Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 12

Dýraverndarinn - 01.09.1972, Qupperneq 12
undan fótum okkar, en hvorugt okkar virtist gefa þeim minnsta gaum. Þá tók ég allt í einu eftir því, að mamma var rennblaut í fæturna og öll með leir- slettum. Þetta kom mér undarlega fyrir sjónir, því að ég hafði aldrei séð mömmu svona útleikna fyrri. „Hvernig varðstu svona, mamma?” spurði ég og horfði undrandi á hana. „Það skal ég segja þér, þegar þú ert orðinn stór,” svaraði mamma, „en nú verður þú að muna mig um það, að gleyma þér ekki aftur við störfin þín, svo að ekki hendi þig svona óhapp aftur." Síðan kyssti mamma mig á kinnina og hvarf mér í bæinn. Ég stóð einn eftir á hlaðinu, sár yfir óhapp- inu. En hvers vegna var mamma svona blaut og slett- ótt? Löngu seinna, þegar ég var orðinn stór, sagði mamma mér, að þessa nótt hefði hún vaknað við það, að kind var að kroppa uppi á baðstofuþekjunni. „Aldrei hefur mér brugðið meira en þegar ég kom út og sá Móra gamla sofandi í bæjargöngunum og túnið fullt af fé, en þig — sjö ára gamla drenginn minn — sá ég hvergi. Ég hljóp út á bæjarhólinn, eins og ég hafði svo oft gert áður, þegar ég var að gæta að þér, en nú brá svo við, að ég sá þig hvergi. Þá tók ég sprettinn út að búinu þínu, síðan niður að ánni, því að mér kom í hug, að þú hefðir gleymt þér við hornsílaveiðar í síkinu. Þegar ég fann þig ekki heldur þar, leizt mér ekki á blikuna. Þá var eins og hvíslað væri að mér: bæjarlækurinn. Ég vissi, að þú varst farinn að dunda við hann, og þegar þetta skeði, var mikið vatn í læknum. Það greip mig hræðsla, og ég þaut af stað eins og fætur toguðu, beint af augum Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10:00—19:00. Sædýrasafnifi heim að bæjarlæknum, yfir hálfófæra, pyttótta mýr- ina. Ég hirti ekkert um það, þótt ég vöknaði í fætur eða þó að leireðjan slettist um mig, en aldrei gleymdi ég þeirri stund, þegar ég fann þig þarna sofandi." Sjálfsagt hafa margar mæður svipaða sögu að segja og móðir mín. Þær hafa átt ótaldar vökustundir, með- an aðrir sváfu, er þær hugsuðu um börnin sín ein úti að basla. Þegar regnið dundi, eða þokan, grá og þykk, fyllti dalinn hálsa á milli, var nóttin ótrúlega löng og ætl- aði helzt aldrei að líða. Þá var maður alltaf að hugsa um tímann — „klukkuna" inni á baðstofuþilinu, en það var engin leið að sjá á hana, því að fólkið svaf í baðstofunni og ég mátti ekki vekja það. Ég varð því að læðast að klukkunni eins og þjófur. A þessa klukku leit ég aldrei, þegar bjart var veður. Þá hafði ég aðra til þess að fara eftir, sem ekki sá á í þokunni, því að hún var í þriggja kílómetra fjarlægð og gaf aðeins tímamerki einu sinni á sólarhring. Mér féll þokan verr en mikil rigning, því að í þok- unni var mér ómögulegt að fylgjast með fénu, þegar það nálgaðist túnið. Þegar ég svo loksins sá það koma, sýndist mér helzt vera þar ferleg tröll á ferðinni, og litlu lömbin voru eins og stærstu stórgripir. I fyrsta skipti sem ég sá skepnur í þoku, varð ég hálf smeykur, en Móri gamli var með mér, og að honum fannst mér alltaf mikill styrkur. Það var líka einu sinni á bjartri vornótt, um lágnættið, að Móri bjargaði lambi. Ég var að reka kindur, sem sóttu óvanalega mikið í túnið, en í lengra lagi frá bænum, eða nokkru fyrir utan Grástein, en svo heitir steinn einn stór og mikill, grár Dýravinir! 54 DÝRAVERNDARIN N

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.