Alþýðumaðurinn - 16.08.1960, Qupperneq 1
XXX. árg.
Þriðjudagur 16. ágúst 1960
24. tbl.
nEngin mnnnsdl njtur jngnrrnr listnr nemn i
hófsnmri og nmMmdri viriingn«
fer því fjarri, að það sé einkaeign
Reykvíkinga. Fólk utan af landi
heimsækir listasafnið þúsundum
saman ár hvert. Myndlistarmenn-
irnir leita flestir verkefna út til
nesja, inn til dala og upp á fjöll í
ástkæra landinu okkar fjölbreytta
og víðáttumikla, sem er jafnfag-
urt svalt og bj art, grýtt eða gróðri
vafið. Þess vegna reynast mynd-
irnar á heimleið, þegar þær eru
sýndar úti um land. Og víst fer vel
á því, að þær komi til gestaboðs
hér á Akureyri, höfuðstað Norð-
urlands, frægum listabæ, sem allir
Islendingar eiga að þakka sumt
Ávarp formanns Mennfamólaráðs, Helga Sæmunds-
sonar, við opnun sýningar í G. A. á lisfaverkum úr
Lisfasafni rnkisins.
Eins og kunnugt er af fréttum skemmtilegri þakkarskuld við
hefir Akureyrarbær beitt sér fyrir myndlistina.
því í samvinnu við Menntamála- j Heimilisfang Listasafns ríkisins
ráð að hér yrði efnt til sýningar á hlýtur að vera í Reykjavík. Samt
ýmsum listaverkum úr Listasafni
ríkisins. Sýning þessi stendur nú
yfir í Gagnfræðaskóla Akureyrar
og mun ugglaust verða mörgum
yndisauki, en dr. Selma Jónsdótt-
ir, listfræðingur, sá um val og
uppsetningu mynda.
Sýningin var opnuð sl. föstu-
dag að viðstöddum mörgum gest-
um. Þar flutti formaður Mennta-
málaráðs ávarp, en Steindór
Steindórsson, menntaskólakenn-
ari, þakkaði fyrirgreiðslu Mennta-
málaráðs og lýsti af hálfu undir-
búningsnefndar sýninguna opna.
Avarp formanns Menntamála-
ráðs fer hér á eftir:
Mér finnst ástæða til að ætla,
að ákvörðunin um myndlistarsýn-
ingu þá, sem hér er opnuð í dag,
muni síðar þykja allmiklum tíð-
indum sæta. Myndirnar eru eins
konar þverskurður af Listasafni
ríkisins. Sýningin gistir hér ágæt
húsakynni, en samt er henni
markaður þröngur hás. Eg legg
ekki dóm á myndavalið, enda
gætu þá mörg sjónarmið komið
til greina. En í því sambandi er
gott til þess að hugsa, að efalaust
verður framhald á þessari starf-
semi. Mig grunar, að samskipti
listasafnsins og Akureyrar verði
mikil og góð í framtíðinni. Ráða-
mönnum höfuðstaðar Norður-
lands vil ég við þetta tækifæri
þakka ákjósanlega samvinnu um
sýninguna. Þar hefir engan
skugga á borið.
Myndirnar eru nokkur sýnis-
horn þess, sem Listasafn ríkisins
hefir að geyma. Þær vitna að sínu
leyti um þróun íslenzkrar mynd-
listar á síðustu áratugum, en af
henni er athyglisverð saga. Mynd-
listin hefir numið landið á und-
arlega skömmum tíma og valdið
táknrænum kapítulaskiptum. ís-
lenzk list einskorðast ekki framar
við gamlar og nýjar bókmenntir,
þó að frægð þeirra sé á heims-
mælikvarða. Snjöllustu myndlist-
armenn okkar keppa við skáldin
og rithöfundana með ágætum á-
rangri jafnframt því, sem tónlist
og leiklist eflist ár frá ári. Og er
nokkuð skiljanlegra en myndlist-
in spretti á íslandi eins og lauf-
þungur og þytríkur meiður úr
djúpum og frjóum jarðvegi?
Hvar eru fegurri litir í landi en
hér, tígulegri fjöll, grænna gras,
blárri dalir eða betri snjór?
Myndlistin nýtur hér frábærra
landkosta sumars og. veturs, og
land og þjóð stendur nú orðið í
það bezta af skáldskap okkar á
þessari öld og góð afrek í verka-
hring annarra listgreina. Mynd-
unum kemur áreiðanlega til með
að líða vel í mjúkum faðmi Eyja-
fjarðar og Akureyrar, þar sem
endurminning og tilhlökkun eiga
heima í yndislegu sambýli.
Fólk í stórum bajum eins og
Akureyri og Reykjavík hefir
vissulega ástæðu til að hugsa
djarft og setja markið hátt. Það
gerir að sjálfsögðu miklar kröf-
ur. Víst er fagnaðarefni, að ís-
lendingar meti ekki listir af smá-
sálarskap. En kröfuharkan má
aldrei verða hroki eða fyrirlitn-
ing. Engin mannssál nýtur fagurr-
ar listar nema í hófsamri og um-
burðarlyndri virðingu. Þess
vegna er raunalegt, að enn skuli
sumir Islendingar deila um list og
listamenn eins og grimmir víking-
ar. Gagnrýni er nauðsynleg og
ekkert sjálfsagðara en skoðanir
(Framhald, á 4. síðu)
Verður írekara oíbeldi Breta
á íslandsmiðum afstýrt?
Ríkisstjórn íslands hefir ákveðið að kanna til hlítar,
hvort ekki er hægt eftir diplomatiskum leiðum að fá
Breta til að virða 12 mílna fiskveiðilögsögu okkar.
I síðastliðinni viku gaf utan-
ríkisráðuneytið út opinbera til-
kynningu svohljóðandi:
„Ríkisstjórn Breta hefir farið
þess á leit við ríkisstjórn íslands,
að teknar verði upp viðræður
þeirra í milli um deilu þá, sem er
um aðstöðu brezkra fiskiskipa á
íslandsmiðum. Þar sem íslenzku
ríkisstjórninni virðist einsætt að
kanna beri til hlítar öll úrræði,
sem koma mættu í veg fyrir á-
framhaldandi árekstra á íslands-
miðum, auk þess sem vinna þurfi
að framgangi ályktunar Alþingis
frá 5. maí 1959, hefir hún tjáð sig
reiðubúna til slíkra viðræðna,
jafnframt því sem hún hefir ítrek-
að við brezku stjórnina, að hún
telur ísland eiga ótvíræðan rétt
að alþjóðalögum til þeirrar fisk-
veiðilögsögu, sem ákveðin hefir
verið.“
I tilkynningunni er vísað í á-
lyktun Alþingis 5. maí 1959, en
þar lýsti Alþingi yfir, að það teldi
ísland eiga ótvíræðan rétt til 12
mílna fiskveiðilandhelgi, að afla
beri viðurkenningar á rétti þess
til landgrunnsins alls, svo sem
stefnt var að með lögunum um
vísindalega verndun fiskimiða
landgrunnsins frá 1948, og að
ekki komi til mála minni fiskveiði-
landhelgi en 12 mílur frá grunn-
línum umhverfis landið.
Stjórnarandstöðublöðin, Tím-
inn og Þjóðviljinn, hafa gagnrýnt
þessa ákvörðun ríkisstj órnarinn-
ar, þó ekki af neinni hörku, enda
erfitt að sjá, að viðræður skaði
aðstöðu okkar, ef vel er að við-
ræðunum staðið, og að sjálfsögðu
er ekki hægt að dæma, hvernig að
þeim er staðið, fyrr en það liggur
fyrir.
Enn sem fyrr er það sameigin-
leg ósk allrar íslenzku þjóðarinn-
ar, að hún fái 12 mílna fiskveiði-
lögsögu sína virta, og enginn get-
ur áfellzt valdhafana hverju sinni
fyrir það að neyta allra ráða til
að sá áfangi náist. Þess vegna
munu menn almennt fagna fram-
angreindri ákvörðun, jafnframt
því sem ríkisstj órnin má vita, að
almenningur stendur fast að baki
henni til fastrar og ákveðinnar af-
stöðu í málinu nú sem fyrr, en
fyrirlítur, að það sé notað til æs-
inga og tortryggni, eins og vissir
aðilar reyna.
Fyrsti árangurinn af framan-
greindri ákvörðun ríkisstj órnar-
innar er sá, að Bretinn hefir fram-
lengt um 2 mánuði að virða í
verki 12 mílna mörkin, en þá
verður komið fram á vetur sjálf-
an og næsta ósennilegt, að veiðar
undir herskipavernd verði teknar
upp á ný í íslenzkri fiskveiðiland-
helgi, hvernig sem viðræðurnar
falla.
Sœluhúsið ÞORSTEINSSKÁLI í Herðubreiðarlindum. Myndin
tekin um vígsluhelgina. Ljósm.: St. E. Sig. >
Sælnhús Ferðafélags Aknreyrar í
Herðubreiðarlindum vígt
HEITIR ÞORSTEINSSKÁLI
Um Verzlunarmannahelgina fór
fram vígsla á hinu nýja sæluhúsi
Ferðafélags Akureyrar í Herðu-
breiðarlindum, og var því gefið
nafnið ÞORSTEINSSKÁLI eftir
Þorsteini Þorsteinssyni, hinum
góðkunna framkvæmdarstj óra F.
A. um mörg ár.
Um 80 manna fór austur á veg-
um félagsins, en alls munu hafa
komið þangað um 200 manns, þar
á meðal 40—50 manna hópur
Farfugla í Reykjavík.
Vígsluhátíðin fór fram laugar-
daginn 30. júlí, og stjórnaði
henni Tryggvi Þorsteinsson yfir-
kennari og skátaforingi. Formað-
ur félagsins, Kári Sigurjónsson,
prentari, flutti byggingarsögu
sæluhússins, Sigurður Kristjáns-
son flutti Ijóð eftir Hallgrím Jón-
asson kennara landskunnan ferða-
mann og hagyrðing, en Þormóður
Sveinsson lýsti nafni hússins. Sig-
urður !lóhannsson vegamálastj óri
flutti ávarp og kveðju frá forseta
Ferðafélags íslands, og afhenti
húsinu að gjöf gestabók frá F. I.
Frumort ljóð fluttu Guðmundur
Þórarinsson kennari Hafnarfirði,
sem þangað hafði komið með
„Farfuglunum“ og Karl Magnús-
son járnsmiður, og fleiri kveðjur
og árnaðaróskir bárust við þetta
tækifæri. Um 130 manns voru
taldir út úr Þorsteinsskála þetta
kvöld.
Á sunnudaginn fóru Linda-
gestir í hópum um nágrennið og
skoðuðu það við leiðsögn kunn-
ugra manna. Þoka var yfir Herðu-
breið og því ekki gengið á hana
eins og fyrirhugað var. Þá um
kvöldið var kvöldvaka í sæluhús-
inu, þar sem m. a. voru lesnir
kaflar úr útlegðarsögu Fjalla-Ey-
vindar og Höllu á þeim slóðum.
I greinargerð formanns F. A.
kom þetta m. a. fram:
Þorsteinsskáli er 48 fermetrar
(6x8 m.) að stærð, og í honum
eldhús, forstofa, geymsla og skáli
á rieðri hæð, allt sæmilega rúm-
gott, og svefnloft uppi yfir. Rúm
er þar fyrir 25 næturgesti og 22
Framhald á 4. síSu.
Isjeir Asg;cir§son tekur rið
foraetaembætti í 3. sinn
Forseti íslands, Ásgeir Ásgeirs-
son, tók við embœtti í þriðja sinn
1. ágúst sl. við hátíðlega athöfn.
Athöfnin hófst í Dómkirkjunni kl.
3.30 með því að dómkórinn söng
undir stjórn Páls ísólfssonar
sálmana „0, sœll er sá, er treyst-
ir“ og „Himneski faðir“. Að því
búnu las biskupinn yfir íslandi,
Sigurbjörn Einarsson, ritningar-
grein.og flutti ávarp.
Ur Dómkirkjunni var gengið
fylktu liði yfir í Alþingishúsið.
Fyrstir gengu Ásgeir Ásgeirsson
og Þórður Eyjólfsson, forseti
Hæstaréttar, þá forsetafrú Dóra
Þórhallsdóttir og Sigurbjörn Ein-
arsson biskup, en því næst Ólafur
Thors, forsætisráðherra, Friðjón
Skarphéðinsson, forseti Samein-
aðs alþingis, ráðherrar, sendi-
menn erlendra ríkja og aðrir gest-
ir. —
I Alþingishúsinu fór athöfnin
fram í fundarsal Sameinaðs al-
þingis. Forseti Hæstaréttar lýsti
forsetakjöri og las síðan eiðstaf-
inn, sem forseti undirritaði. Þá
söng dómkórinn „Rís íslands
fáni“ undir stjórn Páls ísólfsson-
ar, Þorsteinn Hannesson söng
einsöng, en Lúðrasveit Reykjavík-
ur lék undir.
Þessu næst gekk forseti íslands
fram á svalir Alþingishússins og
minntist fósturjarðarinnar, en
mannfjöldinn á Austurvelli hyllti
forseta. Síðan gekk hann í þing-
salinn aftur og flutti ræðu, sem
birt er í blaðinu í dag. Athöfninni
lauk með því, að Lúðrasveit
Reykjavíkur lék þjóðsönginn.