Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.05.1957, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.05.1957, Blaðsíða 1
XXVII. árg. 18. tbl. Þriöj udagur 14. maí 1957. Skip sjdlf tru btitu sMðskipin — segja Gunnlaugur Þórðarson oq Bragi Sigurjóns- son og bera fram ó alþingi tillögu um að ungir menn fói sumarstörf ó fiskiskipum. Alþingi ályktar aö skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við stjórnendur útgerðarfyrirtækja, sem fengið hafa ríkisábyrgð fyrir lánum eða lán til togarakaupa, að skráðir verði á skipin sem háset- ar a. m. k. 2—3 unglingar á aldrinum 14—16 ára, þrjá til fjóra sum- armánuði ár hvert. Einhver þar til hæfur skipverji skal síðan bera ábyrgð á því, að ungmennin fái tilsögn í algengri sjóvinnu, hrein- læti og snyrtilegri umgengni um borð. Skulu útgerðarstjórnir senda atvinnumálaráðuneytinu á hverju hausti skýrslu um ungmenni þau, sem verið hafa hásetar á vegum útgerðarinnar. Þannig hljóðar tillaga, sem tveir alþingismenn Alþýðuflokks- ins, dr. Gunnlaugur Þórðarson og Bragi Sigurjónsson lögðu fyr- ir alþingi nýlega. í greinargerð tillögunnar seg- ir: Undanfarin ár hefir það háð íslenzkri togaraútgerð nokkuð, að hana skortir vana sjómenn, eins og það er orðað. Og vissu- lega má það vera þjoðinni á- hyggjuefni, að ungir menn skuli í seinni tíð vera næsta fráhverfir sjómennsku. Raunar eiga útgerð- armenn sjálfir nokkra sök á þessu, því að það hefir verið vandkvæðum bundið fyrir ungl- inga að komast á sjá að sumrinu nema fyrir kunningsskap. 1) Á aldrinum 14—16 ára er hvað mest um vert, að hug- ir ungmenna hneigist að sjó- mennsku, og það verður einna helzt gert með því að gefa þeim kost á að kynnast henni af eigin raun. Það er ósenni- legt, að íslenzka þjóðin hafi efni á því í nánustu framtíð, að halda úti skólaskipi, og raunar eru fiskiskipin sjálf beztu skólaskip, þótt ekki sé nema stuttan tíma í senn, á gefa vísbendingu um störf þeirra og hæfileika. Þess skal getið, að ein mesta siglingaþjóð heims hefir áratug- um saman viðhaft svipaða að- ferð við uppeldi og þjálfun sjó- mannsefna sinna. Árið 1953 lagði Gils Guð- mundsson fyrir alþingi frumvarp til laga um sjóv'innuskóla, og telja flutningsmenn tillögu þess- arar, að þar hafi verið borið upp mál, sem fyllilega sé þess vert, að íekið yrði til nánari athugun- ar af hlutaðeigandi stjórnarvöld- um. Suðurlandaferðir Páls Arasonar Ferðaskrifstofa Páls Arasonar efnir til tveggja utanlandsferða í júnímánuði. í fyrri ferðina verð- ur lagt af stað 5. júní og komið heim 27. eða 28. s. m. Viðkomu- staðir verða: England, Frakkland, Þýzkaland, Sviss, Ítalía, Austur- ríki og Danmörk. Síðari ferðin er 16 daga ferð til Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Monaco og Þýzkalands. 1 þá för verður lagt 15. júní og komið heim um æstu mánaðamót. Ferðalög þessi eru miðuð við að þátttakendur geti fengið sem beztá innsýn í líferni og háttu þeirra staða, sem komið verður til og kynnzt lífi þeirra af eigin raun. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar hefir umboð fyrir ferðaskrifstof- ur í öðrum löndum og skipulegg- ur hópferðir suður um lönd í samráði við þær. N. k. föstudag og laugardag verður staddur að Hótel KEA hér í bæ fulltrúi frá skrifstofunni og mun hann veita fólki allar upplýsingar um ferðalögin, bæði utan lands og innan. Frá Iðnskólanum á Akureyri Iðnskólanum á Akureyri var slitið síðastliðinn þriðjudag, 30. apríl. Skólastjórinn Jón Sigur- geirsson, flutti skólaslitaræðu, lýsti prófum og afhenti braut- skráðum iðnnemum prófskírteini. Skóólinn starfaði frá 1. októ- ber, og voru nemendur alls 82. Brautskráðir voru 17 iðnnemar. Fjölmennustu iðngreinar voru: Húsasmiðir 12, rafvirkjar 12, bifvélavirkjar 8 og húsgagna- smiðir 7. Er skólastjóri hafði afhent þann hátt, sem hér er bent á. ...... r, , * , *. jprofskirtemi, flutti hann iðnnem- Það er kostnaðarutið fyrir hið i opinbera, ef þessi leið yrði far- in. Hins vegar er sanngjarnt, i að útgerðarfyrirtœki, sem not- ið hafa fyrirgreiðslu hins op- inbera við kaup á fiskiskipi, taki á sig nokkrar skyldur varðandi uppeldi sjómanns- ^ efna, og það mun án efa verða þjóðinni til hagsbóta, er frarn líða stundir. unum ávarp, þar sem hann ræddi i ýmis vandamál samtímans. Loks kvaddi sér hljóðs Guð- mundur Magnússon úr hópi hinna brautskráðu nemenda og flutti 1 skólanum þakkir og kveðjur I bekkjarfélaga sinna. Beindi hann I orðum sínum sérstaklega til Jóns Sigurgeirssonar, skólastj., þakk- aði honum öll kynni þeirra fé- j laga, góða og réttláta skólastjórn 2) Skýrslugerð sú, sem gert er Qg marga drengilega hj álp og ráð fyrir í tillögunni, tryggir, að! skilning. Afhenti Guðmundur hið opinbera geti fylgzt með því að útgerðarfyrirtækin láti elcki undir höfuð leggjast að skrá um- rædd ungmenni í skiprúm, og j afnframt veitir hún vitneskj u um, hverja raun þessi ráðstöfun gef- ur, t. d. hversu margir ungling- anna haldi áfram sjómennsku. Þá geta unglingarnir, þegar þeir hyggja á frekara nám í sjó- mennsku, lagt fram skilríki, sem skólastjóra málverk að gjöf frá nemendum 4. bekkjar. Jón Sigur- geirsson þakkaði gjöfina og hlýj- ar kveðjur og góðar óskir og sagði síðan skólanum slitið. Brautskráðir iðnnemar 1957: 1. Árni Þ. Sigurðsson, húsg.- smiður, I. eink. 8.31. 2. Bjarni Gestsson, vélvirki, II. eink. 7.10. 3. Bjarni Gíslason, rafvirki, I. eink. 7.78. 4. Davíð Zóphoníasson, rafvirki, II. eink. 7.18. 5. Guðmundur Magnússon, bif- reiðasm., I. ág. eink. 9.10. 6. Hallgrímur Baldvinsson, ket- il- og plötusm., II. eink. 6.55. 7. Hallgrímur Skaftason, skipa- smiður, I. eink. 7.50. 8. Ingvi Árnason, ketil- og plötusm., II. eink. 7.05. 9. Jóhann Smári Hermannsson, rafvirki, I. eink. 8.29. 10. Jón Gíslason, skipasm. II. eink. 6.02. 11. Kristinn J. Steinsson, húsa- sm., I. eink. 8.01. 12. Niels Hansen, húsgagnasm., I. eink. 7.84. 13. Oskar Ingimarsson, bifvéla- virki, III. eink. 5.85. 14. Reynir Jónsson, rakari, I. eink. 8.56. 15. Sigurjón Bragason, ketil- og plötusm., I. eink. 8.08. 16. Tryggvi Pálsson, rafvirki, II. eink. 6.28. 17. Þórður Pálsson, húsasm., I. eink. 8.84. Óreglulegir nemendur, sem hlotið höfðu burtfararpróf áður í annarri iðn, hlutu þessar eink- unnir í iðnteikningu: Kristinn Árnason, ketil- og plötusm., 8.50. Reynir Kristjánsson, húsasm., 9.00. ^íýjar ■nillilandafing'vélar Flugfélag íslands hefir nú eign- azt tvær nýjar flugvélar af Vis- count-gerð. Komu þær til Reykja- víkur 2. maí s.I. Flugvélar þessar marka tímamót í sögu flugmál- anna hér á landi sakir hrað- fleygni þeirra. Þannig er flug- tími þeirra aðeins 3 klst. til Glas- gow, 4 klst. til London og 4)4 til Kaupmannahafnar, sem áður var um 6% klst. Flugþolið er 3400 km. Þá er mikils um vert, að loftþrýstiútbúnaður er í vélun- um, svo að hægt er að fljúga mjög hátt. Eykur það öryggi flugsins, og veldur engum óþæg- indurn. Titringur og vélagnýr er ekki eins mikill og í hinum eldri vélum. Þær rúma 48 farþega. — Vélar þessar hafa hlotið nöfnin Hrímfaxi og Gullfaxi. Þegar vélarnar komu til Reykjavíkur var þeim fagnað með heilmiklu tilstandi eins og Ahureyri sendi fulltriífl Eins og kunnugt er, þá er Ak- ureyri í hinu norræna vinabæja sambandi. Vinabæir Akureyrar eru: Álesund í Noregi, Randers í Danmörku, Lahti í Finnlandi og Vesterás í Svíþjóð. Fyrir nokkru barst bæjarstjórn Akureyrar bréf frá borgarstjóran- um í Randers, þar sem frá er skýrt, að haldinn verði fundur þessara vinabæja í Randers 31. maí og 1.—2. júní n. k. og er Ak- ureyri boðið að senda fulltrúa þangað. Samþykkti bæjarstjórn að taka boðinu og kaus bæjarráð bæjarstjóra Stein Steinsen til ferðarinnar. Það er ánægjulegt að Akureyr- arbær skuli hafa séð sér fært að taka þátt í þessu samstarfi. Vina- bæjahreyfing Norðurlanda er merkileg starfsemi, sem vinnur að auknum skilningi og kynnum milli hinna norrænu frændþjóða. -» 4 <— Byiting I hönhunum Mánudagsblaðið birti „rosa- frétt“ um fyrirhugaðar breytingar á stjórn og fyrirkomulagi bank- anna. Stofnaður verði nýr seðla- banki undir stjórn Vilhjálms Þór. Einar Olgeirsson verði banka- stjóri í Landsbankanum og Út- vegsbankanum breytt í eins kon- ar samvinnubanka og þar skipað- ir nýir bankastjórar. Ökunnugt er oss hér nyrðra hversu mikið sé satt í öllu þessu, en hitt er víst, að fagnaðarefni mun það þorra manna, ef ríkisstjórninni tækist að losa bankana undan því ein- ræði Thorsaranna, sem nú ríkir þar. Mætti því segja, að sú stjórn hefði verið að nokkru nýt, þótt ekkert hefði hún annað unnið. vera bar, þar sem um svo mikinn atburð var að ræða. Fyrra sunnudag kom svo Hrímfaxi hingað til Akureyrar. Enginn viðbúnaður var, og eng- um tilkynnt um komuna. Enda ekki um nokkur afbrigði að ræða frá venjulegri flugvélarlendingu, nema fjöldi fólks kom fyrir for- vitni sakir. Er það svo, að áhugi manna hér fyrir flugmálum er al- mennur, og hefði farið vel á að einhver viðhöfn hefði verið, er svo merkur atburður gerðist í samgöngumálum. Ekki sízt þegar Flugfélagið bauð ýmsum betri borgurum Reykjavíkur í ferðina. Slíkt eru að vísu smámunir. Aðalatriðið er að fagna nýjum áfanga í flugmálunum, og vona hins bézta um góðan árangur. Óskar blaðið Flugfélaginu til hamingju með hinar nýju vélar. Brogi Sigurjðnsson, rit- stjóri teliiir sœti d Bragi Sigurjónsson, ritstjóri á Akureyri, annar varaþingmaður Alþýðuflokksins, tók á fimmtu- dag sæti á alþingi fyrir Pétur Pét- ursson, sem farinn er utan til nokkurra vikna dvalar í Banda- ríkjunum. Hann var í fram- boð fyrir Alþýðuflokkinn í sumar í Austur-Húnavatnssýslu og hefir verið í framboði fyrir flokkinn oft áður, en þetta er í fyrsta skipti að hann kemur inn á alþingi. Á fundi í sameinuðu þingi gerði Áki Jakobsson, framsögu- maður kjörbréfanefndár, grein fyrir áliti nefndarinnar og kom í ljós, að Sjálfstæðismenn ætluðu sér enn að sitja hjá eins og áður við afgreiðslu kjörbréfa uppbót- arþingmanna Alþýðuflokksins og varamanna þeirra og sátu Sjálf- stæðismenn því enn hjá við at- kvæðagreiðsluna, en kjörbréf Braga var samþykkt með 27 sam- hljóða atkvæðum. ___*____

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.