiðistjóra sé sérstaklega falið að
gera gangskör að því að skipuleggja
þennan þátt í eyðingu meindýra.
60
DÝRAVERNDARIN N