Dýraverndarinn - 01.09.1972, Side 8
Hreindýr í Sœdýrasafninu.
Þegar burðurinn hefst á vorin, hverfa tarfarnir frá
hjörðinni nema þeir ársgömlu, sem fylgjast með aðal-
hjörðinni sumarlangt. Með stjórn þessarar hjarðar fer
vanalega gömul geldkýr, og stjórnar hún sínum þegn-
um af ráðvendni og reynslu. Meðgöngutími kúnna er
8 mánuðir og fæðast kálfarnir frá apríllokum og út
júnímánuð. Það er óvanalegt, að hver kýr fæði meira
en einn kálf. Hann getur fljótlega gengið og fylgt
hjörðinni eftir. Það vekur furðu, að kýrnar leita ávallt
á sama staðinn ár eftir ár til burðar og er sá staður
valinn þannig, að þær verði fyrir sem minnstri áreitni
og fái sem mesta ró. Kálfarnir eru svo á spena fram
til haustsins og verða kynþroska á hálfu öðru ári.
Utbreiðsla hreindýranna er oftast bundin heim-
skautahéruðum, en þó hafa þau frá alda öðli fundizt
á Hardangervidda í Suður-Noregi, og þar hafa fund-
izt merkar leifar steinaldarmanna, sem sýna, að hrein-
dýr hafa verið aðalfæða þeirra og allt þeirra líf hefur
raunverulega byggzt á þessari þarfaskepnu. I því sam-
bandi hafa fundizt víða dýragryfjur, sem dýrin voru
rekin niður í og þeim síðan slátrað. Staða þessara
gryfja sýnir, að jafnvel á þessum tímum hefur mann-
skepnan kynnt sér háttu dýranna og hagað veiðum
sínum þar eftir. Lappar, sem búa í nyrztu héruðum
Noregs, Svíþjóðar, Rússlands og Finnlands, fá allt af
þessum dýrum, bæði fæði og skæði, þótt nú á tímum
sé hreindýrahald á þessum slóðum meira rekið sem
aukaatvinnugrein.
A þeirri forsendu, að hreindýr gætu orðið okkur
Islendingum að sama gagni, voru þau flutt hingað til
Hreindýr eru félags-
lynd og sfást yfirleitt
fleiri saman.
50
DYRAVERNDARINN