Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.05.1956, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 29.05.1956, Blaðsíða 6
Hijeir Hrjm sjílf hjörinn forseti jslands nsstii hjörtímabil Núverandi forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, er sjálfkjörinn í œðsta embætti landsins næsta kjörtímabil. Verður ekkert for- setakjör í sumar. Frá þessu er skýrt í tilkynningu frá ríkisstjóm- inni, svohljóðandi: Hinn 19. þ. m. var útrunninn framboðsfrestur til forsetakjörs. Kosning fer ekki fram, þar eð að- eins einn maður, Ásgeir Ásgeirs- son, núverandi forseti, var boð- inn fram. Hafði hann léð sam- þykki sitt til þess að vera í kjöri. Fullnægt var öllum skilvrðum laga um framboðið, og barst dómsmálaráðuneytinu í tæka tíð lögmælt tala meðmælenda úr hverjum landsfjórðungi, ásamt tilskyldum vottorðum yfirkjör- stjórna um að hlutaðeigandi kjós- endur væru á kjörskrá. 011 gögn varðandi framboðið hafa verið send hæstarétti, sem gefur út kjör- bréf forsetans. — Reykjavík, 20. maí 1956. — Dóms- og kirkju- málaráðuneytið. ___*____ Tvær heimsóknir Um hvítasunnuna kom Knatt- spyrnufélagið Þróttur, Rvík í heimsókn hingað til Akureyrar og þreytti kappleiki við ÍBA. Úrslit leikanna urðu þessi: A-lið meistaraflokks Akureyr- arfélaganna, KA og Þórs, sigraði meistaraflokk Þróttar með 3 mörkum gegn 1. B-lið Akureyrar- félaganna tapaði fyrir sama liði með 1:3. Lið úr III. og IV. fl. Þróttar vann A-lið III. og IV. fl. Akur- eyrarfélaganna með 4 mörkum gegn 3 en B-lið sömu flokka með 3 gegn 1. Meistaraflokkur kvenna í hand- knattleik úr Akureyrarfélögunum og Þrótti kepptu á sunnudaginn og skildu liðin jöfn, með 2 mörk- um gegn 2. Var leikurinn endur- tekinn á hvítasunnudag, og varð enn jafntefli, 3:3. Um síðustu helgi kom svo knatt spyrnuflokkur frá íþróttabanda- lagi Keflavíkur og keppti við A- og B-lið ÍBA. Fór fyrri leikurinn þannig að A-lið ÍBA vann með 3 : 2, en sá síðari svo, að B-lið ÍBA vann með 2 : 1. Einnig fóru fram tveir leikir milli sameigin- legs liðs úr III. og IV. flokkum, og unnu Akureyringar fyrri leik- inn með 2 : 0, en Keflvíkingar hinn síðari með 3 : 0. ___ ÚLTÍMA opnar fataverzlun á Akureyri. KlæðagerðinÚltíma opnaði úti- bú í Hafnarstræti 100 hér á Ak- ureyri fyrir helgina. Er þetta fata- verzlun og fötin úr innlendum og erlendum dúkum. Últíma er 15 ára um þessar mundir. Forstjóri er Kristján Friðriksson. Verzlunarstjóri hins nýja útibús hér er frú Margrét Ólafsdóttir. nmm\ Þriðjudagur 29. mai 1956 Friðjón Skarphéðinsson: Krafd Sjdlfstœðisflohhsins er lögious Þau tíðindi hafa gerzt, að um- boðsmenn landslista Sjálfstæðis- flokksins hafa haft uppi þá kröfu við Landskjörstjórn, að líta beri á Alþýðuflokkinn og Framsókn- arflokkinn sem einn stjórnmála- flokk og þess vegna beri að úr- skurða, að nefndir flokkar eða kosningabandalag þeirra hafi einn sameiginlegan landslista í kjöri við kosningarnar 24. júní n. k., eða a. m. k., að þeim verði sameiginlega úthlutað uppbótar- þingsætum, svo sem um einn flokk væri að ræða. Þessa furðulegu kröfu byggja umboðsmenn Sjálfstæðisflokksins á því, að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn „hafi stofnað til sameiginlegra fram- boða í öllum kjördæmum, stofn- að til algers kosningabandalags, algerrar sameiningar flokkanna,“ eins og það er orðað í greinar- gerð þeirra, Þá er staðhæft, að frambjóðendur þessara flokka séu boðnir fram undir merki sam- Hins vegar er það vitanlega al- rangt, að þessir flokkar hafi stofn að til „algjörrar 6ameiningar flokkanna“. Slíkt hefir aldrei komið til mála og er það alþjóð kunnugt. Stjórnmálaflokkar þess- ir hafa hvor sitt flokksskipulag og sína stjórn og flokkslög eða sam- þykktir. Þeir hafa og hvor sína stefnuskrá og hvor sín flokksblöð og fjárhag. Hitt er rétt, að sam- fara kosningabandalagi hafa þess- ir flokkar gert með sér samkomu- lag um lausn dægurmála þeirra, sem nú eru aðkallandi, en sam- komulag þeirra nær ekki til hinna almennu stefnumála flokkanna. Því hefir verið lýst yfir, að þeir muni mynda stjórn til þess að framkvæma samkomulagið um dægurmálin, ef þeir fá þingfylgi til. Það er því alröng staðhæfing, ef sagt er án frekari skýringa, að flokkar þessir hafi sameiginlega stefnuskrá. Hugsanlegt er að Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn eiginlegrar stefnuskrár og í því fái hreinan meiri hluta á þingi, skyni að mynda samstæðan þing- j án þess að hafa meiri hluta at- flokk, er á þing kemur. Þetta sé kvæða landsmanna að baki. Það gert til þess að freista þess að fá sýnir einungis, að stjórnarskrár- hreinan meirihluta á þingi og ákvæði um kosningar eru ekki gæti slíkt auðveldlega átt sér ^ eins fullkomin og æskilegt væri. stað, án þess að flokkar þessir ^ En meðan þau ákvæði eru í gildi hafi meiri hluta kjósenda að baki J og hefir ekki verið breytt með sér. Slík kosningaúrslit séu bæði stjórnskipulegum hætti, verður andstæð anda og orðalagi stjórn- arskrárinnar og kosningalaganna og sé því bandalag Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins ó- heimilt, ef skoða á þá sem tvo stj ómmálaflokka. Á það hefir ekki verið dregin dul og það er opinberlega viður- við þau að una. Eftir kosningarn- ar 1953 var því mjög á loft hald- ið í blöðum Sjálfstæðisflokksins, að hefði flokkurinn fengið 464 atkvæðum fleira í 5 kjördæinum, hefði liann fengið hreinan meiri hluta á Alþingi. Sjálfsagt hefir þetta verið rétt reiknað. Flokkur- kennt, að Alþýðuflokkurinn og'inn fékk þá 37.5% atkvæða Framsóknarflokkurinn hafa gert með sér kosningabandalag og flokkar þessir bjóða ekki fram til þings hvor á móti öðrum. landinu. Ef 464 atkvæðum hefði verið bætt við, hefði hundraðs- hlutinn hækkað lítilhátttar, kann- 6ke í 39%. Blöð Sjálfstæðis- Krabbameinsíélag Akureyrar gefur Fjórðungssjúkrahúsinu 10 þús. kr. tii kanpa á röntgenlækningatækjum Á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar, sem haldinn var 18. þ.m. var samþykkt að gefa Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 10 þúsund krónur til kaupa á rönt- genlækningatækjum. Slík röntgen- lækningatæki eru fyrst og fremst notuð til geislunar krabbameins- sjúklinga, þótt auðvitað sé einnig hægt að nota þau til geislunar fleiri sjúkdóma. Tæki þessi eru mjög dýr, og eru þessar tíu þús- und krónur því aðeins mjög lítill hluti kostnaðarverðsins, en félag- ið vill þó með þessari gjöf sinni sýna vilja sinn á því að hrinda málinu í framkvæmd, þar eð mjög mikil þörf er á að hægt 6é að framkvæma geislalækningu á krabbameinssjúklingum hér Fj órðungssj úkrahúsinu. í stjóm Krabbameinsfélagsins eru: Jóhann Þorkelsson, Stefán Guðnason, Þengill Þórðarson, Guðm. Karl. Pétursson, Jakob Frímannsson, Bernharð Stefáns- son og Pótur Jónsson. ____ Er ákveða skal, hvort Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn megi hafa hvor sinn land- lista, eða hvort þeim beri að hafa sameiginlegan landlista eins og haldið er fram af hálfu umboðs- manna Sj álfstæðisflokksins, verð- ur að gera sér grein fyrir, hvað átt er við með orðinu þingflokkur í 31. gr. Stjórnarskrárinnar. Engin almenn skýring er á þessu í Stjórnarskránni eða kosn- ingalögunum. Verður því að túlka þetta eftir almennri mál- venju og reynd. Samkvæmt því er þingflokkur sá stjórnmálaflokkur, sem hlotið hefir a.m.k. einn kjör- dæmakosinn þingmann en stjórn- málaflokkur er, samkvæmt skýr- ingu Einars Arnórssonar í riti um réttarsögu Alþingis, samtök manna, er tekið hafa sér nafn og sett sér einhverjar skipulagsregl- ur, kosið sér stjórn og ákveðið sér stefnu í landsmálum og birta hana opinberlega. Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn fullnægja hvor um sig þessum skilyrðum og verður því ekki ve- fengt, að þeir eigi hvor um sig rétt til uppbótarþingsæta, ef þeir fá hvor um sig a. m. k. einn mann kjördæmakjörinn og ef atkvæða- magn þeirra, hvors fyrir sig veit- ir þeim rétt til þeirra. Geta má þess, sem kunnugt er, að í kosningunum 1937 höfðu Sjálfstæðisflokkurinn og Bænda- flokkurinn kosningasamvinnu í mörgum kjördæmum, þannig að hvor flokkurinn studdi frambjóð- anda hins á víxl og þótti þá ekki tiltökumál. í Eyjafjarðarsýslu, sem er tvímenningskjördæmi, var þessi samvinna með þeim hætti, að þessir flokkar buðu fram hvor sinn mann, með það fyrir augum, að þeir yrðu kosnir saman. Krafa Sjálfstæðisflokksins um að Alþ'ðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafi sameigin- legan landslista, eða að þeim verði sameiginlega úthlutað upp- samræmi við atkvæðatölu sína J bótarþingsætum, er löglaus með við almennar kosningar”. Fram- öllu. Úrskurður landkjörsstjórn- bjóðendur þeirra flokka, sem ar, sem væntanlegur er á morgun flokksins hörmuðu þá, að þetta skyldi ekki fara svo. Þetta sýnir á sama hátt, að kosningalöggjöf- in er ekki eins fullkomin og æski- legt væri. Ilins vegar þótti blöð- um Sjálfstæðisflokksins ekkert við þetta að athuga, ef þeirra flokkur hefði haft slíkan þing- meirihluta. Nú segja umboðsmenn Sjálf- stæðisflokksins að þetta sé á móti anda og orðalagi Stjórnarskrár- innar. Þetta er líka hvort tveggja rangt. Þótt leitað sé vandlega í Stjórnarskránni, kemur þar hvergi fram með einu orði, að þingmeirihluti skuli hafa meiri- hluta atkvæða kjósenda í landinu að baki. Um anda Stjórnarskrár- innar að þessu leyti er það að segja, að eins og sýnt var hér að framan, getur hæglega farið svo við framkvæmd fyrirmæla henn- ar, að stjórnmálaflokkur eða stjórnmálaflokkar fái hreinan meiri hluta þingmanna án þess að hafa hreinan meiri hluta kjós- enda. Þetta er ekki hér sagt sök- um þess að skynsamlegt eða eðli- legt sé að haga þessu þannig, held ur vegna hins að þannig eru þessi stjórnarskrárákvæði og meðan svo er, verður þar við að sitja. í 31. gr. Stjórnarskrárinnar er .gert ráð fyrir að „flokkar“ hafi landlista í kjöri. í sömu grein segir, að á Alþingi eigi sæti „allt að 11 þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu hafa landlista í kjöri, og jöfnun- arþingsæti fá, taka sæti eftir regl- um, sem ákveðnar eru í lögun um kosningar til Alþingis. (mánudag 28. maí), um þetta at- riði, mun staðfesta það. 27. maí 1956. Tðlandi tólur Við bæjarstjórnorkosningarnar 1946, 1950 og 1954 voru atkvæðatölur Alþýðuflokksins og Framsókarflokksins annars vegar og íhalds- ins hins vegar hér ó Akureyri þessar: 1949 A og F 1438 atkv. íholdið 808 — 1950 A og F 1493 — íhaldið 1084 — 1954 A og F 1510 — íhaldið 1131 — Það er þannig augljóst mól, að kjósi allir kjósendur Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins fró bæjarstjórnarkosningunum 1954 Friðjón Skarphéðinsson nú, þó verður hann þingmaður Akureyrar næsta kjörtímabil. — Kjörorðið er FRIÐJÓN Á ÞING FYRIR AK- UREYRI.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.