Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 16.08.1960, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 16.08.1960, Síða 2
2 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriðjudagur 16. ágúst 1960 x>»oooeococcoooo<ft ALÞÝÐUMAÐURINN Útgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON, Bjarkarstíg 7. Sími 1604. VerS kr. 50.00 á ári. Lausasala kr. 1.50 blaSiS. Prentsm. Björns Jónssonar hj. Meí oii móti Segja má, að enn sé almenn- ingur engan veginn fullráðinn í, hvern dóm hann skuli leggja á efnahagsráðstafanir ríkisstj órnar- innar, en alltaf kemur betur og betur í ljós, að honum þykir rétt, að þær fái að sýna sig sem bezt, og auglj óst er, að fullyrðingar stjórnarandstöðunnar um marg- víslega galla aðgerðanna hafa ekki verið teknar of hátíðlega, enda þegar sýnt sig, að þær voru a.m.k. ýktar, svo að ekki sé meira sagt. Fyrst og augljósast hefir fólk rekið augun í það, að spádómarn- ir um atvinnuleysi hafa alls ekki rætzt. Alls staðar virðist mikil at- vinna nema þar sem afli hefir brugðizt, en slíkt reiknast vitan- lega engum efnahagsráöstöfunum til gjalda. í öðru lagi virðist almenningi engum blöðum um það að fletta, að afnám styrkjakerfisins hafi þegar hreinsað andrúmsloft fjár- málalífs okkar talsvert, þótt betur megi, ef duga skal, enda aðeins að byrja að verka. Þá er augljóst, að svartamark- aðsbrask með gjaldeyri og allur sá óþrifnaður, sem af því stóð, er úr sögunni, eins og er, en ferða- mannastraumur erlendis frá hefir nokkuð drýgt gjaldeyristekjur okkar, og verður slíkt að reiknast teknamegin hj á gengisbreyting- unni. Enn er fullyrt af þeim, sem gerzt þekkja, að gjaldeyrisstaða bankanna hafi batnaÖ verulega við efnahagsaðgerðirnar og hlut- föllin milli innlána og útlána orð- ið hagfelldari. Skylt er að vísu að taka fram, að um þessi mál ber stjórnaraðstöðu og stjórnarand- stöðu mjög á mifli og fyrir leik- menn er erfitt að henda fullar reiður á þessum málum, eh varla er hægt að loka augunum fyrir því, að hér var farið inn á að- gerðir, sem bankarnir töldu nauö- synlegar, og enn hefir ekkert frá þeim heyrzt í þá átt, að þeir telji ekki rétt stefnt. Virðast því rök stjórnarsinna sennilegri, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Dýrtíð hefir að sjálfsögðu auk- izt, enda sáu allir slíkt fyrir. Sums staðar virðist hækkun vöruverðs meiri en ætla má afleiðingu af gengisbreytingunni, og hvarflar þá að manni sú hugsun, að geng- islækkunarverðhækkunin sé látin klæða aðra meiri, ef verðlagseftir- lit er slælegt, svo sem margir telja að sé. Er hér einn vandinn á ferð- inni, þegar verðlagseftirlit er víða í höndum aðila, sem ekki hafa á- huga fyrir að ríkjandi efnahags- aðgerðir blessist, en ekki mun Aldrei aftur skattland eða nýlenda Góðir íslendingar! Ég hefi nú undirritað eiðstaf og veitt kjörbréfi viðtöku. Mér er það fagnaðarefni að byrja nýtt kjörtímabil án þeirra átaka, sem jafnan fylgja kosningum. Af hrærðum huga þakka ég það traust, sem mér er sýnt og þann góða hug í garð okkar hjóna, sem við sízt getum án veriö. Ég heiti því enn, að gera mér far um að rækja forsetastörfin til heilla fyr- ir land og þjóð. Allsherjargoðinn vann í heiðn- um sið eið að baugi, — kristnir lögréttumenn síðar bókareið, en sá eiöur, sem mér var stafaður, hljóðar á þessa leið: „Ég undir- ritáður, sem kosinn er forseti ís- lands um kjörtímabil það, er hefst 1. ágúst 1960 og lýkur 31. júlí 1964 heiti því, að viðlögðum drengskap mínum og heiðri, að halda stjórnarskrá lýðveldisins íslands.“ Þennan eið vinna allir, sem fara með umboö þjóðarinnar á Alþingi, í stjórn landsins, dóm- arastöðu og forsetaembætti. Form- ið skiptir ekki aöalmáli, hvort heldur er unnin lögeiður að baugi, eiður með hönd á helgri bók eða drengskaparheit. Eiður- inn er hið hæsta heit, sem heiður manns leyfir ekki að sé rofið. Vér höfum allir þeir, sem ég áður takli, heitbundið oss til „að halda stjórnarskrá lýöveldisins ís- lands“. Ég veit þess ekki dæmi að ^ einn eða neinn hafi færzt undan þeirri heitstrengirig. Vissulega er það skír vottur þess, að vér ís- lendingar séum einhuga um stjórnskipun lýðveldisins í aðal- dráttum. Er það mikill styrkur og stoð fámennrar þjóðar, sem ný- Ræða Ásgeirs Ásgeirssonar forseta íslands við embættistökuna 1. ágúst. nema takmörkuðum hópi manna ljóst, að verðlagseftirlitið var í stjórnartíð' Hannibals Valdemars- sonar mjög notað af honum til að koma fylgjendum sínum og Sósí- alistaflokksins í stöður, og hafa sumir þessara manna því miður takmarkaðan áhuga fyrir skyld- um sínum við almenning nú, hvað sem var í tíð vinstri stjórnarinnar. Eitt af því, sem orðið hefir mestur þyrnir í augum manna af efnahagsaðgeröunum eru hinir háu útlánsvextir bankanna, og vissulega hafa þeir orðið mörgum mjög erfiöur baggi. Hins er ekki að dyljast, að þrátt fyrir hina háu vexti er þó mikil eftirspurn á lánsfé, svo að hún virðist að nokkru ef ekki öllu afsanna, að ekki hafi verið nauðsynlegt fjár- málakerfisins vegna að hækka vexti verulega. Þegar rætt er um miklar verð- hækkanir, má ekki gleyma, að ým- islegt var gert til að bera þau höggin nokkuð af. Má þar nefna afnám eða lækkun tekjuskatts, lagfæring útsvarsálaga launþeg- um í vil, stórhækkun fjölskyldu- bóta og annarra bóta almanna- trygginga, svo að hið helzta sé nefnt. Þannig vegur almenningur og metur þessa sumarmánuði kosti og galla efnahagsráðstafananna síðustu, og eins og sagt var í upp- hafi, þá virðist það ríkjandi skoð- un hans, að þær eigi að fá frið til að sýna sig til fulls, enda óneitan- lega skynsamleg ályktun. lega hefir endurheimt sitt full- veldi. Að sjálfsögðu hindrar þetta drengskaparheit engan frá því, að berjast fyrir breytingum á stjórn- skipunarlögum landsins. En það bindur alla jafnt við að fara að lögum eftir réttum þingræðisregl- um í baráttu fyrir breytingum og umbótum. Ég hef ekki orðið þess var, að komið hafi fram tillögur um breytingar, sem varða grund- vallaratriði stj órnskipunarinnar. Tillögur um takmörkun eða af- nám' kosningaréttar væru þess eðlis. Höfuðátökin um stjórnskip- un landsins liafa síöustu þrjátíu árin staðið um skipun kjördæmis og kosningaréttar, en ætíð stefnt til jöfnunar, en ekki ójafnaöar. Nýlega hefir þessi deila verið leyst til nokkurrar frambúðar, að ég ætla. Og á ég þó ekki við, að aldrei þurfti að lagfæra það, sem úr skorðum gengur. Löggjafar- starfi frjálsra manna er aldrei lokið til fulls. HöfuÖbreytingin á stjórnskipu- lagi Islands frá því er stjórnar- skrá var gefin er, eins og öllum er ljóst, endurreist lýðveldis árið 1944. Um það var íslenzk þjóð einhuga, þrátt fyrir ágreining um aukaatriði. En þær raddir heyr- ast fram á þennan dag, að lítt sé við unandi, hvað dregizt hefir að færa stj órnskipunarlögin í heild til samræmis við lýðveldisstofn- unina. Ég fæ ekki heldur séð, að lengur þurfi að tefja, nú þegar kjördæmamálið er leyst, og rutt úr vegi annarra umbóta, sem minni ágreining valda. Ég hef fullyrt, að lýðræði og þingræði, sem er grundvallar- regla íslenzkrar stj órnskipunar, standi hér föstum fótum. — Is- land hefir reynzt oss „farsælda Frón“ frá því þjóðin öðlaðist full- veldi árið 1918, og lengur þó. Sama verður, því miður, ekki sagt um allar þjóðir, sem fengu skammgott fullveldi á þeim ár- um. Nú fer önnur frelsis- og full- veldisalda um heiminn, og er þess óskandi að hinar mörgu nýlendu- þjóðir, sem nú eru leystar úr böndum, reynist vaxnar þeirri á- byrgð, sem frelsinu fylgir. Ný- lendupólitík átjándu og nítjándu aldar var svartur blettur á hinum hvíta kynstofni, og hefir þó snú- izt mjög á betri veg, víðast hvar, á þessari öld. Það sem mestu veldur er, að hugarfarið er breytt frá því sem áður var á einveldis- og landvinningatímum. Stór- veldi, sem áður voru miskunnar- lítil, vilja hvorki né treystast leng- ur til að halda niðri gulu og blökku fólki með vopnavaldi. Þessi alda fer nú með miklum þyt og hraða um allar álfur, og finnst mörgum nóg um. En það er erfitt að dæma um það, hvenær þjóð sé búin að ná fullum þroska til sjálfstjórnar, og vísast að svo verði ekki fyrr en eftir að öll tjóð- ur eru leyst. Vér megum ekki heldur halda, að vort vestræna skipulag henti öllum bezt, hversu fjarskyldir sem eru. Því minnist ég þessa, að ísland var einnig svo kölluð nýlenda um langt skeið. En vér erum þjóð, sem á sögu, sem vér kunnum að rekja. Vér höfum ríka ástæðu til að þakka friÖsamlega þróun vorra mála fram á þennan dag. Vér höf- um ríka ástæðu til að lofsyngja forfeður vora og örlög, svo sem þjóðskáldin hafa gert. Lýðræði og þingræði er hér ekki innflutt- ur, erlendur varningur. Þó hin norræna þingstjórn og eigið lög- gjafavald gengi hér til viðar um stund, varðveittist betur í Eng- landi og yngdist upp aftur í frels- isstríði Bandaríkjanna og með franskri stjórnarbylting, — þá tók krafan um endurreist Alþing- is og síðar lýðveldis með vorri þjóð á sig svip Ulfljóts og hins forna þjóðveldis. Þegar grafið var fyrir hornsteinum nýrrar stjórnskipunar, — kom niður á gamlan grunn, — traustan og vel hlaðinn. Það er því, sem vér eig- um að þakka betri aðstöðu en ýmsar aðrar þjóðir, sem þó þrá frelsi jafn heitt. Hin fornu goðorð og þing svara til kjördæma. Goðunum var skylt að vernda hag og rétt sinna þing- manna, en þeim aftur heimilt að segja sig í þing með öðrum goða, ef vanhöld yrðu á. Slíkt þegnfrelsi var áður óþekkt, og svarar til þess að geta kosiÖ frjálst um fulltrúa J til Alþingis. j Alþingi fór í upphafi með lög- gjafar- og dómsvald, þó það sé nú aðskiliö að ráði erlendra stjórnspekinga. Þó er þing- mertnska og dómarastarf náskylt, ef betur er að gáð og vel á að fara. Fyrir dómstól eru mál sótt og varin. Dómarinn er bundinn af gildandi lögum, en getur þó beitt þeim með linkind. Lög eru al- menn og geta aldrei komið að fullu í stað mannúðar og vits- muna. Á Alþingi eru mál einnig sótt og varin. Þá er lýðræði og þing- ræði hætta búin, ef menn missa trúna á það, að frjálsar, opinber- ar umræður í hlöðum, á mann- fundum og Alþingi hafi nokkurt gildi. Alþingi setur lög, sem binda dómsvaldið að vissu marki, — lög, sem fjalla um öll mannleg skipti, og lög til varnar og áfellis eftir hegðun manna. — Hver þingmaÖur er í senn málafærslu- maður og dómari. Málafylgjan má því aldrei kæfa dómgreindina, ef jafnvægi og réttlæti á að ríkja með þjóðinni. Allt hið sama má segja um framkvæmdavaldið, nema nauösynina á að beita þar fullri dómgreind sé öllu ríkari. Með lögum skal land byggja. Þetta er norrænt spakmæli, æva- fornt og ekkert nútíma vígorð, — hið fyrsta boÖorö þingræðisins. í nærfellt fjórar aldir höfðu ís- lendingar einir lög í stað kon- ungs. Konungdæmi hefir hér aldrei staðið á innlendri rót, enda hentar það sízt fámennri þjóð. En lögin standa ekki sjálf eins og innantóm hertygi, án nokkurs 'riddara. Ef erfðavenjur og hugar- far fólksins fyllir ekki út í þau, þá er hætt við eyÖing og ólögum. Því tekur það jafnan langan þroskaferil, að skapa traust lýð- ræði og öruggt þingræði. Þroski allrar alþýðu manna við langvar- andi sjálfstjórn í héraði og á alls- herjarþingi er undirstaöan. — Þingræði með almennum kosn- ingarétti, sem er hin eina trygg- ing til langframa gegn gerræði, verður ekki komiö á með snöggri, blóðugri bylting. Til þess eru dæmin ljósust, og vér megnum fagna því af heilum hug, að þurfa ekki að grípa til slíkra örþrifa- ráða. Þjóðin segir til um sinn vilja á fjögra ára eða skemmri fresti, og það hefir enginn minni hluta á Alþingi rétt á að kalla sig þjóðina milli kosninga. Um stytt- ing þessa kjörtímabils liafa aldrei komið tillögur. Vér treystum því, að sá hugsunarháttur liafi um aldir þróazt með þjóðinni af nor- rænni kristilegri rót, að stjórn- skipun vor standi af sér hverja hryöju. Það hugarfar og sá þjóðar- þroski, sem bezt tryggir lýðræði og þingræði, leiðir einnig af sér hæfilega dreifing auðs og valda. Ég segi hæfilegan jöfnuð, því það er staðreynd að dug og gáfum veröur aldrei hnífjafnt skipt með mannfólkinu. En hitt er jafnsalt, að auösöfnun og valdagræðgi komast oft á það stig, að ekki er í neinu hlutfalli við neinn manna- mun þó við berum saman þann, sem mest og hinn, sem minnst er gefiö. Þessari hættu bandar hinn almenni kosningaréttur og þing- ræðið frá þjóöfélaginu. Það er almennt vitað og viður- kennt, að kjör einstaklinga og stétta eru hér á landi jafnari en meðal hinna stærri þjóða. Þó kemur mér ekki til hugar að full- yrða, að rétt sé hlutað. Á þessum vettvangi eru aðalátökin. Lífsbar- áttunni er aldrei lokið. Margur kann að vera gramur og bölsýnn, þegar hann her sinn hag saman við hugsjón sína. En ef við berum núverandi ástand saman við af- komu almennings eins.og hún var fyrir fimmtíu árum, að ég ekki segi heilli öld, þá birtir fyrir aug- um og kemur í ljós, að vér erum á réttri leið, og getum verið ásátt við það þjóöskipulag í höfuðbar- áttum, sem skilar slíkum árangri. Stéttir verða jafnan við líði, ef vér skiptum eftir atvinnugreinum, og álitamál, hvernig skipt skuli þjóðartekjum. — Það verður hvorki mælt né vegiö á sama hátt og dauðir hlutir, enda mun ég ekki hætta mér lengra út á þann vígvöll stjórnmálanna. En hitt hika ég ekki við að fullyröa, að ef vér lítum á íslenzka þjóð frá sjón- armiði íslenzks máls og menning- ingar, þá er stéttamunur hér minni en með nokkurri annarri þjóð á líku stigi. Hreint og kjarna- gott mál gerir hér engan stétta- mun, og hámenning fyrirfinnst innan allra starfsgreina. Þar á er engin háskólaeinokun, og ef um skríl er að ræða, þá er hann sízt bundinn við stéttaskipting. Á þessu stéttleysi manndóms og menningar byggjum vér trúna á það, að Islendingum takist að leysa hvern þann vanda, sem að höndum ber, á þingræðislegan hátt. Þjóðin er ung á mælikvaröa

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.