Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 23.10.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 23. október 1956 ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðujlokkslélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGLRJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 40.00 á ári. Lausasala kr. 1,00 blaðið. Prentsrn. Björns Jónssonar h.j. Óígan í grann- löndum Rússa Það er nú lýðum ljóst af frétt- um, að mikil sjálfstæðishneigð er nú uppi meðal kommúnista- flokkanna í Austur-Evrópuríkjum þeim, sem eftir heimsstyrjöldina síðari tóku upp stjórnarfar komm- únismans undir hersetu Rússa í þtim löndum. Er ekki annað sýnna en svonefndur Títóismi fari sem logi yfir akur þar nú, og hef- ir Ungverjaland komið þar einna n.est við sögu undanfarið. En nú hefir tjaldið allt í einu lyfzt hæst yfir Póllandi og atburðirnir þar skyndilega vakið heimsathygli. Erfitt er að átta sig vel á at- burðarásinni austur þar, sökum ónógra upplýsinga. En þó er ekki annað sýnilegt, en að Rússar hafi brennt sig í þessum ríkjum á ná- ktæmlega því sama og allar yfir- ráðaþjóðir hafa brennt sig á fram til þessa dags: Þeir hafa ai ðrænt og undirokað á einn eða annan hátt þessar grannþjóðir sínar og jábræður um stjórnar- háttu. Þeir hafa troðið á sjálf- stæðiskennd þeirra, unz þær hafa ekki þolað mátið, en gripið til gagnráðstafana, og hættuminnsta að þeirra dómi og um leið áhrifa- rikasta ráðið hefir verið Títóism- inn, sjálfstæður, þjóðernissinnað- ur kommúnismi. Andóf valdhafanna í Moskvu gegn Stalinismanum hefir glætt þessa stefnu í grannlöndum Rússa, að manni virðist, og um leið gert rússnesku valdhöfunum óhægt um vik að bæla hana nið- ur. Þetta virðist nærtakasta og eðlilegasta skýringin á því, að andstalinistinn Krústjoff skuli hafa misst stjórn á skapi sínu í Varsjá á dögunum gagnvart Go- mulka, nafntogaðasta Titóista Póllands nú og eindregnum and- slalinista. Það eru heiftvekjandi örlög að verða að berjast fyrir pólitískri tilveru sinni gegn skoð- analegum jábræðrum sínum. Fréttir frá Póllandi eru annars í stuttu máli þær, að Gomulka, áður. einn aðalmaður kommún- ista í Póllandi en síðar um 7 ár í ónáð flokksins, er þar á ný kom- inn í sátt við flokk sinn og orðinn hinn sterki maður. Hann krefst nteira sjálfstæðis til handa landi sínu gagnvart Rússurn og heimt- ar, að erindrekar þeirra í stjórn landsins — fyrst og fremst rúss- neski hershöfðing Rokossovsky, hermálaráðherra Póllands — verði kvaddir heim. Urag:i 8igfiirjón§son: Frá Kína II. Aouar lieimur Fyrstu áhrifin. Flugvélin okkar hnitar hringa yfir Peking, höfuðborg Kínaveld- is, og lækkar flugið. Úr vélinni sér allvel yfir borgina, sem raun- ar er ekki borg á vestræna vísu, heldur geysivíðáttumikil þyrping iágra kofa og húsa, þar sem ein- stöku stórhýsi tróna þó yfir og breið og löng stræti ráka í reiti. Fuglinn Fönix að endurfæðast, verður mér á að hugsa: fornöld, miðöld og nútíminn á einu og sama borði. Síðar fannst mér, að þessi sviphugsun hefði farið í'urðu nærri sannleikanum. Svo er flugvélin lent, móttökur afstaðnar, vegabréfin okkar týnd ofan í skjalatösku einhvers Kín- verja og við komnir áleiðis af fiugvellinum — í rússneskum Po- bedabílum. Við ökum framhjá stritandi akuryrkjufólki, bograndi yfir gömlum handverkfærum eins og sigð og lújárni. Margir eru naktir að ofan og það stirnir á kolbrún bökin í steikjandi nón- sólinni. Asnatetur ganga í hring inn á ökrunum og dæla vatni úr brunnum upp í skurði, sem kvísl- ast milli akurreinanna. Þegar inn í útjaðar borgarinnar kemur, ök- um við framhjá löngum lestum af tvíhjóla vögnum, sem hesti og asna eða múl og asna er beitt fyr- ir. Vagnarnir eru mjög hlaðnir, en vegurinn er líka rennisléttur. Dýrin eru fremur holdgrönn, en ökumennirnir eru heldur ekkert að knýja þau hraðar en þau sjálf vilja fara. Keyrið er snærisspotti á bambuspriki og því virðist ein- göngu dinglað til málamynda. Allt í einu erum við komnir í stræti, þar sem mikil gatnagerð fer. fram: Heilt húsahverfi milli tveggja gatna af meðalbreidd á En allir keppast við, þótt svitinn renni í stríðum straumum af þeim. Þarna eru svo á einu götu- horninu 3 blómarósir við halla- mælingar, ef ég sé rétt, og með örstuttu millibili ökum við fram-J hjá lögregluþjónum, sem stjórna umferðinni af miklum virðuleik. Og ekki veitir af umferðastjórn. Við erum löngu komnir inn í að- j alborgina, og umferðin beljar eft- ir götunum eins og þungstreymt fljót: Hestvagnar og asnakerrur silast jafnt og þétt um allar götur, hjólreiðarmenn, ýmist á venju- legum reiðhjólum eða hjólum með viðfestum vagni fara í bylgj- um framhjá. Og svo gangandi fólk, endalaus straumur gangandi fólks: gamalt fólk, miðaldra fólk, ungt fólk, börn. Þvílíkur óhemju- fjöldi af fólki. Flestir eru í mjög fábrotnum fötum, gjarnast dökk- um bómullarbuxum, jafnt karlar sem konur, og í samlitri treyju eða stakk eða aðeins ljósri skyrtu með uppbrettar ermar. Konur eru flestar með fléttinga, ungu stúlk- ^ uinar gjarnan með rauða garn- spotta um fléttingsendana og kannske rauðan klút um hálsinn til skrauts. Sums staðar eru kon- j ur með kornabörn í fangi og hafa kastað klút yfir höfuð þeirra til hlífðar fyrir sól. Annars staðar bera lítil börn ennþá minni börn á baki. Yfirleitt sýnast mér börn- in hraustleg og vel nærð og unga fólkið spengilegt og fagurlega vaxið. Eldra fólkið er hins vegar sumt mjög tötralegt og ekki of hreinlegt. Grænmetisverzlanir og matstað- ir virðast þétt með öllum götum og víða sér fólk, sem situr á hækjum sínum og stífir epli eða bánana úr hnefa eða tekur ein- hvern réttinn til sín af diski mat- sala. Bílstjórarnir okkar þeyta horn- ið í sífellu, enda er oft eins og ekið sé á fólksvegg, sem aðeins rofnar á síðustu stundu áður en ákeyrsla og banaslys verður, eða svo finnst mér. Glaðan fólks- vegg, brosandi fólksvegg, lífs- glaðan, háværan og áhyggjulaus- an fólksvegg. Mér verður star- sýnt á þetta endalausa mannhaf. Ekki sýnist það bælt af ofstjórn, hvað sem öðru líður. Ekki verður betur séð en það uni glatt við sitt. Og seinna verður þetta sam- róma niðurstaða okkar félaganna allra: Kínverjar eru alveg sérstak- lega kurteist og elskulegt fólk í viðkynningu. Það má mikið vera, ef tillitssemin við náungann, stendur ekki dýpra með þeim en mörgum svo kölluðum kristnum þjóðum. Eg er orðinn stífur og stirður í hægra fæti af að hemla í sífellu niður í bílgólfið. Mér finnst bíl- stjórinn okkar herða á sér fyrir hvert horn og frekar glæða ferð- ina en hitt, þegar hvað þéttast er framundan af fólki. Og allt í einu beygir hann inn í örmjótt stræti að mér sýnist, þar sem svo er svart af gangandi og hjólandi fólki, að hvergi virðist smuga fyr- ir bifreið. Seinna geng ég úr skugga um, að gatan er á breidd við venjulega götu hér í bæjum, en umskiptin frá fánabreiðu stræti og svo fólksmergðin höfðu villt mér sýn. Bílstjórinn þeytir hornið í sí- fellu og þótt furðulegt sé smýgur bifreiðin slysalaust um mannhaf- ið, Og allt í einu er beygt inn um port og inn í stóran hlaðgarð. Fyrir stafni er myndarleg 8 hæða bygging, hótelið, sem við eigum að gista, meðan dvalið er í Pek- ing, Friðarhótelið. Af þaki þess sér vítt um Pekingborg, og seinna, þegar dimmt er orðið, sjáum við, að á þakbrúnunum flögra rafknúnar og raflýstar íriðardúfur. Mér rennur til rifja að sjá þennan flata, leiðinlega og klunnakennda áróður tróna yfir | landi þjóðar, sem virðist bera fínleik friðar og alúðar í hverj- um andlitsdrætti. Þetta er eins og kollhetta við fagran þjóðbúning. En hvað um það. Á Friðar- hótelinu fór vel um okkur. Koll- hettan gleymdist, en þjóðbúning- urinn, alúðin, varð það, sem eftir var tekið og eftir er munað. Kjör almennings í Kína. Það gefur auga leið, að stutt viðstaða í jafnvíðlendu ríki og Kína gefur framandi gesti engan viðhlítandi kost á því að öðlast fullan skilning á kjörum almenn- ir.gs í landinu. Það sem hér verð- ur sagt um þau, er eingöngu byggt á því, sem okkar var sagt um kjör verkamanna, því sem maður sá af hraðri ferð úm götur og þjóðvegi og loks því, sem okk- ur var sýnt. Allar ályktanir, sem hér verða dregnar, eru því fyrst og fremst byggðar á íilfinninga- skyni, og eru lesendur beðnir að hafa slíkt í huga. Það er þá fyrst, að lífskjörin eru mjög ólík því, sem við þekkj- um. Almenningur lifir við ógur- leg þrengsli, hvað húsakost snert- ir og víðast, má ég segja, ólíkt lé- legri, bæði í sveit og bæ. Hér verður þó að hafa í hugsa, að Kína er víðast svo hlýtt að veður- fari, að ekki þarf þar jafngóð húsakynni og í norðlægari lönd- um, hvað skjólsemi snertir, þó getur orðið allkalt á vetrum að sögn, og hljóta þá margar vistar- vcrur þar í landi að vera næsta lakur skúti. Það munu þykja stór orð, en álit mitt er þó það, af því sem ég sá af húsakosti af jörðu og úr lofti, að Kína sé að veru- legu leyti óbyggt land, hvað byggingar snertir á nútíma vísu. Óhrjálegir leirkofar eða jafnvel strákofar virtust aðalbyggingarn- ar í sveitaþorpunum, en i borgum miög mikið af lágum þrengsla- húsum, þar sem fjöldi manns býr við mjög frumstæð skilyrði. Hitt leyndi sér ekki, að byggingaalda fcr yfir, og alveg sérstaklega virt- Framh. á 4. siðu. íslenzka vísu er í niðurrifi, allt á að verða að einu breiðu stræti. göturnar tvær og bilið á piilli. Gatnagerðarkarlarnir eru svo margir, að firnum sætir. Hér þarf ekki að spara mannaflið. Nógar eru hendurnar í Kína. Þarna eru múrsteinar rifnir niður með ber- um höndum eða í bezta falli hök- um, mold og mylsna borin til eða burt á öxlum í tágakörfum, en allra kynlegast er þó að sjá gufu- knúinn götuvalta troða malbik- ið á einum stað, en steinvalta, dreginn af sex mönnum, á öðrum. Er nú um fátt eða ekkert meira rætt en árekstra þessa milli kommúnistaflokka þessara tveggja landa. Er ógerlegt að spá fyrir um það, hvað úr því skýi kann að koma áður en lýkur. Hitt er hægt að fullyrða, að það eru fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar, sem eru klauf- ar að umgangast sér máttarminni þjóðir, svo að virðingu og vin- áttu veki. / leik með kínverskum börnum fyrir utan œskulýðsheimili í Shanghai.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.